Fréttabréf októbermánaðar

Fréttabréf heimspekikennara í október er komið út. Meðal efnis er viðtal við Atla Harðarson, fréttir af málþingi og örnámskeiðum í heimspeki, tenglar inn á heimspekileiki og þrautir á internetinu. Að venju eru líka tenglar inn á kennsluseðla í Verkefnabanka Heimspekitorgsins og að þessu sinni er áherslan á upphitunaræfingar og einfalt samræðuform sem hægt er að leggja fyrir nemendur í minni hópum.

Málþing um barnaheimspeki 13. október 2012

Laugardaginn 13. október 2012 verður efnt til málþings um barnaheimspeki í Verzlunarskóla Íslands, en þar munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Þeir sem hyggjast mæta eru vin­samlegast beðnir um að skrá sig í gegnum netfangið heimspeki­kennarar@gmail.com svo hægt sé að áætla þær léttu veitingar sem boðið verður upp á í matarhléinu.

Continue reading Málþing um barnaheimspeki 13. október 2012

Vísindavefurinn leitar samstarfs

Félagi heimspekikennara barst bréf frá Henry Alexander Henryssyni sem starfar í haust sem gestafræðimaður hjá Vísindavef Háskóla Íslands. Henry Alexander hefur áhuga á að stækka heimspekihluta Vísindavefsins og kallar eftir samstarfi við heimspekikennara við þá uppbyggingu. Í bréfi sem við birtum hér að neðan biður hann kennara sem hafa nýtt Vísindavefinn í kennslu eða hafa áhuga á að gera það að koma til samstarfs um uppbyggingu á spurningum og svörum um heimspekileg efni. Einnig óskar hann eftir hugmyndum um hvernig hægt sé að nýta Vísindavefinn í kennslu. Heimspekitorgið veit til þess að heimspekikennarar hafa nýtt efni á Vísindavefnum með nemendum og við hvetjum viðkomandi til að setja sig í samband við Henry. Continue reading Vísindavefurinn leitar samstarfs

Heimspeki og fjölmenning: nýtt námsefni

Út var að koma bókin Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki. Höfundur er Jóhann Björnsson en um myndskreytingu sá Björn Jóhannsson 19 ára gamall nemi í bifreiðasmíði.

Bókin fjallar um ýmsa þætti fjölmenningarsamfélagsins með heimspekilegum hætti. Í henni má finna efni sem hentar fólki á öllum aldrei, börnum, unglingum og fullorðnum. Hún samanstendur af sex köflum sem hver um sig hefur ákveðið þema og eru kaflaheitin þessi: 1. Hverjir eiga heiminn? 2. Hvað er besta tungumál í heimi? 3. Af hverju eru ekki allir eins á litinn? 4. Hvað er í matinn? 4. Hvað með guð? 5. Eru allir útlendingar?

Myndir úr bókinni og nánari upplýsingar má nálgast á Sísýfos heimspekismiðju.

Námskeið fyrir kennara

Laugardaginn 22. september hefst námskeiðið Heimspeki í skólastarfi. Kennarar eru Hreinn Pálsson og Brynhildur Sigurðardóttir. Námskeiðið hefst með heils dags dagskrá þar sem farið verður yfir grundvallaratriði í barnaheimspeki og samræðuþjálfun. Í kjölfar þessa námskeiðsdags verða síðan mánarlegir fundir þar sem haldnar verða samræðuæfingar. Námskeiðið er ætlað starfandi kennurum og uppbyggt þannig að þátttakendur fái sem mesta þjálfun í samræðu og samræðustjórnun. Námskeiðið kostar 15.000 krónur og skráning fer fram á heimasíðu Klifsins, skapandi fræðsluseturs.

Málþing um barnaheimspeki – auglýst eftir erindum

Félag heimspekikennara hefur í samvinnu við verkefni um eflingu gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum hafið undirbúning að málþingi um barnaheim­speki sem haldið verður laugardaginn 13. október nk. í Verzlunarskóla Íslands. Á málþinginu munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu. Stjórn Félags heimspekikennara tekur nú við tillögum að örfyrirlestrum sem fluttir verða á málþinginu. Hugmyndir og lýsingar á erindum má senda stjórn félagsins.

Continue reading Málþing um barnaheimspeki — auglýst eftir erindum

Athugasemdir til Mennta- og menningarmálaráðuneytis

Námskrárhópur Félags heimspekikennara hefur sent athugasemdir varðandi námsgreinahluta nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Bréf hópsins er skýrt og greinargott og þar eru gerðar tvær megin athugasemdir: 1) Að samræmi sé gætt í ólíkum hlutum námskrárinnar við notkun á hugtökunum heimspeki og siðfræði, 2) að hugtakið samræða sé betur skilgreint í námskránni. Félagið þakkar námskrárhópnum vel unnin störf og vonast til að ráðuneytið bregðist við athugasemdunum eins og kallað er eftir.

Continue reading Athugasemdir til Mennta- og menningarmálaráðuneytis