Laugardaginn 20. maí er námskeið í Garðaskóla á vegum Félags heimspekikennara. Breski heimspekikennarinn Jason Buckley leiðbeinir kennurum um hvernig þeir geta innleitt heimspekileg viðfangsefni og samræðu í daglega kennslu. Buckley er hress og býr til mjög flott kennsluefni, kallar sig Philosophy Man og er með vefinn: http://www.thephilosophyman.com/.
Námskeiðið kostar 10.000 krónur og stendur yfir milli kl. 9-16. Matur er innifalinn.
Ráðstefna um heimspekileg viðfangsefni Kristjáns Kristjánssonar, 29. apríl 2017
Staður: Háskóli Íslands, stofa 101 í Odda
Tími: 29. apríl 2017, kl. 9:30-18:00
Ráðstefna verður haldin við Háskóla Íslands um heimspekileg viðfangsefni Kristjáns Kristjánssonar prófessors við Háskólann í Birmingham þann 29. apríl 2017. Fjallað verður um ólíka þætti í heimspeki Kristjáns, efni sem tengjast henni eða efni í siðfræði eins og fagmennsku eða siðfræði menntunar.
Kristján hefur skrifað mest um siðfræði frá því að hann hóf störf sem lektor í heimspeki við Háskólann á Akureyri árið 1991 og verið mjög afkastamikill. Hann hefur gefið út þrjú ritgerðasöfn á íslensku og sjö bækur á ensku. Fyrsta bók hans á ensku fjallaði um stjórnmálaheimspeki og sú nýjasta um skapgerðamennt Aristótelesar. Fjórar þeirra eru um geðshræringar og tilfinningar með ólíkum hætti. Ein þeirra segir frá jákvæðri sálfræði og setur hann fram hófsama gagnrýni á hana.
Í heimspeki Kristjáns eru margir þættir. Hann skrifaði snemma mikilvæga ritgerð um nytjastefnu á íslensku og síðar beitti hann nytjastefnu til að fjalla um geðshræringar. Hluthyggja hefur verið þáttur í heimspeki Kristjáns frá upphafi og hann hefur alltaf beitt þeirri aðferð í heimspeki sem hefur verið nefnd rökgreining. Á seinni árum hefur hann mest fjallað um Aristóteles og kenningu hans um dygðir og skapgerð. Það er óhætt að segja að hann sé orðinn leiðandi í heiminum í túlkun skapgerðarkenningar Aristótelesar með nýjustu bók sinni frá árinu 2015.
Ráðstefnan verður haldin á vegum Siðfræðistofnunar, Háskólans á Akureyri og Menntavísindasviðs.
Dagskrá ráðstefnunar má sjá hér til hliðar og opna á PDF-sniði hér.
Onora O’NeillNæsta kvenhheimspekingakaffi verður tileinkað Onoru O’Neill en það er Salvör Nordal sem kynnir hana næsta fimmtudag, 27. mars., kl. 15 í Árnagarði stofu 301.
Onora O’Neill er fædd á Norður Írland og á að baki glæsilegan akademískan feril. Hú stundaði nám við Oxford háskóla og Harvard háskóla þaðan sem hún lauk doktorsnámi undir leiðsögn hins merka stjórnmálaheimspekings John Rawls. Hún hefur kennt við fjölmarga háskóla í Bretlandi og Bandaríkjunum m.a. kennt um árabil við Cambridge háskóla. Þá hefur hún gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum og verið fulltrúi í bresku lávarðadeildinni frá 1999. Continue reading Kvenheimspekingakaffi: Onora O’Neill — 27. mars, kl. 15 í Árnagarði 301
Dagana 14.-15. mars verður Hugvísindaþing haldið í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Heimspekitorgið vill vekja athygli heimspekinga á ráðstefnunni og sérstaklega á eftirfarandi málstofum Continue reading Málstofur um heimspeki á Hugvísindaþingi
Verið velkomin í Kvenheimspekingakaffi á fimmtudag, 13. mars, kl. 15 í Árnagarði 301.
Jón Ragnar Ragnarsson mun fjalla um heimspeki Mariu Zambrano.
Maria Zambrano fæddist árið 1901 í Velez, Malaga á Spáni. Zambrano var merkur heimspekingur og rithöfundur sem lét eftir sig mikið safn rita. Hún tók virkan þátt í starfi lýðræðissinna á tímum borgarastyrjaldarinnar og fluttist úr landi eftir að falangistar komust til valda árið 1939. Zambrano flutti ekki aftur heim til Spánar fyrr en eftir 45 ára útlegð í Mexíkó, Puerto Rico, Kúbu, Ítalíu og víðar. Skrif hennar eru nátengd reynslu hennar í borgarastríðinu og þeirri atburðarrás sem fylgdi í kjölfarið. Aðskilnaður við vini og fjölskyldu, fátækt og veikindi reyndust henni innblástur í heimspekinni sem hún gagnrýndi fyrir að hafa glatað tengslum við veruleikann. Zambrano fékk Cervantes verðlaunin árið 1988. Continue reading Kvenheimspekingakaffi — Heimspeki Mariu Zambrano
Föstudaginn 7. mars kl. 15:00 stendur MenntaMiðja fyrir vinnustofu sem ber yfirskriftina „Virðing í netmiðlum“ í stofu H-201 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð.
Stjórnandi er Kristian Guttesen, sem sótti ráðstefnu um efnið á vegum Pestalozzi áætlunar Evrópuráðsins í nóvember sl. Pestalozzi ráðstefnur eru ætlaðar til að stuðla að starfsþróun skólafólks með því að bjóða útvöldum kennurum og öðru skólafólki tækifæri til að kynnast því nýjasta sem er að gerast á tilteknum sviðum sem tengjast námi og kennslu. Continue reading „Virðing í netmiðlum“ – Vinnustofa
Sumarið 2012 vann Kristian Guttesen átaksverkefni fyrir Vinnumálastofnun sem starfsmaður Heimspekistofnunar Háskóla Íslands. Verkefni fól í sér gerð kennslu- og kynningarefnis um heimspeki fyrir elstu bekki grunnskóla. Efnið byggði meðal annars á verkefnum sem hann vann ásamt Ylfu Jóhannesdóttur í Háskóla unga fólksins þá um sumarið. Markmið verkefnisins var að setja saman sjálfstæða kynningarpakka um þætti úr fræðum heimspekinnar. Continue reading Kynningarefni um heimspeki
Mánudaginn 3. mars 2014 kl. 20:00 í ReykavíkurAkademíunni munu Félag áhugamanna um heimspeki og Félag heimspekikennara standa fyrir málfundi um námsmarkið og námsmat.
Atli Harðarson mun flytja stutt erindi um hugmyndir um námsmarkmið í aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011, þar sem fjallað verður um spennu eða togstreitu milli tvenns konar hugmynda eða námskrárhefða.
Elsa Haraldsdóttir mun fjalla um siðfræði í nýrri aðalnámsskrá með áherslu á grunnskóla, út frá heimspekikennslu og í tengslum við gagnrýna hugsun og siðfræði.
Hvenær hefst þessi viðburður: 18. febrúar 2014 – 20:00
Nánari staðsetning: Bíó Paradís
Salvör Nordal heimspekingur verður með kaffihúsaspjall í notalegri kaffiaðstöðu Bíó Paradísar eftir sýningu ítölsku kvikmyndarinnar Miele eða Hunang eftir Valeriu Golino. Myndin veltir upp áleitnum spurningum varðandi líknardráp en aðalpersóna myndarinnar Irene, með starfsheitið Hunang, vinnur á svörtum markaði líknardrápa.
Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar frá 2001 og hefur haldið fjölda námskeiða um siðfræði heilbrigðisþjónustu og þau vandamál sem heilbrigðisstarfsmenn og langveikir kljást við. Þar hefur sérstaklega verið fjallað um líknardráp en umræða um lögleiðingu þeirra í nágrannalöndum okkar hefur farið hátt.