Kvenheimspekingakaffi – Heimspeki Mariu Zambrano

Maria Zambrano
Verið velkomin í Kvenheimspekingakaffi á fimmtudag, 13. mars, kl. 15 í Árnagarði 301.
Jón Ragnar Ragnarsson mun fjalla um heimspeki Mariu Zambrano.

Maria Zambrano fæddist árið 1901 í Velez, Malaga á Spáni. Zambrano var merkur heimspekingur og rithöfundur sem lét eftir sig mikið safn rita. Hún tók virkan þátt í starfi lýðræðissinna á tímum borgarastyrjaldarinnar og fluttist úr landi eftir að falangistar komust til valda árið 1939. Zambrano flutti ekki aftur heim til Spánar fyrr en eftir 45 ára útlegð í Mexíkó, Puerto Rico, Kúbu, Ítalíu og víðar. Skrif hennar eru nátengd reynslu hennar í borgarastríðinu og þeirri atburðarrás sem fylgdi í kjölfarið. Aðskilnaður við vini og fjölskyldu, fátækt og veikindi reyndust henni innblástur í heimspekinni sem hún gagnrýndi fyrir að hafa glatað tengslum við veruleikann. Zambrano fékk Cervantes verðlaunin árið 1988. Continue reading Kvenheimspekingakaffi — Heimspeki Mariu Zambrano

„Virðing í netmiðlum“ – Vinnustofa


Föstudaginn 7. mars kl. 15:00 stendur MenntaMiðja fyrir vinnustofu sem ber yfirskriftina „Virðing í netmiðlum“ í stofu H-201 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð.

Stjórnandi er Kristian Guttesen, sem sótti ráðstefnu um efnið á vegum Pestalozzi áætlunar Evrópuráðsins í nóvember sl. Pestalozzi ráðstefnur eru ætlaðar til að stuðla að starfsþróun skólafólks með því að bjóða útvöldum kennurum og öðru skólafólki tækifæri til að kynnast því nýjasta sem er að gerast á tilteknum sviðum sem tengjast námi og kennslu. Continue reading „Virðing í netmiðlum“ – Vinnustofa

Kynningarefni um heimspeki

Sumarið 2012 vann Kristian Guttesen átaksverkefni fyrir Vinnumálastofnun sem starfsmaður Heimspekistofnunar Háskóla Íslands. Verkefni fól í sér gerð kennslu- og kynningarefnis um heimspeki fyrir elstu bekki grunnskóla. Efnið byggði meðal annars á verkefnum sem hann vann ásamt Ylfu Jóhannesdóttur í Háskóla unga fólksins þá um sumarið. Markmið verkefnisins var að setja saman sjálfstæða kynningarpakka um þætti úr fræðum heimspekinnar. Continue reading Kynningarefni um heimspeki

Málfundur um námsmarkmið og námsmat

Mánudaginn 3. mars 2014 kl. 20:00 í ReykavíkurAkademíunni munu Félag áhugamanna um heimspeki og Félag heimspekikennara standa fyrir málfundi um námsmarkið og námsmat.

Atli Harðarson mun flytja stutt erindi um hugmyndir um námsmarkmið í aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011, þar sem fjallað verður um spennu eða togstreitu milli tvenns konar hugmynda eða námskrárhefða.

Elsa Haraldsdóttir mun fjalla um siðfræði í nýrri aðalnámsskrá með áherslu á grunnskóla, út frá heimspekikennslu og í tengslum við gagnrýna hugsun og siðfræði.

Eftir erindin verða opnar umræður.

Salvör Nordal í kaffihúsaspjalli í Bíó Paradís

Hvenær hefst þessi viðburður: 18. febrúar 2014 – 20:00
Nánari staðsetning: Bíó Paradís

Salvör Nordal heimspekingur verður með kaffihúsaspjall í notalegri kaffiaðstöðu Bíó Paradísar eftir sýningu ítölsku kvikmyndarinnar Miele eða Hunang eftir Valeriu Golino. Myndin veltir upp áleitnum spurningum varðandi líknardráp en aðalpersóna myndarinnar Irene, með starfsheitið Hunang, vinnur á svörtum markaði líknardrápa.

Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar frá 2001 og hefur haldið fjölda námskeiða um siðfræði heilbrigðisþjónustu og þau vandamál sem heilbrigðisstarfsmenn og langveikir kljást við. Þar hefur sérstaklega verið fjallað um líknardráp en umræða um lögleiðingu þeirra í nágrannalöndum okkar hefur farið hátt.

Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu

Í vorhefti tímaritsins Uppeldi og menntun á þessu ári birtist grein eftir Kristian Guttesen undir heitinu „Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu“. Þetta hefti hefur nú verið gert aðgengilegt á Skemmunni og Tímarit.is, og hefur höfundur því brugðið á það ráð að gera greinina aðgengilega á vefsvæðinu Academia.edu.
Continue reading Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu

Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans

Mánudaginn 9. desember, kl. 20 í Hannesarholti, Grundarstíg 10

Ykkur er boðið til samtals um heimspeki á vegum Hannesarholts, Félags áhugamanna um heimspeki og Háskólaútgáfunnar í tengslum við útgáfu bókar Sigríðar Þorgeirsdóttur prófessors; Dagbók 2014: Árið með heimspekingum.

Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans

Svo virðist sem hugðarefni margra kvenheimspekinga séu og hafi verið á skjön við ýmis ráðandi stef í kenningum karl-heimspekinga. Í framsögu sinni veltir Sigríður Þorgeirsdóttir upp þeirri spurningu hvort saga vestrænnar heimspeki sé á einhvern hátt öðruvísi þegar hún er sögð í ljósi kvennanna sem lagt hafa stund á heimspeki í gegnum tíðina. Hugsuðu þær á einhvern hátt öðruvísi?
Continue reading Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans

Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum

Dagbók 2014 - Árið með heimspekingumÚtgáfufagnaður í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, miðvikudaginn 4. desember, kl. 17.

Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum eftir Sigríði Þorgeirsdóttur prófessor er í senn dagbók/dagatal fyrir árið 2014 og saga margra helstu kvenheimspekinga allt frá fornöld til samtímans.

Bókin er hugsuð sem dagbók á skrifborði eða ferðafélagi í tösku. Fyrir hverja viku dregur Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor, upp leiftrandi myndir af þessum huldu hetjum heimspekinnar sem hafa löngum verið „gleymdar“ og ekki metnar að verðleikum. Þeirra viska – sem oft er á skjön við ráðandi visku karlheimspekinganna – er veganesti fyrir hverja viku ársins.
Continue reading Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum