Af aðalfundi Félags heimspekikennara, 27. okt 2018

Aðalfundur Félags heimspekikennara fór fram á Kaffi Laugalæk í dag. Kosin var ný stjórn, en hana skipa:

Skúli Pálsson, formaður
Valur B. Antonsson, varaformaður
Katrín Pálmadóttir Þorgerðardóttir, ritari
Kristian Guttesen, gjaldkeri
Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, meðstjórnandi
Ragnheiður Eiríksdóttir, meðstjórnandi

Varamenn í stjórn:

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Nanna Hlín Halldórsdóttir

Ráðgert er að félagið standi fyrir málþingi um heimspekilega nálgun á samfélagsfræði í febrúar 2019. Fleiri viðburðir eru í burðarliðnum og er einnig gert ráð fyrir að boðið verði upp námskeið fyrir heimspekikennara á vorönn 2019.

Ný stjórn hlakkar til starfsársins og verða færðar nánari fréttir af starfinu síðar.