Námskeið: Innleiðing heimspekilegrar samræðu í daglega kennslu

Jason Buckley - The Philosophy ManLaugardaginn 20. maí er námskeið í Garðaskóla á vegum Félags heimspekikennara. Breski heimspekikennarinn Jason Buckley leiðbeinir kennurum um hvernig þeir geta innleitt heimspekileg viðfangsefni og samræðu í daglega kennslu. Buckley er hress og býr til mjög flott kennsluefni, kallar sig Philosophy Man og er með vefinn: http://www.thephilosophyman.com/.

Námskeiðið kostar 10.000 krónur og stendur yfir milli kl. 9-16. Matur er innifalinn.

Skráning fer fram í gegnum netfangið heimspekikennarar@gmail.com.