Norræn samtök um heimspekilega ráðgjöf, sem Félag heimspekikennara er aðili að, halda níundu ráðstefnu sína í. Helsinki, dagana 3.-5. maí 2019. Ráðstefnan sjálf er haldin 4.-5. maí, en á föstudeginum, 3. maí, er haldin vinnustofa undir handleiðslu Guro Hansen Helskog, undir yfirskriftinni The Dialogos approach to pedagogical philosophical practice. Þessi vinnustofa rúmar aðeins 16 þátttakendur og því er mikilvægt að skrá sig í tæka tíð ætli einhver að sækja ráðstefnuna heim.
Þema ráðstefnunnar er heimspekiiðkun og menntun (e. Philosophical Practice and Education), en hér má lesa lýsingu hennar á ensku, þar sem kallað er eftir ráðstefnuerindum og gefin nánari lýsing á lokuðu vinnustofunni: Call-for-Papers_9th-Nordic-Conference-on-Philosophical-Practice.pdf
Author: Kristian Guttesen
Nýárskveðja
Stjórn Félagsheimspekikennara óskar félagsmönnum og samstarfsaðilum farsældar á nýju ári. Margt spennandi er á döfinni og hlökkum við til að takast á við þau verkefni sem bíða okkar á árinu.
Norræn samtök um heimspekilega ráðgjöf, sem Félag heimspekikennara er aðili að, halda níundu ráðstefnu sína, í Helsinki dagana 3.-5. maí 2019. Ráðstefnan verður auglýst nánar á Fb síðu samtakanna og munum við líka segja frá henni í væntanlegu fréttabréfi þegar nær dregur.
Fyrsti viðburður ársins verður fræðsluerindi Guðrúnar Hólmgeirsdóttur sem kynnir kennslubækur sínar í heimspeki. Greint er frá viðburðinum í nýjasta fréttabréfi Félags heimspekikennara (nr. 18, janúar 2019). Hér má svo lesa viðtal við Guðrúnu sem birtist á Heimspekitorginu sumarið 2013.
Gleðilegt árið!
Mynd: Rammi úr myndinni Ghostwalk e. Gunnhildi Unu Jónsdóttur
Fréttabréf heimspekikennara komið út að nýju
Hér birtist nýtt Fréttabréf heimspekikennara. Efst til vinstri (þegar fréttabréfið opnast) er hægt að skrá sig á póstlistann, en einnig er hægt að gerast áskrifandi að fréttabréfinu hér á Heimspekitorginu.
Fram skal tekið að það er alltaf auðvelt að segja upp áskrift að fréttabréfinu og í hverju tölublaði fylgja upplýsingar um hvernig gera megi það.
Við vonumst til að þessu framtaki verði vel tekið og að félagsmenn sendi okkur efni og/eða ábendingar um hvaðeina sem lýtur að viðfangsefni félagsins. Senda má efni og ábendingar á netfangið heimspekikennarar@gmail.com
Ráðgert er að næsta tölublað fréttabréfsins komi út eftir áramót. Hægt er að lesa nýja tölublaðið, sem er hið 17. í röðinni, með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Njótið lestrarins!
Endurvekjum Fréttabréf heimspekikennara
Á árunum 2012-2013 kom Fréttabréf heimspekikennara reglulega út. Okkur langar að endurvekja það og senda út eitt tölublað fyrir jól 2018 og annað eftir áramót. Síðan munum við taka afstöðu til framhaldsins. Með því að smella á hlekkinn hér að ofan er hægt að skoða eldri tölublöð.
Nú viljum við kalla eftir efni. Okkur langar að heyra hvað félagsmenn okkar eru að fást við. Sendið okkur örstutta línu á netfangið heimspekikennarar@gmail.com, þar sem þið greinið frá ykkar starfi. Eins, megið þið segja frá áhugaverðum póstlistum, greinum og/eða kennsluefni sem þið kunnið að hafa rekist á.
Við reiknum með að senda út fyrsta nýja tölublaðið þ. 1. desember 2018. Hlökkum til að heyra frá okkur og vonumst eftir jákvæðum viðbrögðum.
Kv. Stjórnin
Hvernig er best fyrir kennara að spilla nemendum sínum?
Um viðfangsefni í heimspekitímum
Miðvikudagskvöldið 14. nóvember 2018, kl. 19, heldur Jóhann Björnsson heimspekikennari og doktorsnemi í menntunarfræðum opið fræðsluerindi á vegum Félags heimspekikennari, þar sem hann hyggst kynna útgefnar kennslubækur sínar og aðferðir til að beita þeim í skólastofunni.
Viðburðurinn fer fram í Iðu Zimsen, Vesturgötu 2a, og er opinn öllum kennurum og áhugafólki um heimspeki sem kennsluaðferð.
Hér má skoða viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/1990839334302979/
Endilega merkið við „Going“ og deilið honum sem víðast!
Af aðalfundi Félags heimspekikennara, 27. okt 2018
Aðalfundur Félags heimspekikennara fór fram á Kaffi Laugalæk í dag. Kosin var ný stjórn, en hana skipa:
Skúli Pálsson, formaður
Valur B. Antonsson, varaformaður
Katrín Pálmadóttir Þorgerðardóttir, ritari
Kristian Guttesen, gjaldkeri
Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, meðstjórnandi
Ragnheiður Eiríksdóttir, meðstjórnandi
Varamenn í stjórn:
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Nanna Hlín Halldórsdóttir
Ráðgert er að félagið standi fyrir málþingi um heimspekilega nálgun á samfélagsfræði í febrúar 2019. Fleiri viðburðir eru í burðarliðnum og er einnig gert ráð fyrir að boðið verði upp námskeið fyrir heimspekikennara á vorönn 2019.
Ný stjórn hlakkar til starfsársins og verða færðar nánari fréttir af starfinu síðar.
Norræn ráðstefna um praktíska heimspeki, 9.-10. júní 2017
Dagana 9.-10. júní stendur Félag heimspekikennara að norrænni ráðstefnu um praktíska heimspeki. Á ráðstefnunni verða haldnar gagnvirkar vinnustofur og fara þær allar fram á ensku.
Ráðstefnan, sem haldin verður á ensku, fer fram í húsakynnum Landakotsskóla, Túngötu 15 í Reykjavík, og er aðgangur að henni ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig á skráningarsíðu ráðstefnunnar: https://heimspekitorg.is/events/the-7th-nordic-conference-on-philosophical-practice/
Dagskrá ráðstefnunnar verður sem hér segir:
Föstudagurinn 9. júní
kl. 16:30 – Ólafur Páll Jónsson – inngangsfyrirlestur:
Humanity as a layer: What is below?
kl. 17:15 Michael Noah Weiss – aðalfyrirlestur:
A Stoic imagery exercise about universal nature
kl. 18:00 – léttar veitingar
Laugardagurinn 10. júní
kl. 10:00 – Hildigunnur Sverrisdóttir – aðalfyrirlestur:
Philosophy and man-made environment
kl. 11:00 – kaffihlé
kl. 11:15 – Einar Kvaran – Philosophy, nature and flattery
kl. 12:15 – matarhlé
kl. 13:00 – Sigríður Þorgeirsdóttir – aðalfyrirlestur:
Philosophical practice and experiential, embodied knowledge.
Reflections on Eugene Gendlin´s method of philosophical practice
kl. 14:15 – kaffihlé
kl. 14:30 – Elsa Haraldsdóttir – Natural philosopher
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –
kl. 15:30 – Farið í gönguferð
kl. 19:00 – Kvöldverður á Reykjanesskaga
Námskeið: Innleiðing heimspekilegrar samræðu í daglega kennslu
Laugardaginn 20. maí er námskeið í Garðaskóla á vegum Félags heimspekikennara. Breski heimspekikennarinn Jason Buckley leiðbeinir kennurum um hvernig þeir geta innleitt heimspekileg viðfangsefni og samræðu í daglega kennslu. Buckley er hress og býr til mjög flott kennsluefni, kallar sig Philosophy Man og er með vefinn: http://www.thephilosophyman.com/.
Námskeiðið kostar 10.000 krónur og stendur yfir milli kl. 9-16. Matur er innifalinn.
Skráning fer fram í gegnum netfangið heimspekikennarar@gmail.com.
Geðshræringar, skapgerð, sjálf og frelsi: Ráðstefna um heimspekileg viðfangsefni Kristjáns Kristjánssonar, 29. apríl
Staður: Háskóli Íslands, stofa 101 í Odda
Tími: 29. apríl 2017, kl. 9:30-18:00
Ráðstefna verður haldin við Háskóla Íslands um heimspekileg viðfangsefni Kristjáns Kristjánssonar prófessors við Háskólann í Birmingham þann 29. apríl 2017. Fjallað verður um ólíka þætti í heimspeki Kristjáns, efni sem tengjast henni eða efni í siðfræði eins og fagmennsku eða siðfræði menntunar.
Kristján hefur skrifað mest um siðfræði frá því að hann hóf störf sem lektor í heimspeki við Háskólann á Akureyri árið 1991 og verið mjög afkastamikill. Hann hefur gefið út þrjú ritgerðasöfn á íslensku og sjö bækur á ensku. Fyrsta bók hans á ensku fjallaði um stjórnmálaheimspeki og sú nýjasta um skapgerðamennt Aristótelesar. Fjórar þeirra eru um geðshræringar og tilfinningar með ólíkum hætti. Ein þeirra segir frá jákvæðri sálfræði og setur hann fram hófsama gagnrýni á hana.
Í heimspeki Kristjáns eru margir þættir. Hann skrifaði snemma mikilvæga ritgerð um nytjastefnu á íslensku og síðar beitti hann nytjastefnu til að fjalla um geðshræringar. Hluthyggja hefur verið þáttur í heimspeki Kristjáns frá upphafi og hann hefur alltaf beitt þeirri aðferð í heimspeki sem hefur verið nefnd rökgreining. Á seinni árum hefur hann mest fjallað um Aristóteles og kenningu hans um dygðir og skapgerð. Það er óhætt að segja að hann sé orðinn leiðandi í heiminum í túlkun skapgerðarkenningar Aristótelesar með nýjustu bók sinni frá árinu 2015.
Ráðstefnan verður haldin á vegum Siðfræðistofnunar, Háskólans á Akureyri og Menntavísindasviðs.
Dagskrá ráðstefnunar má sjá hér til hliðar og opna á PDF-sniði hér.
Kvenheimspekingakaffi: Onora O’Neill – 27. mars, kl. 15 í Árnagarði 301
Næsta kvenhheimspekingakaffi verður tileinkað Onoru O’Neill en það er Salvör Nordal sem kynnir hana næsta fimmtudag, 27. mars., kl. 15 í Árnagarði stofu 301.
Onora O’Neill er fædd á Norður Írland og á að baki glæsilegan akademískan feril. Hú stundaði nám við Oxford háskóla og Harvard háskóla þaðan sem hún lauk doktorsnámi undir leiðsögn hins merka stjórnmálaheimspekings John Rawls. Hún hefur kennt við fjölmarga háskóla í Bretlandi og Bandaríkjunum m.a. kennt um árabil við Cambridge háskóla. Þá hefur hún gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum og verið fulltrúi í bresku lávarðadeildinni frá 1999. Continue reading Kvenheimspekingakaffi: Onora O’Neill — 27. mars, kl. 15 í Árnagarði 301