Heimspeki með börnum er stunduð víða í íslenskum menntastofnunum. Hverjir geta ástundað hana? Hvaða þekkiungu þarf leiðbeinandinn að hafa? Hvað er heimspeki með börnum? Á hún heima í skólastofunni eða utan skólans? Slíkar spurningar eru meðal viðfangsefni Félags heimspekikennara. Í grein sinni Eru börn heimspekingar? reynir Kristian Guttesen að varpa ljósi á sumar af þessum spurningum.
Þann 15. febrúar hélt Jón Thoroddsen fræðsluerindi á vegum Félags heimspekikennara um kenslóbók sína, Gagnrýni og gaman. Viðburðurinn var fjölsóttur og þótti fundargestum fróðlegt að hlusta á lýsingu Jóns á bókinni, sem hann sagði vera sögu kennara, þróun aðferðar og leiðbeiningar um beitingu hennar.
Fjórði viðburður ársins er eins dags námskeið á vegum Félags heimspekikennara og rannsóknaverkefnisins Líkamleg gagnrýnin hugsun. Donata Scheller kynnir kenningar um og aðferðir líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar, en áhersla verður lögð á verklegar æfingar sem byggja á þeirri aðferðafræði sem hefur verið þróuð til að virkja, þjálfa og iðka líkamlega gagnrýna hugsun. Námskeiðið fer fram 30. mars 2019, kl. 9:30-17:00 í Odda 106 Háskóla Íslands. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður en þátttaka er ókeypis.
Greint er frá viðburðinum í nýjasta fréttabréfi Félags heimspekikennara (nr. 20, mars 2019).