Að beita aðferðum heimspekinnar í samfélagsfræði – og íslenskukennslu

Langar þig stundum til þess að breyta til og brjóta upp kennslustundirnar? Langar þig til þess að efla skapandi og gagnrýna hugsun í því fagi sem þú kennir? langar þig til að hvetja nemendur þína til að rökræða námsefnið? Viltu næra undrun nemenda þinna?

Félag heimspekikennara heldur námskeið um það hvernig nota megi aðferðir heimspekinnar í kennslustundum í íslensku og samfélagsfræði. Leiðirnar sem kynntar verða eru auðveldar í framkvæmd og tilvaldar til þess að auka fjölbreytnina í skólastarfi og geta þær tekið þann tíma sem hver kennari vill.

Þótt fyrst og fremst sé horft til kennara í íslensku og samfélagsgreinum eru allir kennarar velkomnir enda má yfirfæra viðfangsefni námskeiðiðins yfir á fleiri greinar en íslensku og samfélagsfræði.

Staður og tími: Réttarholtsskóli við Réttarholtsveg, þriðjudaginn 20. ágúst kl. 09.00-12.00.

Kennari: Jóhann Björnsson kennari við Réttarholtskóla og doktorsnemi í heimspeki með börnum og unglingum

Þátttökugjald: 5.000 kr.

Þátttaka tilkynnist til Jóhanns Björnssonar, í tölvupósti á johannbjo@gmail.com

Þátttaka er staðfest með því að greiða námskeiðsgjaldið:

kt. 671296-3549
rn. 140-26-000584

___________


Félag heimspekikennara er fagfélag kennara á öllum skólastigum. Það vinnur að ýmsum verkefnum með það fyrir augum að efla heimspekikennslu á öllum skólastigum. Sjá nánar um félagið , tilgang þess og sögu, á eftirfarandi upplýsingasíðu.