Vinnustofa fyrir kennara í gagnrýninni hugsun í öllum fræðigreinum

Námskeið á vegum verkefnisins „Líkamleg gagnrýnin hugsun“ í samstarfi við Félag heimspekikennara

Líkamleg gagnrýnin hugsun 

Eins dags vinnustofa fyrir kennara í gagnrýninni hugsun í öllum fræðigreinum

Hvenær: Laugardagur 30. mars 2019, 9:30–17:30
Hvar: Odda 106, Háskóla Íslands

Líkamleg gagnrýnin hugsun (www.ect.hi.is) er rannsóknarverkefni sem heimspekingar og mannfræðingar við Háskóla Íslands, Árhúsarháskóla, Háskólann í Koblenz, Stony Brook Háskóla og Rannsóknarstofu ör-fyrirbærafræði í París hafa komið á laggirnar. 

Kenningar um og aðferðir líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar byggja á hvarfinu að líkamanum en það felst í því að gangast við þekkingarfræðilegri virkni þeirrar for-ætlandi sem býr að baki í tilfinningum, líkamlegri og reynslubundinni hugsun. Rannsóknir á samspili hugar og líkama í hugsun sýna hvernig hægt er að sigrast á grundvallarklofningi varðandi tilurð þekkingar sem hefur einkennt kartesíska hugsun í rannsóknum og kennsluháttum allt fram til dagsins í dag.

Í vinnustofunni verða kenningar um líkamlega gagnrýna hugsun kynntar stuttlega, en megin áhersla verður lögð á verklegar æfingar sem byggja á þeirri aðferðafræði sem hefur verið þróuð til þess að virkja, þjálfa og iðka líkamlega gagnrýna hugsun. Undirstöðuatriði „Hugsað á brúninni“ („Thinking at the Edge“), aðferðar sem Eugene Gendlin þróaði við Háskólann í Chicago verða kynnt.

  Klasi 1: Að virkja skynjun („felt sense“, „felt meaning“) á/tilfinningu fyrir úrlausnarefni, málefni, verkefni eða spurningu. Að skoða og æfa þá endurómun/svörun sem finna má í tengslum á milli skynjunar á/tilfinningar fyrir merkingu og táknunar/framsetningar. Að verða fær um að setja í orð meira af þeirri nákvæmni sem býr í margslunginni undirliggjandi líkamnaðri þekkingu (eða margslunginni undirliggjandi þekkingu sem býr í líkamanum?). Að gera tilraunir með reynslubundna nákvæmni.
  Klasi 2: Að hugsa með flókinni lifaðri reynslu. Reynslubundin tenging sem bylgjuvíxlun (e. diffraction), ekki samanburður. Uppbygging aðleiðslu. Reynslu- og aðstæðubundinn skilningur sem „linsur“ sem við horfum í gegnum þegar við hugsum.

Donata Schoeller mun leiða námskeiðið en hún er lektor í heimspeki við Háskólann í Koblenz og gestaprófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum fæst hún við líkamlegar nálganir á hugsun og þekkingu á grunni túlkunarfræði, fyrirbærafræði, málspeki, pragmatisma og út frá sálmeðferðarlegum sjónarmiðum sem og rannsóknum hugarfræði. Meðal bóka hennar eru Close Talking: Erleben zu Sprache bringen (De Gruyter 2019), Saying What We Mean, (útgefið ásamt Ed Casey), (Northwestern University Press) og Thinking Thinking, útgefið ásamt Vera Saller, (Alber Verlag). Þá hefur hún þýtt meginverk Eugene Gendlins í heimspeki, A Process Model á þýsku. Donata Schoeller birtir reglulega greinar í alþjóðlegum tímaritum eins og Continental Philosophy Review, Mind and Matter, Nietzsche Studien og Deutsche Zeitschrift für Philosophie. Hún er þjálfari í líkamlegri gagnrýnni hugsun, Focusing og Hugsað-á-brúninni, sem hún kennir við háskóla víða um heim. Hún hlaut þjálfun hjá Claire Petitmengin í „Elicitation“-aðferð líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar og er þátttakandi í rannsóknarstofu hennar í ör-fyrirbærafræði í París.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Áhugasamir skrái sig með því að senda tölvupóst á sth123@hi.is