Gagnrýni og gaman

Félag heimspekikennara er fagfélag kennara á öllum skólastigum. Tilgangur þess er m.a. að efla samstarf heimspekikennara og þeim sem starfa við æskulýðsstarf á öðrum vettvangi,  m.a. með því að vera vettvangur fyrir skoðanaskipti um heimspekikennslu, að vinna að eflingu heimspekikennslu hérlendis og að hafa forgöngu um endurmenntunarnámskeið og aðra fræðslustarfsemi  eftir því sem við á.

Þann 9. janúar sl. hélt Guðrún Hólmgeirsdóttir fræðsluerindi á vegum Félags heimspekikennara um þrjár kennslubækur sínar í heimspeki. Viðburðurinn var afar vel sóttur og spunnust miklar umræður út frá framsögu Guðrúnar.

Annar viðburður ársins verður fræðsluerindi Jóns Thoroddsen sem kynnir kennslubók sína, Gagnrýni og gaman. Greint er frá viðburðinum
í nýjasta fréttabréfi Félags heimspekikennara (nr. 19, febrúar 2019). Hér má svo lesa grein eftir Jón úr Skólavörðunni 5. tbl. 3. árg. ágúst 2003, þar sem hann segir frá tilraunum sínum í heimspeki með nemendum í Grandaskóla veturinn 2002-2003.