Einar Kvaran heimspekingur fékk síðastliðið sumar styrk frá Forvarnarsjóði Reykjavíkur til að vinna verkefnið Frívaktin í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli. Verkefnið hefur það að markmiði að nýta heimspekilega samræðu í forvarnarskyni og kanna hversu öflugt tæki slík samræða er í þessu samhengi. Einar fékk Félag heimspekikennara til samstarfs við undirbúning umsóknar um verkefnið. Eftir að styrkur var veittur snemma hausts 2012 var skipuð verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar úr stjórn félagsins og Frostaskjóli auk Einars. Elsa Haraldsdóttir hefur nú gengið til samstarfs við verkefnastjórnina og hér að neðan segja þau Einar og Elsa frá stöðu verkefnisins: Continue reading Heimspekileg samræða í forvarnarstarfi
Tag: samræða
Innleiðing aðalnámskrár
Innleiðingarferli aðalnámskrár 2011 er í fullum gangi. Í skólum er rýnt í grunnþætti menntunar, metið hvort og hvernig gera þurfi breytingar á skólanámskrá, kennsluhættir og námsmat tekið til endurskoðunar. Hópar kennara og skólastjórnenda funda og vinna saman á ýmsan hátt. Heimspekikennarar hafa margt fram að færa í þessu innleiðingarferli því ljóst er að ástundun heimspekilegrar samræðu stefnir að þjálfun margra þeirra hæfniþátta sem aðalnámskráin leggur áherslu á. Brynhildur Sigurðardóttir heimspekikennari í Garðaskóla lýsir tengslum heimspekilegrar samræðu við grunnþætti menntunar í glæru sem má skoða hér. Continue reading Innleiðing aðalnámskrár
Vel heppnað málþing
Laugardaginn 13. október hélt Félag heimspekikennara í samstarfi við verkefnið Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum málþingið Hver er heimspekin í barnaheimspekinni? Málþingið sóttu um 60 manns, heimspekingar og kennarar af öllum skólastigum. Þór Saari opnaði þingið og sagði frá þingsályktunartillögu sem hann lagði nýlega fyrir Alþingi ásamt fleiri þingmönnum um heimspeki sem skyldunámsgrein í grunn- og framhaldsskólum. Á málþinginu voru flutt 9 erindi þar sem fjallað var um heimspekikennslu á fræðilegan hátt auk þess sem skemmtileg reynsludæmi voru lögð fram. Hreinn Pálsson skólastjóri Heimspekiskólans frumsýndi nokkur myndbönd þar sem Matthew Lipman svarar spurningum um grundvallaratriði í barnaheimspeki. Viðtölin við Lipman voru tekin upp sumarið 1992 þegar Lipman heimsótti Ísland ásamt Ann Margaret Sharp og fleiri frumkvöðlum barnaheimspekinnar. Continue reading Vel heppnað málþing
Nýtt veftímarit: If then?
Á vefsvæðinu p4c.com er ýmiss konar efni tengt heimspeki með börnum. Hægt er að kaupa aðgang að kennsluefni og fleiri gögnum sem heimspekingar og kennarar leggja til síðunnar. Þar að auki er hluti síðunnar opinn öllum, t.d. tímaritið If then? þar sem birtar eru mikilvægar greinar úr sögu barnaheimspekinnar. Hvert tölublað If then? er helga ákveðnu þema, t.d. er fyrsta tölublaðið helgað heimspekilega samræðufélaginu (community of inquiry).
—
Heimspekikaffihúsið
Heimspekikaffihúsið í Reykjavík fer ekki í sumarfrí. Næsti fundur er laugardaginn 4. ágúst kl. 14-16 og þá verður rædd spurningin Hvað eru skilningarvit? Allir eru velkomnir á heimspekikaffihús.
Heimspeki fyrir börn í sumar
Börn og unglingar á höfuðborgarsvæðinu geta sótt heimspekinámskeið af ýmsu tagi þetta sumar. Í júní var heimspeki kennd á tveimur námskeiðum í Háskóla unga fólksins en þar voru kennarar þau Ylfa Jóhannesdóttir og Kristian Guttesen. Í þessari viku hófust námskeið fyrir 5-13 ára börn sem Sigurlaug Hreinsdóttir kennir. Nánari upplýsingar um námskeið Sigurlaugar má nálgast hér og í viðtali við Fréttablaðið segir hún frá markmiðum námskeiðanna.