Í þessari grein reifa ég hugleiðingar um bók Ólafs Páls Jónssonar Lýðræði, réttlæti og menntun frá árinu 2011. Fyrst kynni ég helstu viðfangsefni bókarinnar en get jafnframt bókfræðilegra upplýsinga í neðanmálsgrein (utan blaðsíðufjölda og leturgerðar sem koma fram í lok greinarinnar). Síðan nefni ég athyglisverða og mikilvæga gagnrýni á Aðalnámskrá grunnskóla sem Ólafur Páll setur fram, til handa núverandi umræðu um menntamál. Að lokum nefni ég dæmi um ósvaraða spurningu sem þarft væri að glíma við í kjölfar þeirrar umræðu.
Tag: lýðræði
Leshefti um grunnþætti menntunar
Námsgagnastofnun hefur gefið út þrjú leshefti sem skýra grunnþætti menntunar í nýrri Aðalnámskrá. Hvert hefti fjallar um einn grunnþátt og er hugsað sem ítar- og skýringarefni við almenna hluta Aðalnámskrár sem gefin var út 2011. Þau leshefti sem nú eru komin út fjalla um læsi, sköpun og lýðræði og mannréttindi. Þrjú hefti til viðbótar koma út eftir áramót og munu þau fjalla um sjálfbærni, jafnrétti og velferð/heilsu.
Koma grunnþættirnir heimspekinni við? Hvernig getur heimspekileg samræða í skólum stuðlað að auknu lýðræði, meiri sköpun og bættu læsi? Continue reading Leshefti um grunnþætti menntunar
Vel heppnað málþing
Laugardaginn 13. október hélt Félag heimspekikennara í samstarfi við verkefnið Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum málþingið Hver er heimspekin í barnaheimspekinni? Málþingið sóttu um 60 manns, heimspekingar og kennarar af öllum skólastigum. Þór Saari opnaði þingið og sagði frá þingsályktunartillögu sem hann lagði nýlega fyrir Alþingi ásamt fleiri þingmönnum um heimspeki sem skyldunámsgrein í grunn- og framhaldsskólum. Á málþinginu voru flutt 9 erindi þar sem fjallað var um heimspekikennslu á fræðilegan hátt auk þess sem skemmtileg reynsludæmi voru lögð fram. Hreinn Pálsson skólastjóri Heimspekiskólans frumsýndi nokkur myndbönd þar sem Matthew Lipman svarar spurningum um grundvallaratriði í barnaheimspeki. Viðtölin við Lipman voru tekin upp sumarið 1992 þegar Lipman heimsótti Ísland ásamt Ann Margaret Sharp og fleiri frumkvöðlum barnaheimspekinnar. Continue reading Vel heppnað málþing