Vel heppnað málþing

Laugardaginn 13. október hélt Félag heimspekikennara í samstarfi við verkefnið Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum málþingið Hver er heimspekin í barnaheimspekinni? Málþingið sóttu um 60 manns, heimspekingar og kennarar af öllum skólastigum. Þór Saari opnaði þingið og sagði frá þingsályktunartillögu sem hann lagði nýlega fyrir Alþingi ásamt fleiri þingmönnum um heimspeki sem skyldunámsgrein í grunn- og framhaldsskólum. Á málþinginu voru flutt 9 erindi þar sem fjallað var um heimspekikennslu á fræðilegan hátt auk þess sem skemmtileg reynsludæmi voru lögð fram. Hreinn Pálsson skólastjóri Heimspekiskólans frumsýndi nokkur myndbönd þar sem Matthew Lipman svarar spurningum um grundvallaratriði í barnaheimspeki. Viðtölin við Lipman voru tekin upp sumarið 1992 þegar Lipman heimsótti Ísland ásamt Ann Margaret Sharp og fleiri frumkvöðlum barnaheimspekinnar. Continue reading Vel heppnað málþing

Málþing um barnaheimspeki 13. október 2012

Laugardaginn 13. október 2012 verður efnt til málþings um barnaheimspeki í Verzlunarskóla Íslands, en þar munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Þeir sem hyggjast mæta eru vin­samlegast beðnir um að skrá sig í gegnum netfangið heimspeki­kennarar@gmail.com svo hægt sé að áætla þær léttu veitingar sem boðið verður upp á í matarhléinu.

Continue reading Málþing um barnaheimspeki 13. október 2012

Málþing 1. október: Kennsla í gagnrýninni hugsun og siðfræði

Opið málþing verður haldið í Odda, Háskóla Íslands á laugardaginn næstkomandi kl. 10-15. Viðfangsefni málþingsins er kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði á öllum skólastigum. Á dagskrá eru fræðilegir fyrirlestrar, reynslusögur kennara og gagnrýnin umræða um skólastarf. Málþingið er samstarfsverkefni Rannsóknarstofu um háskóla, Heimspekistofnunar og Félags heimspekikennara.

Continue reading Málþing 1. október: Kennsla í gagnrýninni hugsun og siðfræði