Heimspekileg samræða í forvarnarstarfi

Einar Kvaran heimspekingur fékk síðastliðið sumar styrk frá Forvarnarsjóði Reykjavíkur til að vinna verkefnið Frívaktin í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli. Verkefnið hefur það að markmiði að nýta heimspekilega samræðu í forvarnarskyni og kanna hversu öflugt tæki slík samræða er í þessu samhengi. Einar fékk Félag heimspekikennara til samstarfs við undirbúning umsóknar um verkefnið. Eftir að styrkur var veittur snemma hausts 2012 var skipuð verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar úr stjórn félagsins og Frostaskjóli auk Einars. Elsa Haraldsdóttir hefur nú gengið til samstarfs við verkefnastjórnina og hér að neðan segja þau Einar og Elsa frá stöðu verkefnisins: Continue reading Heimspekileg samræða í forvarnarstarfi

Hátíðarkveðja

Félag heimspekikennara óskar félagsmönnum og öðrum velunnurum heimspekikennslunnar gleðilegrar hátíðar. Við þökkum gott samstarf á árinu 2012 sem var viðburðarríkt og við hlökkum til nýrra spurninga og viðfangsefna á komandi ári. Meðal helstu viðburða voru námskeið með Lizu Haglund í mars, fréttabréf félagsins hóf göngu sína, aðalfundur og námskeið Jóhanns Björnssonar voru haldin í júní, ný stjórn hefur fylgst vel með þróun nýrrar aðalnámskrár allra skólastiga, heimspekilegar æfingar félagsmanna hafa lifað góðu lífi og í október var haldið fjölmennt málþing um barnaheimspeki.

Vel heppnað málþing

Laugardaginn 13. október hélt Félag heimspekikennara í samstarfi við verkefnið Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum málþingið Hver er heimspekin í barnaheimspekinni? Málþingið sóttu um 60 manns, heimspekingar og kennarar af öllum skólastigum. Þór Saari opnaði þingið og sagði frá þingsályktunartillögu sem hann lagði nýlega fyrir Alþingi ásamt fleiri þingmönnum um heimspeki sem skyldunámsgrein í grunn- og framhaldsskólum. Á málþinginu voru flutt 9 erindi þar sem fjallað var um heimspekikennslu á fræðilegan hátt auk þess sem skemmtileg reynsludæmi voru lögð fram. Hreinn Pálsson skólastjóri Heimspekiskólans frumsýndi nokkur myndbönd þar sem Matthew Lipman svarar spurningum um grundvallaratriði í barnaheimspeki. Viðtölin við Lipman voru tekin upp sumarið 1992 þegar Lipman heimsótti Ísland ásamt Ann Margaret Sharp og fleiri frumkvöðlum barnaheimspekinnar. Continue reading Vel heppnað málþing

Málþing um barnaheimspeki 13. október 2012

Laugardaginn 13. október 2012 verður efnt til málþings um barnaheimspeki í Verzlunarskóla Íslands, en þar munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Þeir sem hyggjast mæta eru vin­samlegast beðnir um að skrá sig í gegnum netfangið heimspeki­kennarar@gmail.com svo hægt sé að áætla þær léttu veitingar sem boðið verður upp á í matarhléinu.

Continue reading Málþing um barnaheimspeki 13. október 2012

Málþing um barnaheimspeki – auglýst eftir erindum

Félag heimspekikennara hefur í samvinnu við verkefni um eflingu gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum hafið undirbúning að málþingi um barnaheim­speki sem haldið verður laugardaginn 13. október nk. í Verzlunarskóla Íslands. Á málþinginu munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu. Stjórn Félags heimspekikennara tekur nú við tillögum að örfyrirlestrum sem fluttir verða á málþinginu. Hugmyndir og lýsingar á erindum má senda stjórn félagsins.

Continue reading Málþing um barnaheimspeki — auglýst eftir erindum

Ný táknmynd félagsins

Stjórn félags heimspekikennara hefur um hríð leitað að góðri táknmynd fyrir félagið. Slík mynd gefur félaginu skýra ásýnd á heimasíðu, facebook, fréttabréfi og í öðrum útgáfum og getur verið ákveðið sameiningartákn. Nú hefur Ingimar Waage, myndlistarmaður og stjórnarmaður í félaginu lagt fram tillögu að mynd sem hér með er borin undir félagsmenn.Við hvetjum félagsmenn til að senda stjórninni ábendingar og athugasemdir um þessa táknmynd áður en endanleg ákvörðun verður tekin um að gera hana að andliti félagsins.

 

 

Þakkir til fráfarandi formanns

Ný stjórn félags heimspekikennara fór í heimsókn til Ármanns Halldórssonar, fráfarandi formanns, í kjölfar aðalfundar félagsins í júní. Ármanni voru færðar gjafir sem þakklætisvottur fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Ármann hefur verið formaður félags heimspekikennara síðan starfsemi þess var endurreist sumarið 2009. Hann á mestan heiður að því að endurvekja starfsemi félagsins og halda henni gangandi síðustu ár. Auk þess að kenna heimspeki og semja námsefni í faginu hefur hann af mikilli atorku sameinað fjölda heimspekikennara og byggt upp öflugt félagsstarf. Ármann hefur haft veg og vanda að fjölbreyttri dagskrá félagsins og stjórnað faglegri ráðgjöf félagsins til opinberra aðila. Félagsmenn þakka Ármanni vel unnin störf og á myndinni hér til hliðar má sjá Kristian Guttesen og Ingimar Waage afhenda Ármanni gjöfina frá félaginu. Continue reading Þakkir til fráfarandi formanns