Í vorhefti tímaritsins Uppeldi og menntun á þessu ári birtist grein eftir Kristian Guttesen undir heitinu „Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu“. Þetta hefti hefur nú verið gert aðgengilegt á Skemmunni og Tímarit.is, og hefur höfundur því brugðið á það ráð að gera greinina aðgengilega á vefsvæðinu Academia.edu.
Continue reading Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu
Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans
Mánudaginn 9. desember, kl. 20 í Hannesarholti, Grundarstíg 10
Ykkur er boðið til samtals um heimspeki á vegum Hannesarholts, Félags áhugamanna um heimspeki og Háskólaútgáfunnar í tengslum við útgáfu bókar Sigríðar Þorgeirsdóttur prófessors; Dagbók 2014: Árið með heimspekingum.
Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans
Svo virðist sem hugðarefni margra kvenheimspekinga séu og hafi verið á skjön við ýmis ráðandi stef í kenningum karl-heimspekinga. Í framsögu sinni veltir Sigríður Þorgeirsdóttir upp þeirri spurningu hvort saga vestrænnar heimspeki sé á einhvern hátt öðruvísi þegar hún er sögð í ljósi kvennanna sem lagt hafa stund á heimspeki í gegnum tíðina. Hugsuðu þær á einhvern hátt öðruvísi?
Continue reading Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans
Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum
Útgáfufagnaður í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, miðvikudaginn 4. desember, kl. 17.
Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum eftir Sigríði Þorgeirsdóttur prófessor er í senn dagbók/dagatal fyrir árið 2014 og saga margra helstu kvenheimspekinga allt frá fornöld til samtímans.
Bókin er hugsuð sem dagbók á skrifborði eða ferðafélagi í tösku. Fyrir hverja viku dregur Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor, upp leiftrandi myndir af þessum huldu hetjum heimspekinnar sem hafa löngum verið „gleymdar“ og ekki metnar að verðleikum. Þeirra viska – sem oft er á skjön við ráðandi visku karlheimspekinganna – er veganesti fyrir hverja viku ársins.
Continue reading Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum
Alþjóðadagur heimspekinnar
Í dag, 21. nóvember, er alþjóðadagur heimspekinnar. Af því tilefni hefur Gunnar Harðarson birt hugleiðingu á Heimspekivefunum um gildi heimspekinnar og heimspekilegrar samræðu, sem hann setur í samhengi við hugsun Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi.
Grein Gunnars: „21. nóvember: Alþjóðadagur heimspekinnar“
Continue reading Alþjóðadagur heimspekinnar
Opnum stjórnarfundi frestað fram á fimmtudag vegna landsleiks
Vegna landsleiks Íslendinga og Króata, sem fer fram í kvöld, verður opnum stjórnarfundi Félags heimspekikennara frestað til fimmtudagskvöldsins, 21. nóvember. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Iðu í Kvosinni, þ.e. Vesturgötu 2a. Hann hefst kl. 20 og mun ljúka ekki seinna en kl. 22. Á fundinum verður meðal annars lagt á ráðin um fyrirhugað starf félagsins. Þar sem um er að ræða opnan fund eru allir sem hafa áhuga á heimspeki eða heimspekikennslu hvattir til að mæta.
Vel heppnað málþing um sköpun og læsi
Síðastliðinn miðvikudag, 13. nóvember, stóð Félag heimspekikennara fyrir málþingi um grunnþættina sköpun og læsi í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Mæting var góð og framkvæmdin heppnaðist vel í alla staði. Á meðfylgjandi mynd sést Brynhildur Sigurðardóttir, heimspekikennari í Garðaskóla, flytja erindi sitt á málþinginu.
„Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“
Nýverið birtust á Heimspekivefnum nokkrar greinar sem birtust í tímaritunum Skírni og Fjallkonunni á árunum 1876-1885 og eiga það allar sameiginlegt að fjalla um réttindi og félagslega stöðu kvenna. Ein þeirra er grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“, en þar leggur hún að jöfnu menntun sem jafnréttismál og framfarir á Íslandi. Með því að smella á titil greinarinnar, í málsgreininni hér á undan, má lesa þessar skörpu hugrenningar Bríetar á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar.
Mynd
- en.wikipedia.org – Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Mynd af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur (1856-1940). Sótt 18.11.2013.
Fræðslufundur og málþing um tengsl heimspeki og grunnþáttanna læsis og sköpunar
Miðvikudaginn 13. nóvember verður haldinn fræðslufundur og málþing um tengsl heimspekikennslu og grunnþáttanna sköpunar og læsis. Viðburðurinn verður haldinn í húsakynnum Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð, í sal K205 og stendur frá kl. 15:15 til kl. 17:00. Viðburðurinn er skipulagður af Félagi heimspekikennara í samstarfi við Rannsóknarstofu um skapandi skólastarf og námsbraut um kennslufræði framhaldsskóla og háskóla. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Continue reading Fræðslufundur og málþing um tengsl heimspeki og grunnþáttanna læsis og sköpunar
Fréttabréf októbermánaðar
Nýtt fréttabréf heimspekikennara er komið út. Þar er sérstök áhersla á fréttir af heimspekikennslu á Akureyri. Sagt er frá nýrri stjórn félagsins sem kosin var á auka aðalfundi í september, fundi heimspekikennara í Svíþjóð og ýmsu öðru sem er í gangi. Að venju er bent á ný verkefni í Verkefnabanka Heimspekitorgsins.
Viðtal við heimspekikennara: Síðuskóli á Akureyri
Heimspekitorgið tók nýlega viðtal við Sigrúnu Sigurðardóttur sem kennir heimspekival við grunnskólana á Akureyri. Sigrún er kennari í Síðuskóla en valgreinar eru boðnar þvert á skóla til að auka úrval greina sem nemendur geta valið úr. Svör Sigrúnar við nokkrum spurningum Heimspekitorgsins má lesa hér að neðan. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Síðuskóli á Akureyri