Málþing um gagnrýna hugsun og menntun

Hugleiðingar-um-gagnrýna-hugsun-net-3Málþing um gagnrýna hugsun og menntun verður haldið í Hannesarholti þriðjudaginn 2. desember kl. 20.00. Málþingið er haldið í tilefni af því að nýlega kom út bókin Hugleiðingar um gagnrýna hugsun: Gildi hennar og gagnsemi eftir heimspekingana Henry Alexander Henrysson og Pál Skúlason.  Athyglinni verður sérstaklega beint að hlutverki gagnrýninnar hugsunar í menntun. Continue reading Málþing um gagnrýna hugsun og menntun

Heimsókn til heimspekikennara

johann_bjornssonFélag heimspekikennara býður í heimsókn til heimspekikennara. Jóhann Björnsson kennari við Réttarholtsskóla ætlar að segja frá því sem hann gerir í heimspekikennslu með 8. – 10. bekkingum. Í skólanum er heimspeki skylda í 8. bekk og val í 9. og 10. bekk. Jóhann hefur gefið út skemmtilegt og afar hagnýtt námsefni á síðustu misserum og upplýsingar um það má t.d. lesa á bloggsíðu hans: http://heimspekismidja.wordpress.com/

 

Tími: fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 kl. 20-22

Staður: Réttarholtsskóli við Réttarholtsveg í Reykjavík.

Til hvers heimspeki? Aftanspjall…

philosophyshirt2-300x300Aftanspjall Félags áhugamanna um heimspeki  verður haldið þann 22. október. Samræðan hefst klukkan 19:30 og mun fara fram á veitinga- og skemmtistaðnum Bast, Hverfisgötu 20 (á móti Þjóðleikhúsinu).

Frummælendur verða Börkur Gunnarsson, Salvör Nordal og Brynhildur Sigurðardóttir sem munu leitast við að svara spurningu kvöldsins: Til hvers heimspeki? Öll eru þau heimspekimenntuð en hafa valið sér ólíkan starfsvettvang og fáum við þau til að deila með áheyrendum hvernig heimspekinámið hefur nýst þeim í þeirra störfum. Hvert telja þau hlutverk heimspekinnar vera eða geta orðið fyrir utan hið fræðilega svið.

Jakob Guðmundur Rúnarsson, doktorsnemi í heimspeki, stýrir fundinum . Continue reading Til hvers heimspeki? Aftanspjall…

Heimsókn til heimspekikennara

Félag heimspekikennaraFélag heimspekikennara býður í heimsókn til heimspekikennara. Arnar Elísson kennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ segir frá því sem hann gerir í heimspekiáföngum skólans. Hann mun tala um hvernig hann skipuleggur áfanga, hvaða lesefni hann setur fyrir og hvernig hann hagar kennslunni almennt. Í FMos er verið að þróa leiðsagnarmat og námið allt er verkefnamiðað. Arnar segir sjálfur að hér verði um játningar kennarans að ræða.

Tími: Miðvikudaginn 24. september kl. 20-22

Staður: Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Bjarkarholti 5, Mosfellsbæ

 

Kvenheimspekingakaffi: Onora O’Neill – 27. mars, kl. 15 í Árnagarði 301

Onora O'Neill
Onora O’Neill
Næsta kvenhheimspekingakaffi verður tileinkað Onoru O’Neill en það er Salvör Nordal sem kynnir hana næsta fimmtudag, 27. mars., kl. 15 í Árnagarði stofu 301.

Onora O’Neill er fædd á Norður Írland og á að baki glæsilegan akademískan feril. Hú stundaði nám við Oxford háskóla og Harvard háskóla þaðan sem hún lauk doktorsnámi undir leiðsögn hins merka stjórnmálaheimspekings John Rawls. Hún hefur kennt við fjölmarga háskóla í Bretlandi og Bandaríkjunum m.a. kennt um árabil við Cambridge háskóla. Þá hefur hún gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum og verið fulltrúi í bresku lávarðadeildinni frá 1999. Continue reading Kvenheimspekingakaffi: Onora O’Neill — 27. mars, kl. 15 í Árnagarði 301