Niðurfelling styrkja

Haustið 2015 tilkynnti Mennta- og menningarmálaráðuneytið að styrkir til fagfélaga yrðu alfarið felldir niður. Fulltrúar fagfélaga innan Kennarasambands Íslands komu saman síðastliðið vor og mótmæltu niðurfellingunni harðlega.

Ákvörðun ráðuneytisins var einhliða og með henni var fjárhagslegum grundvelli margra fagfélaga kippt í burtu. Félag heimspekikennara er í þessum hópi enda er félagið fámennt og hefur aldrei innheimt skráningargjöld. Mikið hefur gengið á sjóði félagsins og ljóst er að huga þarf betur að umsóknum um aðra styrki til að halda uppi námskeiðum og annarri starfsemi.