Dr. Catherine McCall auglýsir námskeið í Riga næsta haust. Námskeiðið er styrkhæft hjá Evrópusambandingu. Í skilaboðum frá Catherine segir: Continue reading Námskeið í Riga, október 2013
Kvenheimspekingar koma í kaffi, fimmtudaginn 14. mars
Nýlega hófst röð erinda til kynningar á kvenheimspekingum í sögu og samtíð.
Næsti kvenheimspekingur sem verður kynntur í röðinni „Kvenheimspekingar koma í kaffi“ er Mechthild von Magdeburg (1207/10 – 1282/1294). Mechthild er einn af stóru dulspekingum miðalda. Hún var begína, en samfélög begína og nunnuklaustur buðu helst upp á möguleika fyrir konur til þess að stunda fræðistörf á þessum tíma. Mechthild gaf út margra binda verk, „Hið flæðandi ljós guðdómsins“, þar sem hún lýsir sambandi sálarinnar við guð m.a. sem erótísku ástarsambandi.
Skúli Pálsson mun fjalla um heimspeki Mechthild von Magdeburg. Verið velkomin í Árnagarð 201, kl. 15 á fimmtudag (14. mars). Aðgangur er ókeypis.
Einnig er hægt að fletta viðburðinum upp á fésbókinni þar sem einnig berast áminningar og frekari upplýsingar reglulega.
Harvey Siegel fjallar um gagnrýna hugsun
Í dag var stofa 225 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands þétt setin þegar Harvey Siegel flutti fyrirlestur sinn „Argumentation and the Epistemology of Disagreement“. Þar fjallaði Siegel meðal annars um það hvernig félagar (peers) glíma við þá þraut sem felst í djúpum ágreiningi (deep disagreement). Continue reading Harvey Siegel fjallar um gagnrýna hugsun
Rökræður eða rifrildi? Opinn fyrirlestur föstudaginn 8. mars
Harvey Siegel, prófessor í heimspeki við University of Miami og einn þekktasti fræðimaður heims um gagnrýna hugsun, heldur erindi um ágreining og rökræður föstudaginn 8. mars klukkan 13:20 – Aðalbyggingu, stofu 225.
Continue reading Rökræður eða rifrildi? Opinn fyrirlestur föstudaginn 8. mars
Fréttabréf marsmánaðar er komið út
Í Fréttabréfi heimspekikennara mars 2013 eru verkefni og kennslumyndbönd úr smiðju Jason Buckley, athyglisvert viðtal við Arnar Elísson heimspekikennara í Mosfellsbæ, grein um nýafstaðið heimspekinámskeið í Frakklandi, fréttir af fjölmörgum og spennandi heimspeki viðburðum á næstu vikum auk annars efnis.
Viðtal við heimspekikennara: Arnar Elísson
Heimspekitorgið tók nýverið viðtal við Arnar Elísson heimspeking og kennara við Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ.
Spurning 1: Hvar ert þú að kenna heimspeki? Hvernig er heimspeki byggð inn í skólastarfið? Hvaða áfangar eru kenndir? Er heimspeki valgrein eða skylda á ákveðnum brautum?
Arnar: Ég er að kenna heimspeki í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Í kringum 240 nemendur sækja skólann og þar vinna um 30 kennarar. Aðferðafræði skólans felst í leiðsagnarmati, þ.e. nemendur fara ekki í stór lokapróf í lok annar. Námið í skólanum er verkefnamiðað og nemendur vinna því stöðugt yfir önnina í verkefnum og fá umsagnir frá kennara. Þetta krefst mikilla samskipta og samvinnu á milli nemenda og kennara.
Í skólanum kenni ég þrjá heimspekiáfanga; Byrjunaráfangi í heimspeki, sem er inngangsáfangi sem hefur það markmið að kynna fyrir nemendum heimspeki sem fræðigrein; Heimspeki og kvikmyndir, sem er áfangi í fagurfræði; og Líf og dauði, sem er áfangi í heilbrigðissiðfræði.
Byrjunaráfangi í heimspeki er eini skylduáfanginn og þurfa nemendur á félagsfræðibraut að taka hann, hinir áfangarnir eru valgreinar. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Arnar Elísson
Heimspekileg samræða í forvarnarstarfi
Einar Kvaran heimspekingur fékk síðastliðið sumar styrk frá Forvarnarsjóði Reykjavíkur til að vinna verkefnið Frívaktin í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli. Verkefnið hefur það að markmiði að nýta heimspekilega samræðu í forvarnarskyni og kanna hversu öflugt tæki slík samræða er í þessu samhengi. Einar fékk Félag heimspekikennara til samstarfs við undirbúning umsóknar um verkefnið. Eftir að styrkur var veittur snemma hausts 2012 var skipuð verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar úr stjórn félagsins og Frostaskjóli auk Einars. Elsa Haraldsdóttir hefur nú gengið til samstarfs við verkefnastjórnina og hér að neðan segja þau Einar og Elsa frá stöðu verkefnisins: Continue reading Heimspekileg samræða í forvarnarstarfi
Heimspeki, fantasíur og furðusögur
Fimmtudaginn 7. mars verður heimspekileg uppákoma á vegum Félags áhugamanna um heimspeki á veitingahúsinu Sólon í Bankastræti. Þrír fyrirlesarar munu setja fantasíur, furðusögur og vísindaskáldskap í heimspekilegt og fræðilegt samhengi og væntanlega fá gestir tækifæri til að bregðast við. Fyrirlesararnir eru Arnar Elísson heimspekingur, Arngrímur Vídalín íslenskufræðingur og Nanna Hlín Halldórsdóttir heimspekingur. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu viðburðarins.
Fyrirlestraröð um kvenheimspekinga: Damaris Masham
Fimmtudaginn 7. mars kl. 15 í Árnagarði stofu 201 kynnir Henry Alexander Henryson heimspekinginn Damaris Masham (fædd Cudworth) (1658-1708). Hennar er minnst í samtímanum fyrir að hafa verið fyrsta konan á Bretlandseyjum til að gefa út heimspekileg verk en þau voru prentuð undir nafnleynd um aldamótin 1700. Hennar er einnig minnst fyrir nána vináttu hennar við John Locke og bréfaskipti við Leibniz. Í erindinu fjallar Henry um helstu einkenni hugsunar Damaris og þau áhugaverðu tengsl sem hún hafði við heimspekiþróun á seinni hluta sautjándu aldar og í byrjun þeirrar átjándu.
Staða námsbóka gagnvart grunnþáttum menntunar – Glósur úr fyrirlestri Erlu Karlsdóttur á fræðslufundi Félags heimspekikennara 20. febrúar 2013
Í almennum hluta aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011 er í fyrsta sinn gerð grein fyrir grunnþáttum í íslenskri menntun. Þeir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Á öðrum fræðslufundi Félags heimspekikennara ræddi Erla Karlsdóttir um skýrslu sem hún vann síðastliðið sumar „Um stöðu námsbóka Námsgagnastofnunar gagnvart sex grunnþáttum menntunar.“