eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur
Ég hafði heyrt af heimspekikaffihúsi öðru hvoru og hugsað um að mæta en lét ekki af því verða fyrr en á menningarnótt í ágúst 2011. Ég mætti með vinkonu minni í Iðnó upp á efri hæð. Við settumst við hvítdúkað langborð og drukkum kaffi úr hvítum kaffibollum. Fljótlega fylltist borðið af fólki, það lagði orð í belg og velti fyrir sér spurningunni: „Hvað er menning?“ Það labbaði inn og út eftir þörfum og gat blandað sér í samræðurnar að vild. Þeir félagar Skúli Pálsson og Hreinn Pálsson heimspekingar, stýrðu umræðunum eða þeir stýrðu þeim eiginlega ekki, þeir hvöttu fólk til að tala og sýndu viðurkennandi viðmót ef maður lagði orð í belg og spurðu spurninga til að halda umræðunni lifandi. Drífa Thorstensen heimspekingur stóð að þessum gjörningi líka, hún hafði útvegað húsnæði í Iðnó. Hún var að vinna þar og þjónustaði fólk af mikilli natni með kaffi og bjór og þess háttar. Þetta var hátíðleg stund. Continue reading Heimspekikaffihús