Heimspekikaffihús

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Ég hafði heyrt af heimspekikaffihúsi öðru hvoru og hugsað um að mæta en lét ekki af því verða fyrr en á menningarnótt í ágúst 2011. Ég mætti með vinkonu minni í Iðnó upp á efri hæð. Við settumst við hvítdúkað langborð og drukkum kaffi úr hvítum kaffibollum. Fljótlega fylltist borðið af fólki, það lagði orð í belg og velti fyrir sér spurningunni: „Hvað er menning?“ Það labbaði inn og út eftir þörfum og gat blandað sér í samræðurnar að vild. Þeir félagar Skúli Pálsson og Hreinn Pálsson heimspekingar, stýrðu umræðunum eða þeir stýrðu þeim eiginlega ekki, þeir hvöttu fólk til að tala og sýndu viðurkennandi viðmót ef maður lagði orð í belg og spurðu spurninga til að halda umræðunni lifandi. Drífa Thorstensen heimspekingur stóð að þessum gjörningi líka, hún hafði útvegað húsnæði í Iðnó. Hún var að vinna þar og þjónustaði fólk af mikilli natni með kaffi og bjór og þess háttar. Þetta var hátíðleg stund. Continue reading Heimspekikaffihús

Fundur áhugafólks um eflingu kennslu í heimspeki og siðfræði í íslensku skólakerfi

Þriðjudaginn 30. júlí, kl. 20-22 í Hotel Reykjavik Centrum, Forsetasal, er boðað til fundar með þeim sem hafa áhuga á því að kennsla í heimspeki og siðfræði verði aukin til muna í íslensku skólakerfi. Allt áhugafólk um þessi mál er hvatt til að koma á fundinn til stuðnings þessu málefni.

Á þessum fyrsta fundi verður rætt hvernig best verður staðið að því að hrinda í framkvæmd þessu mikilvæga sameiginlega markmiði.

Fundarstjóri verður stjórnarmaður í stjórn Félags heimspekikennara, Sævar Finnbogason.

Námskeið í Hollandi

Félag barnaheimspekinga í Hollandi heldur námskeið dagana 12.-14. ágúst næstkomandi. Á námskeiðinu mun Dr. Philip Cam heimspekingur og sérfræðingur í barnaheimspeki þjálfa þátttakendur í fræðilegum og hagnýtum grundvallaratriðum heimspekilegs samræðufélags. Hann mun fjalla um hugtakagreiningu með börnum og verkfærakassa heimspekingsins auk þess sem þátttakendur fá þjálfun í að byggja upp og styðja við heimspekilega samræðufærni.

Phil Cam hefur langa reynslu af því að kenna börnum heimspeki og þjálfa kennara í heimspekikennslu. Hann hefur samið bæði kennsluefni og kennsluleiðbeiningar sem hafa reynst afar vel í kennslu. Hér má sjá stutt myndband sem gefur örlitla innsýn í hugmyndir Dr. Cam.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst til Ieva Rocena og hún tekur einnig við skráningum.

Sjá ítarlegri auglýsingu á ensku hér.

 

Hildigunnur Sverrisdóttir með ókeypis námskeið

Hildigunnur SverrisdóttirNæstkomandi sunnudag verður Hildigunnur Sverrisdóttir, aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr, með ókeypis, sjálfstætt framhaldsnámskeið á vegum Félags heimspekikennara. Í maí síðastliðnum hélt hún vel heppnað námskeið á aðalfundi Félags heimspekikennara undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“

Þátttakendur óskuðu eftir framhaldi þar sem möguleiki væri á að rýna frekar í efnið. Hildigunnur lumar einnig á viðbótarefni sem þátttakendur á framhaldsnámskeiðinu fá að njóta, og verður nægur tími fyrir umræður um efnið. Allir eru velkomnir.

Hægt er að senda tölvupóst á sigurlh@simnet.is og biðja um að fá sent lesefni um efnið, ef áhugi er fyrir hendi. Continue reading Hildigunnur Sverrisdóttir með ókeypis námskeið

Grein um heimspekikennslu í tímaritinu Uppeldi og menntun

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Kristian Guttesen

Mig langar að benda á vekjandi grein eftir Kristian Guttesen, formann Félags heimspekikennara, sem birtist í tímaritinu Uppeldi og menntun, 22. árgangur, 1. hefti 2013, og var að koma út rétt í þessu. Greinin heitir „Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu“. Þar bendir hann bæði á efni sem hægt er að nýta til heimspekikennslu sem og stúderar aðferðir til þess að gera kennsluna lifandi gagnvart nemendum.

Kristian tekur fyrir þrjár kennslubækur í heimspekikennslu sem hægt er að nýta á mismunandi hátt í kennslu. Hann ber saman ólík efnistök bókanna og bendir á hvernig þær nýtast í kennslu; hversu lifandi efni þeirra er gagnvart nemendum eða dautt; og hvernig væri hægt að lífga það við í augum nemenda. Til þess notar hann starfskenningu sína sem er töluvert nemendamiðuð. Continue reading Grein um heimspekikennslu í tímaritinu Uppeldi og menntun

Sjónarhornið

Hugleiðingar um fyrirlestur Hildigunnar Sverrisdóttur „Skapandi dvelur manneskjan: er hægt að kenna henni það?“ á aðalfundi Félags heimspekikennara, 25. maí 2013

eftir Elsu Haraldsdóttur

Á aðalfundi Félags heimspekikennara, þann 25. maí síðastliðinn, var boðið upp á námskeið undir leiðsögn Hidigunnar Sverrisdóttir, arkitekts og aðjúnkts við Listaháskóla Íslands. Námskeiði var í fyrirlestrarformi og bar heitið „Skapandi dvelur manneskjan: er hægt að kenna henni það?“ en tititillinn vísar í ritgerð þýska heimspekingsins Heideggers, „“…Poetically man dwells…”“. Í fyrirlestrinum tók Hildigunnur hvert hugtak titilsins fyrir sig, „manneskjan“, „dvelur“ og „skapandi“ og varpaði þannig ljósi á hugmyndafræðina sem þar liggur að baki og samtímis reyndi að tengja þau saman í heildstæða mynd. Markmið námskeiðsins var að kynna fyrir þátttakendum ákveðna hugmyndir um manneskjuna og samfélagið í anda gagnrýninnar kenningar. Fyrirlesturinn var mjög efnismikill og heljarinnar ferðalag í gegnum tiltölulega flókið hugmyndakerfi en hin þverfaglega nálgun á viðfangsefnið var einkum áhugaverð. Fyrirlesturinn, í anda viðfangsefnis síns, vakti fleiri spurningar en svör en fyrir vikið væri einkar áhugvert að taka upp þráðinn og gefa kost á ítarlegri umræðum um efnið ef áhugi er fyrir því á meðal aðstandenda.

Continue reading Sjónarhornið

Námskeið um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar á vegum Félags heimspekikennara

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Grunnþættir menntunarÉg hef nýlokið við að sitja námskeiðið „Gagnrýnin hugsun og grunþættir menntunar“ í Endurmenntun HÍ á vegum Félags heimspekikennara, dagana 31. maí – 3. júní, og langar að deila reynslu minni með lesendum Heimspekitorgs.

Þetta námskeið var skipulagt af formanni félagsins, Kristian Guttesen, á alveg listilegan hátt en hann var umsjónarmaður þess. Bæði heildarmyndin og bútarnir sem hún var samansett úr komu mér þægilega á óvart. Ég fylgdist með skipulaginu úr fjarlægð og verð að segja að ég er full aðdáunar.

Þarna voru samankomnir sex sérfræðingar innan okkar raða sem voru hver öðrum flinkari við að kveikja áhuga þátttakenda og vekja þá til umhugsunar. Hver einasti tími fangaði áhuga minn og athygli. Þá bar samfellan á milli framlags sérfræðinganna vott um bæði óeigingirni og umhyggju þeirra fyrir bæði heildarmyndinni og kollegum sínum. Allir virtust svo vel meðvitaðir um staðsetningu sína innan heildarmyndarinnar.

Continue reading Námskeið um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar á vegum Félags heimspekikennara

Fréttabréf júní 2013

Fréttabréf heimspekikennara í júní 2013 er komið á vefinn. Fréttabréfið kemur út mánaðarlega og flytur fréttir af störfum og hugmyndum heimspekikennara á Íslandi. Í nýjasta tölublaðinu má meða annars lesa fréttir af aðalfundi, upplýsingar um námsefnisgerð, viðtal við Guðrúnu Hólmgeirsdóttur, grein um hvernig foreldrar geta kennt börnum sínum gagnrýna hugsun og verkefni um heilbrigði.

Viðtal við heimspekikennara: Guðrún Hólmgeirsdóttir

Ritstjórn heimspekitorgsins tók stutt viðtal við Guðrúnu Hólmgeirsdóttur, heimspekikennara við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hér að neðan segir hún frá kennslunni sinni og sýn á heimspekikennslu almennt.

Spurning 1: Hvar ert þú að kenna heimspeki? Hvernig er heimspeki byggð inn í skólastarfið? Hvaða áfangar eru kenndir? Er heimspeki valgrein eða skylda á ákveðnum brautum?

Guðrún: Ég kenni í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hef gert í rúma tvo áratugi. Hefð fyrir heimspeki í skólanum nær langt aftur fyrir það og hér ríkir velvilji gagnvart heimspekinni. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Guðrún Hólmgeirsdóttir

Fréttir af aðalfundi

Laugardaginn 25. maí sl. var aðalfundur Félags heimspekikennara haldinn í Verzlunarskóla Íslands. Morgunninn hófst með að Hildigunnur Sverrisdóttir hélt námskeið fyrir félagsmenn undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“ Hildigunnur er aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr. Hún kennir við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og hefur unnið með gagnrýna kenningu og verufræði. Á næstu dögum verður birt greinargerð um námskeið Hildigunnar hér á Heimspekitorgi.

Continue reading Fréttir af aðalfundi