Námskeið með Emma og Peter Worley

Félag heimspekikennara í samstarfi við The Philosophy Foundation heldur námskeiðið HEIMSPEKI MEÐ BÖRNUM Í LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLA dagana 9.-10. ágúst 2018. Um tveggja daga vinnustofu er að ræða og allir eru velkomnir.

Staðsetning: Garðaskóli, Garðabæ
Tími: 9.-10. ágúst 2018, kl. 9-16 báða daga
Námskeiðsgjald: 32.000 krónur

Um námskeiðið:

Emma og Pete Worley frá The Philosophy Foundation koma til Íslands og halda tveggja daga „Stage 1“ námskeið þar sem farið er á dýptina í fræðum og framkvæmd heimspekilegrar samræðu með börnum og ungmennum. Námskeiðið er skemmtilegt og innihaldsríkt og hentar öllum kennurum, bæði þeim sem þegar hafa reynslu af kennslu í heimspeki og samræðu og algjörum byrjendum á þessu sviði. Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast og þróa færni sína í stjórnun heimspekilegrar samræðu. Continue reading Námskeið með Emma og Peter Worley

Aðalfundur 16. nóvember 2017

Aðalfundur félags heimspekikennara verður haldinn í Hannesarholti, Grundarstíg 10 í Reykjavík, fimmtudaginn 16. nóvember kl. 20-22.

Dagskrá fundarins:

  1. Heimspekikennsla á tímum tækninnar. Atli Harðarson og Ragnar Þór Pétursson flytja hugleiðingar. Samræða í kjölfarið.
  2. Hefðbundin aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar og reikningar verða lagðir fram. Stjórnin öll býður sig fram til áframhaldandi starfs en kallar eftir aðkomu fleiri félaga í ritstjórn Heimspekitorgsins.

Við hvetjum félagsmenn og aðra áhugasama til að mæta og taka þátt í mikilvægri ígrundun um heimspeki og menntun. Hannesarholt er opið frá hádegi og fram til kl. 22 á fimmtudögum. Fundurinn fer fram í veitingasal og gestir geta verslað í veitingasölunni.

Málþing um gagnrýna hugsun og menntun

Hugleiðingar-um-gagnrýna-hugsun-net-3Málþing um gagnrýna hugsun og menntun verður haldið í Hannesarholti þriðjudaginn 2. desember kl. 20.00. Málþingið er haldið í tilefni af því að nýlega kom út bókin Hugleiðingar um gagnrýna hugsun: Gildi hennar og gagnsemi eftir heimspekingana Henry Alexander Henrysson og Pál Skúlason.  Athyglinni verður sérstaklega beint að hlutverki gagnrýninnar hugsunar í menntun. Continue reading Málþing um gagnrýna hugsun og menntun

Kvenheimspekingakaffi – Heimspeki Mariu Zambrano

Maria Zambrano
Verið velkomin í Kvenheimspekingakaffi á fimmtudag, 13. mars, kl. 15 í Árnagarði 301.
Jón Ragnar Ragnarsson mun fjalla um heimspeki Mariu Zambrano.

Maria Zambrano fæddist árið 1901 í Velez, Malaga á Spáni. Zambrano var merkur heimspekingur og rithöfundur sem lét eftir sig mikið safn rita. Hún tók virkan þátt í starfi lýðræðissinna á tímum borgarastyrjaldarinnar og fluttist úr landi eftir að falangistar komust til valda árið 1939. Zambrano flutti ekki aftur heim til Spánar fyrr en eftir 45 ára útlegð í Mexíkó, Puerto Rico, Kúbu, Ítalíu og víðar. Skrif hennar eru nátengd reynslu hennar í borgarastríðinu og þeirri atburðarrás sem fylgdi í kjölfarið. Aðskilnaður við vini og fjölskyldu, fátækt og veikindi reyndust henni innblástur í heimspekinni sem hún gagnrýndi fyrir að hafa glatað tengslum við veruleikann. Zambrano fékk Cervantes verðlaunin árið 1988. Continue reading Kvenheimspekingakaffi — Heimspeki Mariu Zambrano

„Virðing í netmiðlum“ – Vinnustofa


Föstudaginn 7. mars kl. 15:00 stendur MenntaMiðja fyrir vinnustofu sem ber yfirskriftina „Virðing í netmiðlum“ í stofu H-201 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð.

Stjórnandi er Kristian Guttesen, sem sótti ráðstefnu um efnið á vegum Pestalozzi áætlunar Evrópuráðsins í nóvember sl. Pestalozzi ráðstefnur eru ætlaðar til að stuðla að starfsþróun skólafólks með því að bjóða útvöldum kennurum og öðru skólafólki tækifæri til að kynnast því nýjasta sem er að gerast á tilteknum sviðum sem tengjast námi og kennslu. Continue reading „Virðing í netmiðlum“ – Vinnustofa

Kynningarefni um heimspeki

Sumarið 2012 vann Kristian Guttesen átaksverkefni fyrir Vinnumálastofnun sem starfsmaður Heimspekistofnunar Háskóla Íslands. Verkefni fól í sér gerð kennslu- og kynningarefnis um heimspeki fyrir elstu bekki grunnskóla. Efnið byggði meðal annars á verkefnum sem hann vann ásamt Ylfu Jóhannesdóttur í Háskóla unga fólksins þá um sumarið. Markmið verkefnisins var að setja saman sjálfstæða kynningarpakka um þætti úr fræðum heimspekinnar. Continue reading Kynningarefni um heimspeki

„Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“

Bríet BjarnhéðinsdóttirNýverið birtust á Heimspekivefnum nokkrar greinar sem birtust í tímaritunum Skírni og Fjallkonunni á árunum 1876-1885 og eiga það allar sameiginlegt að fjalla um réttindi og félagslega stöðu kvenna. Ein þeirra er grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“, en þar leggur hún að jöfnu menntun sem jafnréttismál og framfarir á Íslandi. Með því að smella á titil greinarinnar, í málsgreininni hér á undan, má lesa þessar skörpu hugrenningar Bríetar á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar.

Mynd

Fundur áhugafólks um eflingu heimspekikennslu

Þann 30. júlí síðastliðinn boðuðu áhugasamir aðilar til umræðufundar um stöðu kennslu í heimspeki og siðfræði í íslenskum skólum. Fundurinn var fjölsóttur og var sérlega ánægjulegt að sjá breiðan hóp fólks saman kominn til  leita leiða til að fleiri íslendingar fái notið heimspekikennslu. Fundargerðina má nálgast hér.

Ráðstefna: Lærdómssamfélagið

Lærdómssamfélagið – Samræða allra skólastiga

Ráðstefna um menntamál í Íþróttahöllinni á Akureyri

Kall eftir erindum á málstofur ráðstefnunnar

Þann 4. október n.k. verður haldin ráðstefna á Akureyri á vegum allra skólastiga. Tilgangur ráðstefnunnar er að stuðla að samræðu kennara og stjórnenda af öllum skólastigum um lærdómssamfélagið. Ráðstefnan er haldin á Akureyri og boðuð í öllum símenntunarmiðstöðvum, leik-, grunn-, framhalds- og háskólum á landinu.

Auglýst er eftir erindum fyrir málstofur frá fræðimönnum, kennurum, sérfræðingum skóla, kennsluráðgjöfum, og öðrum áhugasömum aðilum. Sóst er eftir nýlegu efni sem ekki hefur hlotið kynningu áður á ráðstefnum. Einkum er leitað eftir:

  1. Fræðilegri umfjöllun eða frásögnum af birtingarmyndum lærdómssamfélagsins í íslenskum menntastofnunum
  2. Fræðilegri umræðu um tengsl skólastiga
  3. Frásögnum af nýbreytni og þróunarstörfum á öllum skólastigum
  4. Kynningu á nýlegum íslenskum rannsóknum er varða skólastarf

Í hverri málstofu verður 20-30 mínútna erindi auk 20-30 mínútna  til umræðna.

Frestur til að senda inn lýsingu á erindi, að hámarki 300 orð, er til 10. september 2013. Svör um samþykki frá ráðstefnunefnd munu berast fyrir 20. september. Fyrirlesarar á málstofum greiða ekki skráningargjald á ráðstefnuna. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar hefur umsjón með ráðstefnunni í samvinnu við Akureyrarbæ, aðildarfélög KÍ á Norðurlandi, Miðstöð skólaþróunar HA, framhaldsskólana á Norðurlandi, mennta og menningarmálaráðuneytið.

Allar nánari upplýsingar gefur Heimir Haraldsson í síma 460 5720 eða gegnum netfangið: heimir@simey.is