Sumarið 2012 vann Kristian Guttesen átaksverkefni fyrir Vinnumálastofnun sem starfsmaður Heimspekistofnunar Háskóla Íslands. Verkefni fól í sér gerð kennslu- og kynningarefnis um heimspeki fyrir elstu bekki grunnskóla. Efnið byggði meðal annars á verkefnum sem hann vann ásamt Ylfu Jóhannesdóttur í Háskóla unga fólksins þá um sumarið. Markmið verkefnisins var að setja saman sjálfstæða kynningarpakka um þætti úr fræðum heimspekinnar. Continue reading Kynningarefni um heimspeki
Category: Heimspeki menntunar
Alþjóðadagur heimspekinnar
Í dag, 21. nóvember, er alþjóðadagur heimspekinnar. Af því tilefni hefur Gunnar Harðarson birt hugleiðingu á Heimspekivefunum um gildi heimspekinnar og heimspekilegrar samræðu, sem hann setur í samhengi við hugsun Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi.
Grein Gunnars: „21. nóvember: Alþjóðadagur heimspekinnar“
Continue reading Alþjóðadagur heimspekinnar
Childhood and Philosophy – nýtt tölublað
Childhood and Philosophy er veftímarit ICPIC, alþjóðasamtaka barnaheimspekinga. Í nýjasta tölublaðinu eru greinar á spænsku og ensku. Meðal þess efnis sem fjallað er um er grein um hvernig barnaheimspeki þjálfar sjálfstjórn barna og önnur sem fjallar um tengsl barnaheimspeki, tilfinningagreindar og félagsfærni.
Viðtal við heimspekikennara: Guðrún Hólmgeirsdóttir
Ritstjórn heimspekitorgsins tók stutt viðtal við Guðrúnu Hólmgeirsdóttur, heimspekikennara við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hér að neðan segir hún frá kennslunni sinni og sýn á heimspekikennslu almennt.
Spurning 1: Hvar ert þú að kenna heimspeki? Hvernig er heimspeki byggð inn í skólastarfið? Hvaða áfangar eru kenndir? Er heimspeki valgrein eða skylda á ákveðnum brautum?
Guðrún: Ég kenni í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hef gert í rúma tvo áratugi. Hefð fyrir heimspeki í skólanum nær langt aftur fyrir það og hér ríkir velvilji gagnvart heimspekinni. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Guðrún Hólmgeirsdóttir
Hvað er heimspekikennsla?
Flutt á fundi Félags heimspekikennara 30. janúar 2013
eftir Pál Skúlason
Byrjum á að brjóta upp spurninguna. Hvað er heimspeki? Hvað er kennsla? Og hvernig tengist þetta tvennt? Kennsla getur augljóslega verið viðfang heimspeki, því heimspekin getur fjallað um hvað sem er og allt í heild sinni. En er víst að heimspeki geti verið viðfang kennslu? Ég hef verið lektor í heimspeki – sá sem les heimspeki fyrir aðra – og prófessor í heimspeki – sá sem játast heimspeki og hefur það hlutverk að breiða hana út. En eru fyrirlesturinn og það að játast faginu – annað hvort eða hvorttveggja – réttnefnd heimspekikennsla? Continue reading Hvað er heimspekikennsla?
Samhljómur lýðræðisins
Erindi á málþingi Félags heimspekikennara 13. apríl 2013
eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur
Nafnið „Samhljómur lýðræðisins“ hljómar kannski barnslega því lýðræði einkennist ekki af samhljómi. Það er fullt af átökum, þar fá mótsagnir að birtast og skoðanir á öndverðum meiði að talast við. Í lýðræði verða átökin spennandi og gefa færi á nýrri sköpun. En hver er þá samhljómurinn? Ég ætla að leitast við að gera grein fyrir samhljóminum í lýðræðinu sem tengir okkur saman í margbreytileikanum á svo fjölbreyttan hátt.
Ég vil byrja á að gera stutta grein fyrir þeim skilningi sem ég hef á þeim tveimur grunnþáttum (en þremur hugtökum) sem felast í yfirskrift málþingsins.
Hugleiðingar í formi síðbúinnar ritfregnar um Lýðræði, réttlæti og menntun eftir Ólaf Pál Jónsson
Í þessari grein reifa ég hugleiðingar um bók Ólafs Páls Jónssonar Lýðræði, réttlæti og menntun frá árinu 2011. Fyrst kynni ég helstu viðfangsefni bókarinnar en get jafnframt bókfræðilegra upplýsinga í neðanmálsgrein (utan blaðsíðufjölda og leturgerðar sem koma fram í lok greinarinnar). Síðan nefni ég athyglisverða og mikilvæga gagnrýni á Aðalnámskrá grunnskóla sem Ólafur Páll setur fram, til handa núverandi umræðu um menntamál. Að lokum nefni ég dæmi um ósvaraða spurningu sem þarft væri að glíma við í kjölfar þeirrar umræðu.
Menntun
Í M-Paed ritgerð minni, Menntun eða afmenntun? frá árinu 2010, velti ég vöngum yfir því hvort það séu sjálfsögð sannindi að innan grunnskólanna fari fram menntun. Ritgerðin er skrifuð með foreldra í huga út frá sjónarhorni nemenda sem hafa ekki þrifist nægilega vel innan grunnskólans.
Í byrjun velti ég upp merkingu hugtaksins menntun. Heimspekingurinn Guðmundur Finnbogason kom fram með þá kenningu að í menntun fælist sú hugmynd að verða „meira maður“, ekki „meiri“ maður í merkingunni að verða meiri en aðrir menn heldur að verða meira maður sjálfur, mennskari. Páll Skúlason heimspekingur segir að það verði að gera greinarmun á hugtökunum „fræðslu“ og „menntun“. Hann telur að hugtökunum sé gjarnan slegið saman. Afleiðingin er að menntakerfið sinnir aðallega fræðslu án menntunar og það leiðir til skortstilfinningar sem getur af sér hégóma og græðgi. Menntun fullnægir hins vegar nemendum. Continue reading Menntun