Heimspekikennarar á yngri skólastigum velta oft fyrir sér sömu spurningunum: Hvernig er hægt að virkja nemendur? Hvernig er hægt að koma í gang heimspekilegri umræðu í skólastofunni? Er ástæða til að kenna um sögu heimspekinnar, löngu dauða kalla, í grunnskóla og framhaldsskóla? Hvernig á að meta árangur af heimspekikennslunni, hvenær hefur hún heppnast vel og hvenær ekki? Allar spurningarna mætti draga saman í eina: Hvað er eiginlega heimspekikennsla?
Category: Fréttir
Kallað eftir innsendu efni
Heimspekitorgið býður starfandi kennurum og öðru áhugafólki um heimspekikennslu að senda inn styttri og lengri hugleiðingar um störf sín og rannsóknarefni, eða jafnvel spurningar sem það langar setja fram.
Með þessu er vonast til að Heimspekitorgið geti orðið lýðræðislegur vettvangur fyrir umræðu um heimspekikennslu og menntaheimspeki. Continue reading Kallað eftir innsendu efni
Nýútkomin tímarit
Í flipanum tenglar hér á Heimspekitorgi eru ábendingar um ýmis tímarit sem fjalla um heimspeki, börn og kennslu. Við bendum á tvö nýútkomin tölublöð: Continue reading Nýútkomin tímarit
Fræðslufundur með Páli Skúlasyni
Á vorönn 2013 hrindir Félag heimspekikennara af stað fræðslufundaröð. Á hverjum fundi er gestafyrirlesari fenginn til að ræða tiltekið málefni eða spurningu.
Fyrsti fundurinn verður haldinn í Verzlunarskóla Íslands 30. janúar, kl. 20, en þá hittir Páll Skúlason félagsmenn til að ræða spurninguna „Hvað er heimspekikennsla?“
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Sjá einnig Facebook síðu viðburðarins:
http://www.facebook.com/events/154949081321013/
Fréttabréf janúar mánaðar
Fréttabréf janúar mánaðar er komið út. Fréttabréfið hefur tekið á sig nýtt útlit en er byggt upp á sama hátt og áður. Meðal efnis er auglýsing um fræðslufund félagsins, viðtöl við framhaldsskólakennara og verkefni ætluð til kennslu í framhaldsskólum, fréttir af degi heimspekinnar og ábendingar um ýmislegt fleira sem tengist heimspekikennslu.
Innleiðing aðalnámskrár
Innleiðingarferli aðalnámskrár 2011 er í fullum gangi. Í skólum er rýnt í grunnþætti menntunar, metið hvort og hvernig gera þurfi breytingar á skólanámskrá, kennsluhættir og námsmat tekið til endurskoðunar. Hópar kennara og skólastjórnenda funda og vinna saman á ýmsan hátt. Heimspekikennarar hafa margt fram að færa í þessu innleiðingarferli því ljóst er að ástundun heimspekilegrar samræðu stefnir að þjálfun margra þeirra hæfniþátta sem aðalnámskráin leggur áherslu á. Brynhildur Sigurðardóttir heimspekikennari í Garðaskóla lýsir tengslum heimspekilegrar samræðu við grunnþætti menntunar í glæru sem má skoða hér. Continue reading Innleiðing aðalnámskrár
Myndbandsviðtal við Jóhann Björnsson
Smám saman bætist í safn Heimspekitorgsins af myndböndum um heimspekikennslu. Nýjustu myndböndin sýna viðtal við Jóhann Björnsson heimspekikennara í Réttarholtsskóla og finna má þau á Youtube í hluta 1 og hluta 2. Myndböndin eru unnin af Einari Kvaran heimspekingi og Arnari Elíssyni doktorsnema í heimspeki og heimspekikennara við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ.
Viðtal við heimspekikennara: Nanna Hlín Halldórsdóttir
Í október 2012 tók heimspekitorgið viðtal við Nönnu Hlín Halldórsdóttur, heimspekikennara við Menntaskólann í Reykjavík. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Nanna Hlín Halldórsdóttir
Hátíðarkveðja
Félag heimspekikennara óskar félagsmönnum og öðrum velunnurum heimspekikennslunnar gleðilegrar hátíðar. Við þökkum gott samstarf á árinu 2012 sem var viðburðarríkt og við hlökkum til nýrra spurninga og viðfangsefna á komandi ári. Meðal helstu viðburða voru námskeið með Lizu Haglund í mars, fréttabréf félagsins hóf göngu sína, aðalfundur og námskeið Jóhanns Björnssonar voru haldin í júní, ný stjórn hefur fylgst vel með þróun nýrrar aðalnámskrár allra skólastiga, heimspekilegar æfingar félagsmanna hafa lifað góðu lífi og í október var haldið fjölmennt málþing um barnaheimspeki.
Viðtal við heimspekikennara: Ármann Halldórsson
Í október 2012 tók heimspekitorgið viðtal við Ármann Halldórsson, heimspekikennara við Verzlunarskóla Íslands.
Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Ármann Halldórsson