Frjáls félagasamtök

Samtökin Almannaheill og Fræðasetur þriðja geirans við Háskóla Íslands halda fund undir yfirskriftinni Hvaða gagn gera frjáls félagasamtök? Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 12.15-13.45 í fyrirlestrarsal M101 í Háskólanum í Reykjavík. Á fundinum verða flutt erindi um hlutverk félagasamtaka í lýðræðissamfélagi og fundargestum gefst tími til að spyrja fyrirlesara nánar um efnið. Fundurinn er öllum opinn og nánari dagskrá má lesa hér.