Siðfræðikennsla

Í þessu fyrsta heimspekispjalli vetrarins í Hannesarholti munu Salvör Nordal og Henry Alexander Henrysson fást við spurningar um möguleika og mikilvægi siðfræðikennslu. Salvör fjallar um kennslu í hagnýttri siðfræði þar sem umdeild og viðkvæm siðferðileg álitamál eru til umræðu. Í erindi sínu skoðar Henry mismunandi birtingarmyndir siðfræðikennslu, til dæmis á ólíkum skólastigum, og spyr hvort kennsla í siðfræði geti verið kennsla í siðferði.

Heimspekispjallið er haldið í samstarfi við verkefnið Gagnrýnin hugsun og siðfræði í skólum.
*
Hannesarholt er sjálfseignarstofnun sem er starfrækt í gömlu og fallegu húsi að Grundarstíg 10 í miðborg Reykjavíkur. Markmið stofnunarinnar er að efla jákvæða, gagnrýna hugsun í íslensku samfélagi, auka skilning á gildi sögunnar fyrir samtímann og framtíðina og hvetja til uppbyggilegrar umræðu og samveru.

Í nýrri aðalnámskrá eru nefndir nokkrir grunnþættir sem einkenna eiga skólastarf framtíðarinnar. Einn af þessum grunnþáttum er lýðræði. Skólastarf skal einkennast af lýðræðislegum starfsháttum. Ekki er alveg ljóst hvað við er átt, en einhverjar hugmyndir eru samt uppi.



Mennta- og menningaramálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, setur málþing Félags heimspekikennara sem haldið verður í Réttarholtsskóla laugardaginn 13. apríl.