Staða námsbóka gagnvart grunnþáttum menntunar – Glósur úr fyrirlestri Erlu Karlsdóttur á fræðslufundi Félags heimspekikennara 20. febrúar 2013

Í almennum hluta aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011 er í fyrsta sinn gerð grein fyrir grunnþáttum í íslenskri menntun. Þeir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Á öðrum fræðslufundi Félags heimspekikennara ræddi Erla Karlsdóttir um skýrslu sem hún vann síðastliðið sumar „Um stöðu námsbóka Námsgagnastofnunar gagnvart sex grunnþáttum menntunar.“

Continue reading Staða námsbóka gagnvart grunnþáttum menntunar — Glósur úr fyrirlestri Erlu Karlsdóttur á fræðslufundi Félags heimspekikennara 20. febrúar 2013

Fræðslufundur 20. febrúar

Annar fræðslufundur Félags heimspekikennara verður 20. febrúar, kl. 20:00, þá heimsækir Erla Karlsdóttir félagið en erindi hennar nefnist „Um stöðu námsbóka Námsgagnastofnunar gagnvart sex grunnþáttum menntunar.“ Fundurinn fer fram í Verzlunarskóla Íslands og allir eru velkomnir.

Sjá nánar á Facebook síðu viðburðarins.

Vísindavefurinn leitar samstarfs

Félagi heimspekikennara barst bréf frá Henry Alexander Henryssyni sem starfar í haust sem gestafræðimaður hjá Vísindavef Háskóla Íslands. Henry Alexander hefur áhuga á að stækka heimspekihluta Vísindavefsins og kallar eftir samstarfi við heimspekikennara við þá uppbyggingu. Í bréfi sem við birtum hér að neðan biður hann kennara sem hafa nýtt Vísindavefinn í kennslu eða hafa áhuga á að gera það að koma til samstarfs um uppbyggingu á spurningum og svörum um heimspekileg efni. Einnig óskar hann eftir hugmyndum um hvernig hægt sé að nýta Vísindavefinn í kennslu. Heimspekitorgið veit til þess að heimspekikennarar hafa nýtt efni á Vísindavefnum með nemendum og við hvetjum viðkomandi til að setja sig í samband við Henry. Continue reading Vísindavefurinn leitar samstarfs

Heimspeki og fjölmenning: nýtt námsefni

Út var að koma bókin Eru allir öðruvísi? Fjölmenning og heimspeki. Höfundur er Jóhann Björnsson en um myndskreytingu sá Björn Jóhannsson 19 ára gamall nemi í bifreiðasmíði.

Bókin fjallar um ýmsa þætti fjölmenningarsamfélagsins með heimspekilegum hætti. Í henni má finna efni sem hentar fólki á öllum aldrei, börnum, unglingum og fullorðnum. Hún samanstendur af sex köflum sem hver um sig hefur ákveðið þema og eru kaflaheitin þessi: 1. Hverjir eiga heiminn? 2. Hvað er besta tungumál í heimi? 3. Af hverju eru ekki allir eins á litinn? 4. Hvað er í matinn? 4. Hvað með guð? 5. Eru allir útlendingar?

Myndir úr bókinni og nánari upplýsingar má nálgast á Sísýfos heimspekismiðju.

Námsefnisgerð

Það er til nokkuð gott úrval af námsefni í heimspeki á íslensku en betur má ef duga skal. Um þessar mundir eru fjórir aðilar að vinna að gerð námsefnis til heimspekikennslu og er það fagnaðarefni. Ný Aðalnámskrá leggur áherslu á gagnrýna hugsun og umræðu um siðferðilegar spurningar í skólastarfi og heimspekin hefur margt að bjóða í þessum efnum. Continue reading Námsefnisgerð