Heimspekikennarar láta heyra í sér

Elsa Haraldsdóttir og Kristian Guttesen skrifuðu nýlega grein sem birtist á Visir.is. Í greininni kalla þau eftir sterkari stöðu heimspekinnar í nýjum aðalnámskrám og vísa sérstaklega til kaflans um samfélagsfræðikennslu í grunnskólum. Félag heimspekikennara minnir á að frestur til að senda inn athugasemdir um námsgreinahluta aðalnámskrár grunnskóla rennur út 7. september næstkomandi. Félagið heldur uppi umræðu um nýju námskrána á Facebook.

Námsefnisgerð

Það er til nokkuð gott úrval af námsefni í heimspeki á íslensku en betur má ef duga skal. Um þessar mundir eru fjórir aðilar að vinna að gerð námsefnis til heimspekikennslu og er það fagnaðarefni. Ný Aðalnámskrá leggur áherslu á gagnrýna hugsun og umræðu um siðferðilegar spurningar í skólastarfi og heimspekin hefur margt að bjóða í þessum efnum. Continue reading Námsefnisgerð

Heimspeki fyrir börn í sumar

Börn og unglingar á höfuðborgarsvæðinu geta sótt heimspekinámskeið af ýmsu tagi þetta sumar. Í júní var heimspeki kennd á tveimur námskeiðum í Háskóla unga fólksins en þar voru kennarar þau Ylfa Jóhannesdóttir og Kristian Guttesen. Í þessari viku hófust námskeið fyrir 5-13 ára börn sem Sigurlaug Hreinsdóttir kennir. Nánari upplýsingar um námskeið Sigurlaugar má nálgast hér og í viðtali við Fréttablaðið segir hún frá markmiðum námskeiðanna.

Umræðuhópur um Aðalnámskrá

Félag heimspekikennara hefur ákveðið að stofna rýnihóp til að koma á framfæri athugasemdum við drög að nýrri Aðalnámskrá grunnskóla sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt. Umsjónarmenn rýnihópsins eru Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir, Ólafur Waage og Sigurlaug Hreinsdóttir og hefur hópurinn ákveðið að bera nokkrar spurningar til allra áhugasamra. Umræða fer fram á Facebook þar sem hægt er að skrá sig í hópinn. Continue reading Umræðuhópur um Aðalnámskrá

Ný grein um heimspekikennslu á Íslandi

Í nýlegri grein Henrys Alexanders Henryssonar og Elsu Haraldsdóttur sem birtist í veftímaritinu Netlu er leitast við að skýra stöðu heimspekikennslu og gagnrýnnar hugsunar í íslenska skólakerfinu. Hugmyndir Íslendinga um stöðu heimspekinnar eru ræddar með hliðsjón af könnun sem gerð var á vegum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Spurt er hverjar séu raunhæfar vonir og væntingar um eflingu gagnrýnnar hugsunar og heimspeki í íslenskum skólum.

Ný Aðalnámskrá til umsagnar

Kæru félagar,

Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis hafa verið birt drög að
námssviða- og námsgreinahluta nýrrar aðalnámskrár grunnskóla.
Ég hvet félagsmenn til að kynna sér þau, og legg til að markvisst verði
efnt til umræðu um þau á fundum félagsins í sumar. Continue reading Ný Aðalnámskrá til umsagnar

Rökfræði fyrir heimspekikennara

Catherine McCall heimspekingur og kennari í Skotlandi er að undirbúa rökfræðinámskeið fyrir heimspekikennara. Staður, tími og verð námskeiðsins er enn ekki ákveðið en Catherine er að kanna áhuga á námskeiði af þessu tagi. Eru einhverjir kennarar á Íslandi sem hafa áhuga á þátttöku í slíku námskeiði? Þá er upplagt að ýta á “like” hér að neðan. Continue reading Rökfræði fyrir heimspekikennara

SOPHIA – ráðstefna 2012

SOPHIA eru samtök barnaheimspeki kennara í Evrópu. Samtökin halda árlega ráðstefnu þar sem félagsmenn kynna hugmyndir og verkefni, skiptast á skoðunum og styrkja tengslanet sitt. Næsta ráðstefna þeirra verður í Serbíu 14.-16. september 2012 og nánari upplýsingar um ráðstefnuna, skráningu, ferðir og gistingu má nálgast hér.

Viðfangsefni ráðstefnunnar er “heimspeki í heimspeki með börnum” (Philosophy in Philosophizing with Children). Tekið er við tillögum að málstofum til 1. júní 2012 og hér má nálgast nánari upplýsingar um hvernig senda á inn erindi.