Málþing 13. apríl: Innleiðing grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti í þverfaglegu skólastarfi

Laugardaginn 13. apríl stendur Félag heimspekikennara fyrir málþingi um „Innleiðingu grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti í þverfaglegu skólastarfi“.

Félag heimspekikennara er fagfélag kennara á öllum skólastigum og er meginmarkmið þess að efla samstarf heimspekikennara í skólum og þeirra sem starfa við æskulýðsstarf á öðrum vettvangi, sem og að vinna að eflingu heimspekikennslu hérlendis með því að vera ráðgefandi aðili gagnvart fræðslu- og skólayfirvöldum um tilhögun heimspekikennslu í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Continue reading Málþing 13. apríl: Innleiðing grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti í þverfaglegu skólastarfi

Kvenheimspekingar koma í kaffi: Elísabet prinsessa af Bæheimi

Fyrirlestraröðin um kvenheimspekinga heldur áfram. Á hverjum fimmtudegi er sjónum beint að kvenheimspekingi úr sögu heimspekinnar. Næst mun Þóra Björg Sigurðardóttir tala um heimspeki Elísabetar frá Bæheimi. Fyrirlesturinn verður fluttur í dag, fimmtudaginn 21. mars, í Árnagarði, stofu 201 kl. 15:00.
Continue reading Kvenheimspekingar koma í kaffi: Elísabet prinsessa af Bæheimi

Námskeið í frásagnalist 12. – 14. apríl

Að dafna og blómstra með sagnalist

Storytelling með Nancy Mellon: Námskeið ætlað sagnaþulum, foreldrum, kennurum, þerapistum og öðrum áhugasömum

Helgina 12. – 14. apríl kemur sagnaþulan Nancy Mellon (USA) til landsins. Hún mun halda námskeið í frásagnalist þar sem hún leiðir þátttakendur inn í ævintýralegan heim sögunnar. Hún starfar með fólki af mismunandi bakgrunni sem leitar að nýrri sýn og betri líðan í persónulegu-, fjölskyldu- og á starfssviði sínu. Continue reading Námskeið í frásagnalist 12. — 14. apríl

Bloggað um málstofu

Ármann Halldórsson hefur bloggað um fyrirlestur á nýafstöðnu Hugvísindaþingi. Þar hlustaði hann á Nönnu Hlín Halldórsdóttur á málstofunni “Róttæk heimspeki samtímans” og í bloggi sínu dregur Ármann sinn skilning á fyrirlestrinum og umræðum í kjölfarið. Lesið þetta hjá Menntamannsa. Í lok bloggsins lofar Ármann að skrifa næst um fyrirlestur Erlu Karlsdóttur á sömu málstofu.

Kvenheimspekingar koma í kaffi, fimmtudaginn 14. mars

Nýlega hófst röð erinda til kynningar á kvenheimspekingum í sögu og samtíð.

Næsti kvenheimspekingur sem verður kynntur í röðinni „Kvenheimspekingar koma í kaffi“ er Mechthild von Magdeburg (1207/10 – 1282/1294). Mechthild er einn af stóru dulspekingum miðalda. Hún var begína, en samfélög begína og nunnuklaustur buðu helst upp á möguleika fyrir konur til þess að stunda fræðistörf á þessum tíma. Mechthild gaf út margra binda verk, „Hið flæðandi ljós guðdómsins“, þar sem hún lýsir sambandi sálarinnar við guð m.a. sem erótísku ástarsambandi.

Skúli Pálsson mun fjalla um heimspeki Mechthild von Magdeburg. Verið velkomin í Árnagarð 201, kl. 15 á fimmtudag (14. mars). Aðgangur er ókeypis.

Einnig er hægt að fletta viðburðinum upp á fésbókinni þar sem einnig berast áminningar og frekari upplýsingar reglulega.

Viðtal við heimspekikennara: Arnar Elísson

Heimspekitorgið tók nýverið viðtal við Arnar Elísson heimspeking og kennara við Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ.

Spurning 1: Hvar ert þú að kenna heimspeki? Hvernig er heimspeki byggð inn í skólastarfið? Hvaða áfangar eru kenndir? Er heimspeki valgrein eða skylda á ákveðnum brautum?

Arnar: Ég er að kenna heimspeki í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Í kringum 240 nemendur sækja skólann og þar vinna um 30 kennarar. Aðferðafræði skólans felst í leiðsagnarmati, þ.e. nemendur fara ekki í stór lokapróf í lok annar. Námið í skólanum er verkefnamiðað og nemendur vinna því stöðugt yfir önnina í verkefnum og fá umsagnir frá kennara. Þetta krefst mikilla samskipta og samvinnu á milli nemenda og kennara.

Í skólanum kenni ég þrjá heimspekiáfanga; Byrjunaráfangi í heimspeki, sem er inngangsáfangi sem hefur það markmið að kynna fyrir nemendum heimspeki sem fræðigrein; Heimspeki og kvikmyndir, sem er áfangi í fagurfræði; og Líf og dauði, sem er áfangi í heilbrigðissiðfræði.

Byrjunaráfangi í heimspeki er eini skylduáfanginn og þurfa nemendur á félagsfræðibraut að taka hann, hinir áfangarnir eru valgreinar. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Arnar Elísson