
Verið velkomin í Kvenheimspekingakaffi á fimmtudag, 13. mars, kl. 15 í Árnagarði 301.
Jón Ragnar Ragnarsson mun fjalla um heimspeki Mariu Zambrano.
Maria Zambrano fæddist árið 1901 í Velez, Malaga á Spáni. Zambrano var merkur heimspekingur og rithöfundur sem lét eftir sig mikið safn rita. Hún tók virkan þátt í starfi lýðræðissinna á tímum borgarastyrjaldarinnar og fluttist úr landi eftir að falangistar komust til valda árið 1939. Zambrano flutti ekki aftur heim til Spánar fyrr en eftir 45 ára útlegð í Mexíkó, Puerto Rico, Kúbu, Ítalíu og víðar. Skrif hennar eru nátengd reynslu hennar í borgarastríðinu og þeirri atburðarrás sem fylgdi í kjölfarið. Aðskilnaður við vini og fjölskyldu, fátækt og veikindi reyndust henni innblástur í heimspekinni sem hún gagnrýndi fyrir að hafa glatað tengslum við veruleikann. Zambrano fékk Cervantes verðlaunin árið 1988. Continue reading Kvenheimspekingakaffi – Heimspeki Mariu Zambrano

	
	

Mánudaginn 9. desember, kl. 20 í Hannesarholti, Grundarstíg 10
Útgáfufagnaður í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, miðvikudaginn 4. desember, kl. 17. 
![856197_344545992321953_139201684_o[1]](https://heimspekitorg.is/wp-content/uploads/2013/11/856197_344545992321953_139201684_o1-300x111.jpg)
