Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum

Dagbók 2014 - Árið með heimspekingumÚtgáfufagnaður í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, miðvikudaginn 4. desember, kl. 17.

Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum eftir Sigríði Þorgeirsdóttur prófessor er í senn dagbók/dagatal fyrir árið 2014 og saga margra helstu kvenheimspekinga allt frá fornöld til samtímans.

Bókin er hugsuð sem dagbók á skrifborði eða ferðafélagi í tösku. Fyrir hverja viku dregur Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor, upp leiftrandi myndir af þessum huldu hetjum heimspekinnar sem hafa löngum verið „gleymdar“ og ekki metnar að verðleikum. Þeirra viska – sem oft er á skjön við ráðandi visku karlheimspekinganna – er veganesti fyrir hverja viku ársins.
Continue reading Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum

Alþjóðadagur heimspekinnar

Í dag, 21. nóvember, er alþjóðadagur heimspekinnar. Af því tilefni hefur Gunnar Harðarson birt hugleiðingu á Heimspekivefunum um gildi heimspekinnar og heimspekilegrar samræðu, sem hann setur í samhengi við hugsun Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi.

Grein Gunnars: „21. nóvember: Alþjóðadagur heimspekinnar
Continue reading Alþjóðadagur heimspekinnar

Opnum stjórnarfundi frestað fram á fimmtudag vegna landsleiks

Vegna landsleiks Íslendinga og Króata, sem fer fram í kvöld, verður opnum stjórnarfundi Félags heimspeki­kennara frestað til fimmtudagskvöldsins, 21. nóvember. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Iðu í Kvosinni, þ.e. Vesturgötu 2a. Hann hefst kl. 20 og mun ljúka ekki seinna en kl. 22. Á fundinum verður meðal annars lagt á ráðin um fyrirhugað starf félagsins. Þar sem um er að ræða opnan fund eru allir sem hafa áhuga á heimspeki eða heimspekikennslu hvattir til að mæta.

Vel heppnað málþing um sköpun og læsi

Brynhildur Sigurðardóttir flytur erindi á málþingi um grunnþætina sköpun og læsi, 13. nóvembver 2013Síðastliðinn miðvikudag, 13. nóvember, stóð Félag heimspekikennara fyrir málþingi um grunnþættina sköpun og læsi í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Mæting var góð og framkvæmdin heppnaðist vel í alla staði. Á meðfylgjandi mynd sést Brynhildur Sigurðardóttir, heimspekikennari í Garðaskóla, flytja erindi sitt á málþinginu.

„Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“

Bríet BjarnhéðinsdóttirNýverið birtust á Heimspekivefnum nokkrar greinar sem birtust í tímaritunum Skírni og Fjallkonunni á árunum 1876-1885 og eiga það allar sameiginlegt að fjalla um réttindi og félagslega stöðu kvenna. Ein þeirra er grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“, en þar leggur hún að jöfnu menntun sem jafnréttismál og framfarir á Íslandi. Með því að smella á titil greinarinnar, í málsgreininni hér á undan, má lesa þessar skörpu hugrenningar Bríetar á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar.

Mynd

Fræðslufundur og málþing um tengsl heimspeki og grunnþáttanna læsis og sköpunar

Menntavísindasvið Háskóla Íslands, StakkahlíðMiðvikudaginn 13. nóvember verður haldinn fræðslufundur og málþing um tengsl heimspekikennslu og grunnþáttanna sköpunar og læsis. Viðburðurinn verður haldinn í húsakynnum Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð, í sal K205 og stendur frá kl. 15:15 til kl. 17:00. Viðburðurinn er skipulagður af Félagi heimspekikennara í samstarfi við Rannsóknarstofu um skapandi skólastarf og námsbraut um kennslufræði framhaldsskóla og háskóla. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Continue reading Fræðslufundur og málþing um tengsl heimspeki og grunnþáttanna læsis og sköpunar

Viðtal við heimspekikennara: Síðuskóli á Akureyri

Heimspekitorgið tók nýlega viðtal við Sigrúnu Sigurðardóttur sem kennir heimspekival við grunnskólana á Akureyri. Sigrún er kennari í Síðuskóla en valgreinar eru boðnar þvert á skóla til að auka úrval greina sem nemendur geta valið úr. Svör Sigrúnar við nokkrum spurningum Heimspekitorgsins má lesa hér að neðan. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Síðuskóli á Akureyri

Kvenheimspekingakaffið heldur áfram

Kvenheimspekingakaffið heldur áframKvenheimspekingakaffi hefst aftur nú á haustmisseri og verður annan hvern fimmtudag.

Eiríkur Smári Sigurðsson heldur fyrsta erindið um „Gyðju Parmenídesar“.

Verið velkomin í Lögberg 103, kl. 15 á fimmtudaginn, 12. september.

Sjá dagskrá haustmisseris í viðhengi.

Gyðja Parmenídesar

Parmenídes, mesti skynsemishyggjumaður forvera heimspekinnar, setur kenningar sínar í munn gyðju sem hann hittir í handanheimum. Hún tekur á móti honum, ungum manninum, og leiðir í allan sannleikann um heiminn. Í kaffi dagsins verður þessi saga skýrð og nokkrar túlkanir á henni ræddar og hún m.a. skoðuð í ljósi annarra frásagna af gyðjum og ungum mönnum sem hitta þær til að læra sannleikann (t.d. Hesíódos og Sókrates). Gyðja Parmenídesar er vissulega ekki heimspekingur í sama skilningi og (flestar) aðrar sem er fjallað um í kvenheimspekikaffinu en hún getur þó varpað ljósi á stöðu kvenna og hins kvenlega í upphafi heimspekisögu Vesturlanda.