Opið málþing verður haldið í Odda, Háskóla Íslands á laugardaginn næstkomandi kl. 10-15. Viðfangsefni málþingsins er kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði á öllum skólastigum. Á dagskrá eru fræðilegir fyrirlestrar, reynslusögur kennara og gagnrýnin umræða um skólastarf. Málþingið er samstarfsverkefni Rannsóknarstofu um háskóla, Heimspekistofnunar og Félags heimspekikennara.
Continue reading Málþing 1. október: Kennsla í gagnrýninni hugsun og siðfræði