Heimspekikvöld félagsins 10. nóvember

Fimmtudaginn 10. nóvember býður félag heimspekikennara til samræðu um heimspekikennslu. Fundurinn verður í Verzlunarskóla Íslands kl. 20.00 og þar mun Dr. Haukur Ingi Jónasson flytja dálítinn pistil og bjóða þátttakendum að ræða eftirfarandi :

Því hefur verið haldið fram að heimspeki sé mikilvæg og að mikilvægt sé að kenna ungu fólki að hugsa heimspekilega. En hvernig er best að þessu staðið? Hvað þarf til að heimspekin snúist um eitthvað annað en sjálfa sig? Hverjar eru sálrænar forsendur heimspekilegar hugsunar? Hvernig verður heimspekilegri aðferð best miðlað?

Heimspekikvöldið er öllum opið og kostar ekki neitt.

Ný vefsíða um gagnrýna hugsun og siðfræði

Þann 1. október 2011 var opnuð ný vefsíða um gagnrýna hugsun. Vefurinn er gagnabanki fyrir þá sem vilja kenna gagnrýna hugsun og siðfræði. Þar er hægt að nálgast kennsluefni og fræðilega texta auk þess sem ráðstefnur og fleiri viðburðir eru auglýstir. Vefsíðan er unninn af frumkvæði Heimspekistofnunar í samvinnu við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Starfsmenn verkefnisins eru Elsa Haraldsdóttir og Kristian Guttesen.

Málþing 1. október: Kennsla í gagnrýninni hugsun og siðfræði

Opið málþing verður haldið í Odda, Háskóla Íslands á laugardaginn næstkomandi kl. 10-15. Viðfangsefni málþingsins er kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði á öllum skólastigum. Á dagskrá eru fræðilegir fyrirlestrar, reynslusögur kennara og gagnrýnin umræða um skólastarf. Málþingið er samstarfsverkefni Rannsóknarstofu um háskóla, Heimspekistofnunar og Félags heimspekikennara.

Continue reading Málþing 1. október: Kennsla í gagnrýninni hugsun og siðfræði

Heimspekileg æfing 14. september kl. 20.00

Haldin verður heimspekileg samræðuæfing miðvikudagskvöldið 14. september kl. 20.00. Æfingin verður haldin í Garðaskóla í Garðabæ og er gengið inn um inngang á vesturhlið, beint af bílastæði. Áhersla er lögð á sókratíska samræðu sem Ármann Halldórsson stjórnar. Continue reading Heimspekileg æfing 14. september kl. 20.00

Margt á döfinni næsta vetur

Útlit er fyrir að mikil gróska verði í heimspekikennslu á Íslandi næsta vetur. Félag heimspekikennara undirbýr sína dagskrá í sumar um mun leggja áherslu á mánaðarlegar uppákomur þar sem heimspekilegar samræðuæfingar spila stórt hlutverk. Kennarar geta sótt námskeið og ráðstefnur um heimspekikennslu bæði að hausti og vori, skólanámskrár eru í þróun og tvær heimasíður tengdar heimspekikennslu eru í mótun.

Continue reading Margt á döfinni næsta vetur

SOPHIA: samtök barnaheimspekinga í Evrópu

SOPHIA eru evrópusamtök barnaheimspekinga og starfsemi þeirra má kynna sér á heimasíðunni http://sophia.eu.org/. Samtökin halda árlega samstarfsfundi þar sem heimspekikennarar hittast, segja frá verkum sínum og styrkja tengslin við aðra kennara. Næsti samstarfsfundur verður haldinn í Istanbul 30. september – 1. október 2011 og það er Dr. Nimet Kucuk  sem er gestgjafi.

Aðalfundur félags heimspekikennara

Miðvikudaginn 25. maí hélt félagið aðalfund í Verzlunarskóla Íslands. Fundurinn var vel sóttur og sífellt eru nýir kennarar að bætast í félagið. Auk venjulegra aðalfundastarfa hélt Sigríður Þorgeirsdóttir uppi umræðu um menningu heimspekinnar og birtingarmyndir hennar í kennslu. Út frá inngangserindi Sigríðar spunnust ýmsar hugleiðingar og lífleg samræða.

Continue reading Aðalfundur félags heimspekikennara