Heimspekikvöld félagsins 10. nóvember

Fimmtudaginn 10. nóvember býður félag heimspekikennara til samræðu um heimspekikennslu. Fundurinn verður í Verzlunarskóla Íslands kl. 20.00 og þar mun Dr. Haukur Ingi Jónasson flytja dálítinn pistil og bjóða þátttakendum að ræða eftirfarandi :

Því hefur verið haldið fram að heimspeki sé mikilvæg og að mikilvægt sé að kenna ungu fólki að hugsa heimspekilega. En hvernig er best að þessu staðið? Hvað þarf til að heimspekin snúist um eitthvað annað en sjálfa sig? Hverjar eru sálrænar forsendur heimspekilegar hugsunar? Hvernig verður heimspekilegri aðferð best miðlað?

Heimspekikvöldið er öllum opið og kostar ekki neitt.