Til hvers heimspeki? Aftanspjall…

philosophyshirt2-300x300Aftanspjall Félags áhugamanna um heimspeki  verður haldið þann 22. október. Samræðan hefst klukkan 19:30 og mun fara fram á veitinga- og skemmtistaðnum Bast, Hverfisgötu 20 (á móti Þjóðleikhúsinu).

Frummælendur verða Börkur Gunnarsson, Salvör Nordal og Brynhildur Sigurðardóttir sem munu leitast við að svara spurningu kvöldsins: Til hvers heimspeki? Öll eru þau heimspekimenntuð en hafa valið sér ólíkan starfsvettvang og fáum við þau til að deila með áheyrendum hvernig heimspekinámið hefur nýst þeim í þeirra störfum. Hvert telja þau hlutverk heimspekinnar vera eða geta orðið fyrir utan hið fræðilega svið.

Jakob Guðmundur Rúnarsson, doktorsnemi í heimspeki, stýrir fundinum . Continue reading Til hvers heimspeki? Aftanspjall…

Heimsókn til heimspekikennara

Félag heimspekikennaraFélag heimspekikennara býður í heimsókn til heimspekikennara. Arnar Elísson kennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ segir frá því sem hann gerir í heimspekiáföngum skólans. Hann mun tala um hvernig hann skipuleggur áfanga, hvaða lesefni hann setur fyrir og hvernig hann hagar kennslunni almennt. Í FMos er verið að þróa leiðsagnarmat og námið allt er verkefnamiðað. Arnar segir sjálfur að hér verði um játningar kennarans að ræða.

Tími: Miðvikudaginn 24. september kl. 20-22

Staður: Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Bjarkarholti 5, Mosfellsbæ

 

Alþjóðleg sumarnámskeið

Sumarið 2014 verða ýmis námskeið í boði fyrir þá sem vilja kynna sér aðferðir í heimspekikennslu og dýpka færni sína á þessu sviði. Þau námskeið sem heimspekitorgið hefur frétt af eru þessi:

6.-7. júní, Riga í Lettlandi: EPIC international Workshop, aðalkennari er Catherine McCall. Nánari upplýsingar verða uppfærðar um leið og þær berast.

27.-29. júní, Laval University í Quebec í Kanada: NAACI Weekend Workshop Retreat. An ideal opportunity to spend a weekend dialoguing with fellow philosophical practitioners! 

This workshop retreat is geared toward experienced philosophical facilitators and practitioners who want to deepen their understanding and use of the Community of Philosophical Inquiry (CPI) model in an informal, collaborative retreat atmosphere. During the workshop participants will engage in CPI sessions together with the help of guest master-facilitators, explore best practices for facilitation in different contexts and extend the discussions on CPI applications sparked during the NAACI conference. More information and registration at the NAACI website.

Viðtal við heimspekikennara: Síðuskóli á Akureyri

Heimspekitorgið tók nýlega viðtal við Sigrúnu Sigurðardóttur sem kennir heimspekival við grunnskólana á Akureyri. Sigrún er kennari í Síðuskóla en valgreinar eru boðnar þvert á skóla til að auka úrval greina sem nemendur geta valið úr. Svör Sigrúnar við nokkrum spurningum Heimspekitorgsins má lesa hér að neðan. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Síðuskóli á Akureyri