Aftanspjall Félags áhugamanna um heimspeki verður haldið þann 22. október. Samræðan hefst klukkan 19:30 og mun fara fram á veitinga- og skemmtistaðnum Bast, Hverfisgötu 20 (á móti Þjóðleikhúsinu). Frummælendur verða Börkur Gunnarsson, Salvör Nordal og Brynhildur Sigurðardóttir sem munu leitast við að svara spurningu kvöldsins: Til hvers heimspeki? Öll eru þau heimspekimenntuð en hafa valið… Continue reading Til hvers heimspeki? Aftanspjall…
Author: brynhildur
Heimsókn til heimspekikennara
Félag heimspekikennara býður í heimsókn til heimspekikennara. Arnar Elísson kennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ segir frá því sem hann gerir í heimspekiáföngum skólans. Hann mun tala um hvernig hann skipuleggur áfanga, hvaða lesefni hann setur fyrir og hvernig hann hagar kennslunni almennt. Í FMos er verið að þróa leiðsagnarmat og námið allt er verkefnamiðað. Arnar… Continue reading Heimsókn til heimspekikennara
Ný stjórn félags heimspekikennara
Á aðalfundi Félags heimspekikennara þann 21. júní síðastliðin var ný stjórn kosin og í henni sitja: Arnar Elísson formaður Skúli Pálsson ritari Brynhildur Sigurðardóttir gjaldkeri —
Heimspekinámskeið í París
Isabelle Millon og Oscar Brenifier halda námskeið í heimspekilegri samræðu á heimili sínu í nágrenni Parísar 3.-8. mars 2014. Auglýsing á ensku fylgir hér á eftir:
Alþjóðleg sumarnámskeið
Sumarið 2014 verða ýmis námskeið í boði fyrir þá sem vilja kynna sér aðferðir í heimspekikennslu og dýpka færni sína á þessu sviði. Þau námskeið sem heimspekitorgið hefur frétt af eru þessi: 6.-7. júní, Riga í Lettlandi: EPIC international Workshop, aðalkennari er Catherine McCall. Nánari upplýsingar verða uppfærðar um leið og þær berast. 27.-29. júní,… Continue reading Alþjóðleg sumarnámskeið
Fréttabréf októbermánaðar
Nýtt fréttabréf heimspekikennara er komið út. Þar er sérstök áhersla á fréttir af heimspekikennslu á Akureyri. Sagt er frá nýrri stjórn félagsins sem kosin var á auka aðalfundi í september, fundi heimspekikennara í Svíþjóð og ýmsu öðru sem er í gangi. Að venju er bent á ný verkefni í Verkefnabanka Heimspekitorgsins.
Viðtal við heimspekikennara: Síðuskóli á Akureyri
Heimspekitorgið tók nýlega viðtal við Sigrúnu Sigurðardóttur sem kennir heimspekival við grunnskólana á Akureyri. Sigrún er kennari í Síðuskóla en valgreinar eru boðnar þvert á skóla til að auka úrval greina sem nemendur geta valið úr. Svör Sigrúnar við nokkrum spurningum Heimspekitorgsins má lesa hér að neðan.
Afmælismálþing SOPHIA
Dagana 1.-3. nóvember næstkomandi halda evrópusamtök barnaheimspekinga (SOPHIA) upp á 20 ára afmæli sitt með fjölbreyttu málþingi. Nánari upplýsingar mál lesa á ensku hér að neðan og á heimasíðu samtakanna.
Auka aðalfundur Félags heimspekikennara
Auka aðalfundur Félags heimspekikennara verður haldinn laugardaginn 7. september kl. 11.00 í Reykjavíkurakademíunni, 3. hæð. Fundarefnið er: kosning í stjórn félagsins og kosning formanns. Sjá nánar í fundarboði sem sent var á félagsmenn. —
Childhood and Philosophy – nýtt tölublað
Childhood and Philosophy er veftímarit ICPIC, alþjóðasamtaka barnaheimspekinga. Í nýjasta tölublaðinu eru greinar á spænsku og ensku. Meðal þess efnis sem fjallað er um er grein um hvernig barnaheimspeki þjálfar sjálfstjórn barna og önnur sem fjallar um tengsl barnaheimspeki, tilfinningagreindar og félagsfærni.