Laugardaginn 27. október n.k. verður annað örnámskeiðið á vegum Siðmenntar og Sísyfosar heimspekismiðju haldið. Að þessu sinni verður athyglinni beint að siðfræðinni sem er ein af greinum heimspekinnar. Þátttakendur fá að takast á við ýmis siðferðileg álitamál og kynnast lítillega nokkrum algengustu siðfræðikenningunum. Continue reading Örnámskeið í siðfræði
Tag: heimspekileg æfing
Heimspekikaffihúsið
Heimspekikaffihúsið í Reykjavík fer ekki í sumarfrí. Næsti fundur er laugardaginn 4. ágúst kl. 14-16 og þá verður rædd spurningin Hvað eru skilningarvit? Allir eru velkomnir á heimspekikaffihús.
Heimspekilegar æfingar: Spinoza
Heimspekilegri æfingu sem vera átti miðvikudaginn 11. júlí hefur verið frestað vegna veðurs og sumarleyfi. Æfingin átti að vera sú þriðja í röð fimm æfinga um Ethics eftir Spinoza. Þráðurinn verður tekinn upp í ágúst og verða æfingarnar þá nánar auglýstar hér á Heimspekitorginu og á Facebook.
Heimspekileg æfing 20. júní
Félag heimspekikennara stendur að heimspekilegri æfingu 20. júní kl. 20.00 í Garðaskóla. Lesið verður textabrot eftir Spinoza og samræðuæfing spunnin út frá því. Stjórnandi æfingarinnar er Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir. Æfingin er öllum opin. Continue reading Heimspekileg æfing 20. júní
FRESTAÐ – Heimspekileg æfing 9. maí
Heimspekilegri æfingu sem boðað var til 9. maí hefur verið frestað vegna veikinda leiðbeinanda. Nýr tími verður auglýstur fljótlega.
Heimspekileg æfing 11. apríl – allir velkomnir
Félag heimspekikennara býður til heimspekilegrar samræðu 11. apríl kl. 20.00 á kennarastofu Verzlunarskóla Íslands. Stjórnandi æfingarinnar er Ármann Halldórsson, formaður félags heimspekikennara og kennari við VÍ.
Viðfangsefni samræðunnar verður samræðan sjálf, eðli hennar og strúktúr. Spurningar sem lagt verður upp með:
- hlutverk stjórnandans
- tilfinningar og trúnaður í samræðu
- er samræðan leikur?
- hvert er hlutverk kímni í samræðunni?
Haft verður fremur frjálst og flæðandi form á samræðunni og mun hún þá lúta þeim hugmyndum sem fram koma í henni sjálfri.
Allir velkomnir!
Námskeið Oscar Brenifier, sumar 2012
Sjöunda alþjóðlega heimspekinámskeið heimspekistofnunar Dr. Oscar Brenifier og félaga verður haldið 6.-12. ágúst 2012. Námskeiðið er haldið á ensku og fjöldi þátttakenda verður 25-30 manns. Þátttökugjald er 600 EUR og innifalið í því er námskeiðsgjald, fæði og húsnæði. Nokkrir íslenskir heimspekikennarar hafa nú þegar farið á námskeið hjá Oscar Brenifier og telja reynsluna mikilvæga og lærdómsríka. Nánari upplýsingar um námskeiðið og verk Dr. Brenifier má nálgast á heimasíðu hans.
Heimspekikvöld félagsins 10. nóvember
Fimmtudaginn 10. nóvember býður félag heimspekikennara til samræðu um heimspekikennslu. Fundurinn verður í Verzlunarskóla Íslands kl. 20.00 og þar mun Dr. Haukur Ingi Jónasson flytja dálítinn pistil og bjóða þátttakendum að ræða eftirfarandi :
Því hefur verið haldið fram að heimspeki sé mikilvæg og að mikilvægt sé að kenna ungu fólki að hugsa heimspekilega. En hvernig er best að þessu staðið? Hvað þarf til að heimspekin snúist um eitthvað annað en sjálfa sig? Hverjar eru sálrænar forsendur heimspekilegar hugsunar? Hvernig verður heimspekilegri aðferð best miðlað?
Heimspekikvöldið er öllum opið og kostar ekki neitt.
Heimspekileg æfing 14. september kl. 20.00
Haldin verður heimspekileg samræðuæfing miðvikudagskvöldið 14. september kl. 20.00. Æfingin verður haldin í Garðaskóla í Garðabæ og er gengið inn um inngang á vesturhlið, beint af bílastæði. Áhersla er lögð á sókratíska samræðu sem Ármann Halldórsson stjórnar. Continue reading Heimspekileg æfing 14. september kl. 20.00