Norræn samtök um heimspekilega ráðgjöf, sem Félag heimspekikennara er aðili að, halda níundu ráðstefnu sína í. Helsinki, dagana 3.-5. maí 2019. Ráðstefnan sjálf er haldin 4.-5. maí, en á föstudeginum, 3. maí, er haldin vinnustofa undir handleiðslu Guro Hansen Helskog, undir yfirskriftinni The Dialogos approach to pedagogical philosophical practice. Þessi vinnustofa rúmar aðeins 16 þátttakendur og því er mikilvægt að skrá sig í tæka tíð ætli einhver að sækja ráðstefnuna heim.
Þema ráðstefnunnar er heimspekiiðkun og menntun (e. Philosophical Practice and Education), en hér má lesa lýsingu hennar á ensku, þar sem kallað er eftir ráðstefnuerindum og gefin nánari lýsing á lokuðu vinnustofunni: Call-for-Papers_9th-Nordic-Conference-on-Philosophical-Practice.pdf
Nýárskveðja
Stjórn Félagsheimspekikennara óskar félagsmönnum og samstarfsaðilum farsældar á nýju ári. Margt spennandi er á döfinni og hlökkum við til að takast á við þau verkefni sem bíða okkar á árinu.
Norræn samtök um heimspekilega ráðgjöf, sem Félag heimspekikennara er aðili að, halda níundu ráðstefnu sína, í Helsinki dagana 3.-5. maí 2019. Ráðstefnan verður auglýst nánar á Fb síðu samtakanna og munum við líka segja frá henni í væntanlegu fréttabréfi þegar nær dregur.
Fyrsti viðburður ársins verður fræðsluerindi Guðrúnar Hólmgeirsdóttur sem kynnir kennslubækur sínar í heimspeki. Greint er frá viðburðinum í nýjasta fréttabréfi Félags heimspekikennara (nr. 18, janúar 2019). Hér má svo lesa viðtal við Guðrúnu sem birtist á Heimspekitorginu sumarið 2013.
Gleðilegt árið!
Mynd: Rammi úr myndinni Ghostwalk e. Gunnhildi Unu Jónsdóttur
Fréttabréf heimspekikennara komið út að nýju
Hér birtist nýtt Fréttabréf heimspekikennara. Efst til vinstri (þegar fréttabréfið opnast) er hægt að skrá sig á póstlistann, en einnig er hægt að gerast áskrifandi að fréttabréfinu hér á Heimspekitorginu.
Fram skal tekið að það er alltaf auðvelt að segja upp áskrift að fréttabréfinu og í hverju tölublaði fylgja upplýsingar um hvernig gera megi það.
Við vonumst til að þessu framtaki verði vel tekið og að félagsmenn sendi okkur efni og/eða ábendingar um hvaðeina sem lýtur að viðfangsefni félagsins. Senda má efni og ábendingar á netfangið heimspekikennarar@gmail.com
Ráðgert er að næsta tölublað fréttabréfsins komi út eftir áramót. Hægt er að lesa nýja tölublaðið, sem er hið 17. í röðinni, með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Njótið lestrarins!
Endurvekjum Fréttabréf heimspekikennara
Á árunum 2012-2013 kom Fréttabréf heimspekikennara reglulega út. Okkur langar að endurvekja það og senda út eitt tölublað fyrir jól 2018 og annað eftir áramót. Síðan munum við taka afstöðu til framhaldsins. Með því að smella á hlekkinn hér að ofan er hægt að skoða eldri tölublöð.
Nú viljum við kalla eftir efni. Okkur langar að heyra hvað félagsmenn okkar eru að fást við. Sendið okkur örstutta línu á netfangið heimspekikennarar@gmail.com, þar sem þið greinið frá ykkar starfi. Eins, megið þið segja frá áhugaverðum póstlistum, greinum og/eða kennsluefni sem þið kunnið að hafa rekist á.
Við reiknum með að senda út fyrsta nýja tölublaðið þ. 1. desember 2018. Hlökkum til að heyra frá okkur og vonumst eftir jákvæðum viðbrögðum.
Kv. Stjórnin
Hvernig er best fyrir kennara að spilla nemendum sínum?
Um viðfangsefni í heimspekitímum
Miðvikudagskvöldið 14. nóvember 2018, kl. 19, heldur Jóhann Björnsson heimspekikennari og doktorsnemi í menntunarfræðum opið fræðsluerindi á vegum Félags heimspekikennari, þar sem hann hyggst kynna útgefnar kennslubækur sínar og aðferðir til að beita þeim í skólastofunni.
Viðburðurinn fer fram í Iðu Zimsen, Vesturgötu 2a, og er opinn öllum kennurum og áhugafólki um heimspeki sem kennsluaðferð.
Hér má skoða viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/1990839334302979/
Endilega merkið við „Going“ og deilið honum sem víðast!
Af aðalfundi Félags heimspekikennara, 27. okt 2018
Aðalfundur Félags heimspekikennara fór fram á Kaffi Laugalæk í dag. Kosin var ný stjórn, en hana skipa:
Skúli Pálsson, formaður
Valur B. Antonsson, varaformaður
Katrín Pálmadóttir Þorgerðardóttir, ritari
Kristian Guttesen, gjaldkeri
Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, meðstjórnandi
Ragnheiður Eiríksdóttir, meðstjórnandi
Varamenn í stjórn:
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Nanna Hlín Halldórsdóttir
Ráðgert er að félagið standi fyrir málþingi um heimspekilega nálgun á samfélagsfræði í febrúar 2019. Fleiri viðburðir eru í burðarliðnum og er einnig gert ráð fyrir að boðið verði upp námskeið fyrir heimspekikennara á vorönn 2019.
Ný stjórn hlakkar til starfsársins og verða færðar nánari fréttir af starfinu síðar.
Heimspekitorgið í klónum á hökkurum
Ritstjórar heimspekitorgins fengu ábendingu frá hýsingaraðilanum, 1984.is, um að vefurinn hefði lent í klónum á hökkurum. Til að koma í veg fyrir frekari skaða lokaði hýsingaraðilinn tímabundið fyrir erlent aðgengi. Eftir að hafa hreinsað óværuna burt, notuðum við tækifærið og uppfærðum kerfið og útlitið. Það er mikilvægt fyrir okkur að vefurinn okkar virki sem skyldi og því viljum við leita til ykkar sem nota hann um að senda okkur ábendingar ef þið rekið augun í eitthvað grunsamlegt.
Námskeið með Emma og Peter Worley
Félag heimspekikennara í samstarfi við The Philosophy Foundation heldur námskeiðið HEIMSPEKI MEÐ BÖRNUM Í LEIK-, GRUNN- OG FRAMHALDSSKÓLA dagana 9.-10. ágúst 2018. Um tveggja daga vinnustofu er að ræða og allir eru velkomnir.
Staðsetning: Garðaskóli, Garðabæ
Tími: 9.-10. ágúst 2018, kl. 9-16 báða daga
Námskeiðsgjald: 32.000 krónur
Um námskeiðið:
Emma og Pete Worley frá The Philosophy Foundation koma til Íslands og halda tveggja daga „Stage 1“ námskeið þar sem farið er á dýptina í fræðum og framkvæmd heimspekilegrar samræðu með börnum og ungmennum. Námskeiðið er skemmtilegt og innihaldsríkt og hentar öllum kennurum, bæði þeim sem þegar hafa reynslu af kennslu í heimspeki og samræðu og algjörum byrjendum á þessu sviði. Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast og þróa færni sína í stjórnun heimspekilegrar samræðu. Continue reading Námskeið með Emma og Peter Worley
7. norræna ráðstefnan um heimspekilega ráðgjöf
Norræn samtök um heimspekilega ráðgjöf héldu sjöundu ráðstefnu sína í samstarfi við félag heimspekikennara í Íslandi vorið 2017. Ráðstefnan fór fram í Landakotsskóla auk þess sem hún teygði anga sína út á Reykjanesskagann. Dagskráin var nærandi og gestir sammála um að ráðstefnan hefði boðið til einstaklega gefandi samræðu.
Einn ráðstefnugesta var hin sænska Miriam van der Valk sem segir frá ferð sinni til Íslands og ráðstefnunni í afar skemmtilegu bloggi: http://www.filoprax.com/2017/06/25/7th-nordic-conference-on-philosophical-practice/.
The 8th Nordic Conference for Philosophical Practice
Norræn ráðstefna um heimspekilega ráðgjöf fer fram í Osló dagana 21. og 22. apríl næstkomandi. Kristian Guttesen verður fulltrúi okkar Íslendinga og flytur erindi á ráðstefnunni. Nánari upplýsingar um skráningu og fleira má nálgast hér: Invitation_8th Nordic Conference for Philosophical Practice