SOPHIA: samtök barnaheimspekinga í Evrópu

SOPHIA eru evrópusamtök barnaheimspekinga og starfsemi þeirra má kynna sér á heimasíðunni http://sophia.eu.org/. Samtökin halda árlega samstarfsfundi þar sem heimspekikennarar hittast, segja frá verkum sínum og styrkja tengslin við aðra kennara. Næsti samstarfsfundur verður haldinn í Istanbul 30. september – 1. október 2011 og það er Dr. Nimet Kucuk  sem er gestgjafi.

Aðalfundur félags heimspekikennara

Miðvikudaginn 25. maí hélt félagið aðalfund í Verzlunarskóla Íslands. Fundurinn var vel sóttur og sífellt eru nýir kennarar að bætast í félagið. Auk venjulegra aðalfundastarfa hélt Sigríður Þorgeirsdóttir uppi umræðu um menningu heimspekinnar og birtingarmyndir hennar í kennslu. Út frá inngangserindi Sigríðar spunnust ýmsar hugleiðingar og lífleg samræða.

Continue reading Aðalfundur félags heimspekikennara