Á vefsvæðinu p4c.com er ýmiss konar efni tengt heimspeki með börnum. Hægt er að kaupa aðgang að kennsluefni og fleiri gögnum sem heimspekingar og kennarar leggja til síðunnar. Þar að auki er hluti síðunnar opinn öllum, t.d. tímaritið If then? þar sem birtar eru mikilvægar greinar úr sögu barnaheimspekinnar. Hvert tölublað If then? er helga ákveðnu þema, t.d. er fyrsta tölublaðið helgað heimspekilega samræðufélaginu (community of inquiry).
—