Myndbandsviðtal við Jóhann Björnsson

Smám saman bætist í safn Heimspekitorgsins af myndböndum um heimspekikennslu. Nýjustu myndböndin sýna viðtal við Jóhann Björnsson heimspekikennara í Réttarholtsskóla og finna má þau á Youtube í hluta 1 og hluta 2. Myndböndin eru unnin af Einari Kvaran heimspekingi og Arnari Elíssyni doktorsnema í heimspeki og heimspekikennara við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ.