Laugardaginn 13. október 2012 verður efnt til málþings um barnaheimspeki í Verzlunarskóla Íslands, en þar munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Þeir sem hyggjast mæta eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í gegnum netfangið heimspekikennarar@
Category: Ráðstefnur
Málþing um barnaheimspeki – auglýst eftir erindum
Félag heimspekikennara hefur í samvinnu við verkefni um eflingu gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum hafið undirbúning að málþingi um barnaheimspeki sem haldið verður laugardaginn 13. október nk. í Verzlunarskóla Íslands. Á málþinginu munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu. Stjórn Félags heimspekikennara tekur nú við tillögum að örfyrirlestrum sem fluttir verða á málþinginu. Hugmyndir og lýsingar á erindum má senda stjórn félagsins.
Continue reading Málþing um barnaheimspeki — auglýst eftir erindum
SOPHIA – ráðstefna 2012
SOPHIA eru samtök barnaheimspeki kennara í Evrópu. Samtökin halda árlega ráðstefnu þar sem félagsmenn kynna hugmyndir og verkefni, skiptast á skoðunum og styrkja tengslanet sitt. Næsta ráðstefna þeirra verður í Serbíu 14.-16. september 2012 og nánari upplýsingar um ráðstefnuna, skráningu, ferðir og gistingu má nálgast hér.
Viðfangsefni ráðstefnunnar er “heimspeki í heimspeki með börnum” (Philosophy in Philosophizing with Children). Tekið er við tillögum að málstofum til 1. júní 2012 og hér má nálgast nánari upplýsingar um hvernig senda á inn erindi.
Námskeið Oscar Brenifier, sumar 2012
Sjöunda alþjóðlega heimspekinámskeið heimspekistofnunar Dr. Oscar Brenifier og félaga verður haldið 6.-12. ágúst 2012. Námskeiðið er haldið á ensku og fjöldi þátttakenda verður 25-30 manns. Þátttökugjald er 600 EUR og innifalið í því er námskeiðsgjald, fæði og húsnæði. Nokkrir íslenskir heimspekikennarar hafa nú þegar farið á námskeið hjá Oscar Brenifier og telja reynsluna mikilvæga og lærdómsríka. Nánari upplýsingar um námskeiðið og verk Dr. Brenifier má nálgast á heimasíðu hans.
Sumarnámskeið IAPC í Mendham, NJ
Árlegt sumarnámskeið IAPC (Institute for the Advancement of Philosophy for Children) verður haldið 4. -11. ágúst 2012. Námskeiðin eru haldin í gömlu klaustri í dreifbýli New Jersey og óhætt er að segja að þátttaka í þeim sé góð næring fyrir líkama og sál auk þess að vera góð þjálfun fyrir þá sem vilja styrkja færni sína í heimspekilegri samræðu og samræðukennslu.
Á námskeiðunum er námsefni eftir Matthew Lipman og félaga notað til að þjálfa þátttöku í heimspekilegu samræðufélagi og samræðustjórnun. Þátttakendur fá þjálfun í að greina heimspekileg hugtök og að finna heimspekilegar áherslur í námsefni og daglegri umræðu. Fræðilegar undirstöður heimspeki með börnum eru einnig til umfjöllunar.
Nokkrir íslenskir kennarar og heimspekingar hafa á undanförnum árum tekið þátt í námskeiðunum í Mendham og mæla eindregið með þeim. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu IAPC og í sérstakri auglýsingu um námskeiðið sumarið 2012.
Heimspeki í leik- og grunnskólum: Fyrstu skrefin
Félag heimspekikennara og þróunarhópur um heimspekilega samræðu í skólum Garðabæjar heldur námskeið 9. og 10. mars 2012 í Garðaskóla, Garðabæ. Gestakennari á námskeiðinu verður Liza Haglund heimspekingur og kennari sem starfar við kennaradeild Södertörns Högskola í Stokkhólmi. Dagskráin hefst kl. 13.00 föstudaginn 9. mars á fyrirlestrinum „Réttur barna og unglinga til að hugsa saman – heimspekileg samræða á öllum sviðum menntunar.“ Allir eru velkomnir.
Nánari upplýsingar má sjá í auglýsingu.
Dagskrá námskeiðsins:
Continue reading Heimspeki í leik- og grunnskólum: Fyrstu skrefin
Málþing 1. október: Kennsla í gagnrýninni hugsun og siðfræði
Opið málþing verður haldið í Odda, Háskóla Íslands á laugardaginn næstkomandi kl. 10-15. Viðfangsefni málþingsins er kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði á öllum skólastigum. Á dagskrá eru fræðilegir fyrirlestrar, reynslusögur kennara og gagnrýnin umræða um skólastarf. Málþingið er samstarfsverkefni Rannsóknarstofu um háskóla, Heimspekistofnunar og Félags heimspekikennara.
Continue reading Málþing 1. október: Kennsla í gagnrýninni hugsun og siðfræði
Margt á döfinni næsta vetur
Útlit er fyrir að mikil gróska verði í heimspekikennslu á Íslandi næsta vetur. Félag heimspekikennara undirbýr sína dagskrá í sumar um mun leggja áherslu á mánaðarlegar uppákomur þar sem heimspekilegar samræðuæfingar spila stórt hlutverk. Kennarar geta sótt námskeið og ráðstefnur um heimspekikennslu bæði að hausti og vori, skólanámskrár eru í þróun og tvær heimasíður tengdar heimspekikennslu eru í mótun.
SOPHIA: samtök barnaheimspekinga í Evrópu
SOPHIA eru evrópusamtök barnaheimspekinga og starfsemi þeirra má kynna sér á heimasíðunni http://sophia.eu.org/. Samtökin halda árlega samstarfsfundi þar sem heimspekikennarar hittast, segja frá verkum sínum og styrkja tengslin við aðra kennara. Næsti samstarfsfundur verður haldinn í Istanbul 30. september – 1. október 2011 og það er Dr. Nimet Kucuk sem er gestgjafi.