Salvör Nordal í kaffihúsaspjalli í Bíó Paradís

Hvenær hefst þessi viðburður: 18. febrúar 2014 – 20:00
Nánari staðsetning: Bíó Paradís

Salvör Nordal heimspekingur verður með kaffihúsaspjall í notalegri kaffiaðstöðu Bíó Paradísar eftir sýningu ítölsku kvikmyndarinnar Miele eða Hunang eftir Valeriu Golino. Myndin veltir upp áleitnum spurningum varðandi líknardráp en aðalpersóna myndarinnar Irene, með starfsheitið Hunang, vinnur á svörtum markaði líknardrápa.

Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar frá 2001 og hefur haldið fjölda námskeiða um siðfræði heilbrigðisþjónustu og þau vandamál sem heilbrigðisstarfsmenn og langveikir kljást við. Þar hefur sérstaklega verið fjallað um líknardráp en umræða um lögleiðingu þeirra í nágrannalöndum okkar hefur farið hátt.

Alþjóðleg sumarnámskeið

Sumarið 2014 verða ýmis námskeið í boði fyrir þá sem vilja kynna sér aðferðir í heimspekikennslu og dýpka færni sína á þessu sviði. Þau námskeið sem heimspekitorgið hefur frétt af eru þessi:

6.-7. júní, Riga í Lettlandi: EPIC international Workshop, aðalkennari er Catherine McCall. Nánari upplýsingar verða uppfærðar um leið og þær berast.

27.-29. júní, Laval University í Quebec í Kanada: NAACI Weekend Workshop Retreat. An ideal opportunity to spend a weekend dialoguing with fellow philosophical practitioners! 

This workshop retreat is geared toward experienced philosophical facilitators and practitioners who want to deepen their understanding and use of the Community of Philosophical Inquiry (CPI) model in an informal, collaborative retreat atmosphere. During the workshop participants will engage in CPI sessions together with the help of guest master-facilitators, explore best practices for facilitation in different contexts and extend the discussions on CPI applications sparked during the NAACI conference. More information and registration at the NAACI website.

Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans

Mánudaginn 9. desember, kl. 20 í Hannesarholti, Grundarstíg 10

Ykkur er boðið til samtals um heimspeki á vegum Hannesarholts, Félags áhugamanna um heimspeki og Háskólaútgáfunnar í tengslum við útgáfu bókar Sigríðar Þorgeirsdóttur prófessors; Dagbók 2014: Árið með heimspekingum.

Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans

Svo virðist sem hugðarefni margra kvenheimspekinga séu og hafi verið á skjön við ýmis ráðandi stef í kenningum karl-heimspekinga. Í framsögu sinni veltir Sigríður Þorgeirsdóttir upp þeirri spurningu hvort saga vestrænnar heimspeki sé á einhvern hátt öðruvísi þegar hún er sögð í ljósi kvennanna sem lagt hafa stund á heimspeki í gegnum tíðina. Hugsuðu þær á einhvern hátt öðruvísi?
Continue reading Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans

Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum

Dagbók 2014 - Árið með heimspekingumÚtgáfufagnaður í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, miðvikudaginn 4. desember, kl. 17.

Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum eftir Sigríði Þorgeirsdóttur prófessor er í senn dagbók/dagatal fyrir árið 2014 og saga margra helstu kvenheimspekinga allt frá fornöld til samtímans.

Bókin er hugsuð sem dagbók á skrifborði eða ferðafélagi í tösku. Fyrir hverja viku dregur Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor, upp leiftrandi myndir af þessum huldu hetjum heimspekinnar sem hafa löngum verið „gleymdar“ og ekki metnar að verðleikum. Þeirra viska – sem oft er á skjön við ráðandi visku karlheimspekinganna – er veganesti fyrir hverja viku ársins.
Continue reading Dagbók 2014 – Árið með heimspekingum

Alþjóðadagur heimspekinnar

Í dag, 21. nóvember, er alþjóðadagur heimspekinnar. Af því tilefni hefur Gunnar Harðarson birt hugleiðingu á Heimspekivefunum um gildi heimspekinnar og heimspekilegrar samræðu, sem hann setur í samhengi við hugsun Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi.

Grein Gunnars: „21. nóvember: Alþjóðadagur heimspekinnar
Continue reading Alþjóðadagur heimspekinnar

Opnum stjórnarfundi frestað fram á fimmtudag vegna landsleiks

Vegna landsleiks Íslendinga og Króata, sem fer fram í kvöld, verður opnum stjórnarfundi Félags heimspeki­kennara frestað til fimmtudagskvöldsins, 21. nóvember. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Iðu í Kvosinni, þ.e. Vesturgötu 2a. Hann hefst kl. 20 og mun ljúka ekki seinna en kl. 22. Á fundinum verður meðal annars lagt á ráðin um fyrirhugað starf félagsins. Þar sem um er að ræða opnan fund eru allir sem hafa áhuga á heimspeki eða heimspekikennslu hvattir til að mæta.

Vel heppnað málþing um sköpun og læsi

Brynhildur Sigurðardóttir flytur erindi á málþingi um grunnþætina sköpun og læsi, 13. nóvembver 2013Síðastliðinn miðvikudag, 13. nóvember, stóð Félag heimspekikennara fyrir málþingi um grunnþættina sköpun og læsi í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Mæting var góð og framkvæmdin heppnaðist vel í alla staði. Á meðfylgjandi mynd sést Brynhildur Sigurðardóttir, heimspekikennari í Garðaskóla, flytja erindi sitt á málþinginu.

„Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“

Bríet BjarnhéðinsdóttirNýverið birtust á Heimspekivefnum nokkrar greinar sem birtust í tímaritunum Skírni og Fjallkonunni á árunum 1876-1885 og eiga það allar sameiginlegt að fjalla um réttindi og félagslega stöðu kvenna. Ein þeirra er grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“, en þar leggur hún að jöfnu menntun sem jafnréttismál og framfarir á Íslandi. Með því að smella á titil greinarinnar, í málsgreininni hér á undan, má lesa þessar skörpu hugrenningar Bríetar á umbrotatímum í sögu þjóðarinnar.

Mynd