Aðalfundur félags heimspekikennara fer fram í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði laugardaginn 9. maí næstkomandi kl. 12.30-13.30. Á fundinum verður kosinn nýr formaður, ný stjórn, farið yfir verkefni starfsársins og fjármál auk annarra aðalfunda starfa.
Category: Fréttir
Heimsókn til heimspekikennara
Félag heimspekikennara býður í heimsókn til heimspekikennara. Jóhann Björnsson kennari við Réttarholtsskóla ætlar að segja frá því sem hann gerir í heimspekikennslu með 8. – 10. bekkingum. Í skólanum er heimspeki skylda í 8. bekk og val í 9. og 10. bekk. Jóhann hefur gefið út skemmtilegt og afar hagnýtt námsefni á síðustu misserum og upplýsingar um það má t.d. lesa á bloggsíðu hans: http://heimspekismidja.wordpress.com/
Tími: fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 kl. 20-22
Staður: Réttarholtsskóli við Réttarholtsveg í Reykjavík.
—
Til hvers heimspeki? Aftanspjall…
Aftanspjall Félags áhugamanna um heimspeki verður haldið þann 22. október. Samræðan hefst klukkan 19:30 og mun fara fram á veitinga- og skemmtistaðnum Bast, Hverfisgötu 20 (á móti Þjóðleikhúsinu).
Frummælendur verða Börkur Gunnarsson, Salvör Nordal og Brynhildur Sigurðardóttir sem munu leitast við að svara spurningu kvöldsins: Til hvers heimspeki? Öll eru þau heimspekimenntuð en hafa valið sér ólíkan starfsvettvang og fáum við þau til að deila með áheyrendum hvernig heimspekinámið hefur nýst þeim í þeirra störfum. Hvert telja þau hlutverk heimspekinnar vera eða geta orðið fyrir utan hið fræðilega svið.
Jakob Guðmundur Rúnarsson, doktorsnemi í heimspeki, stýrir fundinum . Continue reading Til hvers heimspeki? Aftanspjall…
Heimsókn til heimspekikennara
Félag heimspekikennara býður í heimsókn til heimspekikennara. Arnar Elísson kennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ segir frá því sem hann gerir í heimspekiáföngum skólans. Hann mun tala um hvernig hann skipuleggur áfanga, hvaða lesefni hann setur fyrir og hvernig hann hagar kennslunni almennt. Í FMos er verið að þróa leiðsagnarmat og námið allt er verkefnamiðað. Arnar segir sjálfur að hér verði um játningar kennarans að ræða.
Tími: Miðvikudaginn 24. september kl. 20-22
Staður: Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Bjarkarholti 5, Mosfellsbæ
Ný stjórn félags heimspekikennara
Aðalfundur 21. júní
Aðalfundur félags heimspekikennara verður haldinn þann 21. júní 2014 kl. 11-12 í Landakotsskóla, Túngötu 15, 101 Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
1. Arnar Elísson kynnir rafbók um heimspeki og kvikmyndir.
2. Stjórnin leggur fram ársskýrslu.
3. Kosin verður ný stjórn og eru áhugasamir hvattir til að bjóða sig fram.
4. Önnur mál
Málstofur um heimspeki á Hugvísindaþingi
Dagana 14.-15. mars verður Hugvísindaþing haldið í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Heimspekitorgið vill vekja athygli heimspekinga á ráðstefnunni og sérstaklega á eftirfarandi málstofum Continue reading Málstofur um heimspeki á Hugvísindaþingi
Kvenheimspekingakaffi – Heimspeki Mariu Zambrano
Verið velkomin í Kvenheimspekingakaffi á fimmtudag, 13. mars, kl. 15 í Árnagarði 301.
Jón Ragnar Ragnarsson mun fjalla um heimspeki Mariu Zambrano.
Maria Zambrano fæddist árið 1901 í Velez, Malaga á Spáni. Zambrano var merkur heimspekingur og rithöfundur sem lét eftir sig mikið safn rita. Hún tók virkan þátt í starfi lýðræðissinna á tímum borgarastyrjaldarinnar og fluttist úr landi eftir að falangistar komust til valda árið 1939. Zambrano flutti ekki aftur heim til Spánar fyrr en eftir 45 ára útlegð í Mexíkó, Puerto Rico, Kúbu, Ítalíu og víðar. Skrif hennar eru nátengd reynslu hennar í borgarastríðinu og þeirri atburðarrás sem fylgdi í kjölfarið. Aðskilnaður við vini og fjölskyldu, fátækt og veikindi reyndust henni innblástur í heimspekinni sem hún gagnrýndi fyrir að hafa glatað tengslum við veruleikann. Zambrano fékk Cervantes verðlaunin árið 1988. Continue reading Kvenheimspekingakaffi — Heimspeki Mariu Zambrano
Salvör Nordal í kaffihúsaspjalli í Bíó Paradís
Salvör Nordal heimspekingur verður með kaffihúsaspjall í notalegri kaffiaðstöðu Bíó Paradísar eftir sýningu ítölsku kvikmyndarinnar Miele eða Hunang eftir Valeriu Golino. Myndin veltir upp áleitnum spurningum varðandi líknardráp en aðalpersóna myndarinnar Irene, með starfsheitið Hunang, vinnur á svörtum markaði líknardrápa.
Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar frá 2001 og hefur haldið fjölda námskeiða um siðfræði heilbrigðisþjónustu og þau vandamál sem heilbrigðisstarfsmenn og langveikir kljást við. Þar hefur sérstaklega verið fjallað um líknardráp en umræða um lögleiðingu þeirra í nágrannalöndum okkar hefur farið hátt.