Heimsókn til heimspekikennara

Félag heimspekikennaraFélag heimspekikennara býður í heimsókn til heimspekikennara. Arnar Elísson kennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ segir frá því sem hann gerir í heimspekiáföngum skólans. Hann mun tala um hvernig hann skipuleggur áfanga, hvaða lesefni hann setur fyrir og hvernig hann hagar kennslunni almennt. Í FMos er verið að þróa leiðsagnarmat og námið allt er verkefnamiðað. Arnar segir sjálfur að hér verði um játningar kennarans að ræða.

Tími: Miðvikudaginn 24. september kl. 20-22

Staður: Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Bjarkarholti 5, Mosfellsbæ

 

Kvenheimspekingakaffi – Heimspeki Mariu Zambrano

Maria Zambrano
Verið velkomin í Kvenheimspekingakaffi á fimmtudag, 13. mars, kl. 15 í Árnagarði 301.
Jón Ragnar Ragnarsson mun fjalla um heimspeki Mariu Zambrano.

Maria Zambrano fæddist árið 1901 í Velez, Malaga á Spáni. Zambrano var merkur heimspekingur og rithöfundur sem lét eftir sig mikið safn rita. Hún tók virkan þátt í starfi lýðræðissinna á tímum borgarastyrjaldarinnar og fluttist úr landi eftir að falangistar komust til valda árið 1939. Zambrano flutti ekki aftur heim til Spánar fyrr en eftir 45 ára útlegð í Mexíkó, Puerto Rico, Kúbu, Ítalíu og víðar. Skrif hennar eru nátengd reynslu hennar í borgarastríðinu og þeirri atburðarrás sem fylgdi í kjölfarið. Aðskilnaður við vini og fjölskyldu, fátækt og veikindi reyndust henni innblástur í heimspekinni sem hún gagnrýndi fyrir að hafa glatað tengslum við veruleikann. Zambrano fékk Cervantes verðlaunin árið 1988. Continue reading Kvenheimspekingakaffi — Heimspeki Mariu Zambrano

Salvör Nordal í kaffihúsaspjalli í Bíó Paradís

Hvenær hefst þessi viðburður: 18. febrúar 2014 – 20:00
Nánari staðsetning: Bíó Paradís

Salvör Nordal heimspekingur verður með kaffihúsaspjall í notalegri kaffiaðstöðu Bíó Paradísar eftir sýningu ítölsku kvikmyndarinnar Miele eða Hunang eftir Valeriu Golino. Myndin veltir upp áleitnum spurningum varðandi líknardráp en aðalpersóna myndarinnar Irene, með starfsheitið Hunang, vinnur á svörtum markaði líknardrápa.

Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar frá 2001 og hefur haldið fjölda námskeiða um siðfræði heilbrigðisþjónustu og þau vandamál sem heilbrigðisstarfsmenn og langveikir kljást við. Þar hefur sérstaklega verið fjallað um líknardráp en umræða um lögleiðingu þeirra í nágrannalöndum okkar hefur farið hátt.

Alþjóðleg sumarnámskeið

Sumarið 2014 verða ýmis námskeið í boði fyrir þá sem vilja kynna sér aðferðir í heimspekikennslu og dýpka færni sína á þessu sviði. Þau námskeið sem heimspekitorgið hefur frétt af eru þessi:

6.-7. júní, Riga í Lettlandi: EPIC international Workshop, aðalkennari er Catherine McCall. Nánari upplýsingar verða uppfærðar um leið og þær berast.

27.-29. júní, Laval University í Quebec í Kanada: NAACI Weekend Workshop Retreat. An ideal opportunity to spend a weekend dialoguing with fellow philosophical practitioners! 

This workshop retreat is geared toward experienced philosophical facilitators and practitioners who want to deepen their understanding and use of the Community of Philosophical Inquiry (CPI) model in an informal, collaborative retreat atmosphere. During the workshop participants will engage in CPI sessions together with the help of guest master-facilitators, explore best practices for facilitation in different contexts and extend the discussions on CPI applications sparked during the NAACI conference. More information and registration at the NAACI website.

Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans

Mánudaginn 9. desember, kl. 20 í Hannesarholti, Grundarstíg 10

Ykkur er boðið til samtals um heimspeki á vegum Hannesarholts, Félags áhugamanna um heimspeki og Háskólaútgáfunnar í tengslum við útgáfu bókar Sigríðar Þorgeirsdóttur prófessors; Dagbók 2014: Árið með heimspekingum.

Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans

Svo virðist sem hugðarefni margra kvenheimspekinga séu og hafi verið á skjön við ýmis ráðandi stef í kenningum karl-heimspekinga. Í framsögu sinni veltir Sigríður Þorgeirsdóttir upp þeirri spurningu hvort saga vestrænnar heimspeki sé á einhvern hátt öðruvísi þegar hún er sögð í ljósi kvennanna sem lagt hafa stund á heimspeki í gegnum tíðina. Hugsuðu þær á einhvern hátt öðruvísi?
Continue reading Hugsuðu þær öðruvísi? – Konur í heimspeki, frá fornöld til samtímans