Námskeið: Heimspeki í skólastarfi

Heimspeki í skólastarfi

HVAR: LHÍ, Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík

HVENÆR: fimmtudaginn 17. nóvember 2022, kl. 15-18, föstudaginn 18. nóvember 2022, kl. 15-18 og laugardaginn 19. nóvember 2022, kl. 9-12

VERÐ: kr. 15.000 (greiða verður þátttökugjald að fullu fyrirfram, ath. að mörg stéttarfélög endurgreiða kostnað)


Greiðið gjaldið inn á reikning Félags heimspekikennara:
140-26-000584
kt. 671296-3549

og sendið póst á heimspekikennarar@gmail.com


Félag heimspekikennara stendur í samvinnu við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands fyrir námskeiði um heimspeki í skólastarfi undir leiðsögn Isabelle Millon, þar sem þátttakendur þjálfast í heimspeki­legri samræðu og samræðustjórnun.

Isabelle Millon er franskur heimspekingur sem sérhæfir sig í heimspeki fyrir börn og vinnur að framþróun heimspeki í menntakerfinu. Hún er í forsvari fyrir stofnun kennda við heimspekiiðkun: Institute of Philosophical Practice, í París, Frakklandi. Hún hefur stundað rannsóknir og skrifað bækur fyrir unglinga og fullorðna. Í rúma tvo áratugi hefur Isabelle haldið vinnustofur og málþing um gagnrýna hugsun sem heimspekiiðkun, í Frakklandi og fjölmörgum öðrum löndum.

Isabelle Millon lýsir námskeiðinu á eftirfarandi hátt:
           
            Á þessu námskeiði mun ég bjóða þátttakendum að taka þátt í hugsunarferli með ólíkum æfingum sem gerir þeim kleift að taka þátt í samræðum. Þátttakendur geta lært að vera móttækilegir fyrir hugsunum annarra auk þess að átta sig á að eigin orðanotkun hefur merkingu, fyrir þá sjálfa sem og aðra.Hugsunarferlið er tvíþætt. Annars vegar skiptir máli að vinna í sjálfum sér: að vera þolinmóður, hlusta, ná fjarlægð frá sjálfum sér, bera virðingu fyrir því sem aðrir leggja til málanna og að taka ábyrgð á eigin orðanotkun. Hins vegar þarf að þróa hæfileika sína á hugræna sviðinu: að rannsaka merkingu orða, koma auga á vandamál, leggja til rökstudd svör, leggja mat á hlutina, koma með dæmi, að þjálfa gagnrýna hugsun. En heimspekiiðkun felst fyrst og fremst í þeirri ánægjulegu upplifun að hugsa og að njóta frelsisins sem í því felst.

Leiðbeinandi námskeiðsins er:

Isabelle Millon
https://isabellemillon-pratique-philosophique.com/en/home/


Isabelle MILLON is a philosopher-practitioner specialized in philosophy for children and education, director of the Institute of Philosophical Practices (Paris, France) that she co-founded, researcher and author of books for teenagers and adults. For more than twenty years, Isabelle has been working in France and in many countries on the development of critical thinking as philosophical practice, holding workshops and seminars all over the world, focusing more on pedagogical projects in schools with teachers and learners, training of groups to critical thinking, mainly people involved in educational, social, political and cultural domains.

During this seminar, through different exercises, I will invite participants to engage in a thinking process that will allow them to engage in a dialogue, to learn to confront themselves to others’ thoughts, realize that their own speech has meaning not only for them, but also for the others. This process involves both a work on attitudes: being patient, listening, taking distance with oneself, respecting the other’s speech, assuming responsibility for his own speech. And on the cognitive level, it’s necessary to develop various skills: research of the meaning of words, identifying problems, providing reasoned answers, making judgments, giving examples, practicing critical thinking. But above all, it is a matter of making the joyful experience of the thought and the freedom that it represents.

Ráðstefna: Listaverk sem námsefni og heimspekileg kennsla

HVAR: Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Stakkahlíð, stofa E-301 (komið inn um aðalinngang)

HVENÆR: fimmtudaginn 9. júní, kl. 14-17, og föstudaginn 10. júní, kl. 10-15

Félag heimspekikennara stendur í samvinnu við Menntavísindasvið HÍ fyrir ráðstefnu þ. 9.-10. júní 2022 um heimspekilega samræðu og lista­verk sem námsefni.

Hér getur að líta dagskrá ráðstefnunnar:

9. júní, fimmtudag kl. 14-17 (3 tímar)
● Liza Haglund, dósent við Södertörn högskola (aðalfyrirlesari/keynote speaker) – Heimspekileg samræða um list – tilraun til að yfirstíga innhverfar áherslur í menntun
● Elsa Haraldsdóttir, doktorsnemi – Undirstöður siðferðilegrar menntunar
Kaffi
● Atli Harðarson, prófessor við HÍ – Listir og landbúnaður
Umræða

10. júní föstudag kl 10-15 (5 tímar)
● Erna Mist, myndlistarkona – X-Rays of Experience. Um málverk sem leið til að skipuleggja
tilveruna í skiljanlegar myndlíkingar
● Ólafur Páll Jónsson, prófessor við HÍ – Play and the Cultivation of Character
Matur
● Ingimar Ó. Waage, lektor við LHÍ og doktorsnemi – Um myndlist og menntun dygða
● Kristian Guttesen, menntunarfræðingur – Um ljóðlist og skapandi kennslu
● Jón Ásgeir Kalmansson, aðjúnkt við HÍ – Dante sem uppalandi
Umræða

Fyrirlestrar verða á ensku

Hér má nálgast viðburðinn á Facebook: Listaverk sem námsefni og heimspekileg kennsla



Ráðstefna um heimspekilega samræðu og listaverk sem námsefni

Diologue, Arts, and Character Education

HVAR: Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Stakkahlíð

HVENÆR: fimmtudaginn 9. júní og föstudaginn 10. júní 2022

Félag heimspekikennara stendur í samvinnu við Menntavísindasvið HÍ fyrir ráðstefnu þ. 9.-10. júní 2022 um heimspekilega samræðu og lista­verk sem námsefni.

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að heimspekilegri samræðu sem kennsluaðferð, listaverkum sem kennsluefni, heimspekilegri og menntunarfræðilegri undirstöðu siðferðilegrar menntunar, þverfaglegum tengingum milli ólíkra sviða mannlífsins, sem og listum og bókmenntum sem efnivið fyrir gagnrýna hugsun um siðferðileg málefni.

Hér með er kallað eftir erindum og skulu ágrip berast eigi síðar en 31. mars 2022, í netfangið heimspekikennarar@gmail.com.

Námskeið í samræðulist og færniþáttum heimspekilegrar samræðu

HVAR: Á Zoom

HVENÆR: föstudaginn 24. september 2021, kl. 15-18, og laugardaginn 25. september 2021, kl. 10-13 & kl. 14-17

VERÐ: kr. 17.500 (greiða verður þátttökugjald að fullu fyrirfram, ath. að mörg stéttarfélög endurgreiða kostnað)


Greiðið gjaldið inn á reikning Félags heimspekikennara:
140-26-000584
kt. 671296-3549

og sendið póst á heimspekikennarar@gmail.com


Félag heimspekikennara stendur fyrir námskeiði undir leiðsögn Oscar Brenifier og Isabelle Millon, þar sem þátttakendur þjálfast í heimspeki­legri samræðu og samræðustjórnun.

Oscar og Isabelle hafa í áratugi staðið fyrir námskeið í mörgum löndum þar sem farið er djúpt í viðfangsefnið. Þau hafa kynnt hnitmiðaða aðferð í samræðustjórnun sem gengur út á að þjálfast í að standa með orðum sínum og geta gert grein fyrir hugsanaferli sínu. Þau lýsa námskeiðinu svona:
           
            Í þessu námskeiði munum við hugsa út fyrir kassann með ýmsum æfingum. Við munum skoða hvernig heimspekileg samræða virkar og á hverju hún byggist sem verkfæri til að dýpka gagnrýna hugsun. Við bjóðum þátttakendum að vera með í ferli sem miðar að því að verða gerandi í hugsandi samtali: að læra með öðrum, að sjá hvernig okkar eigin orð hafa merkingu ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir öðrum.

Þetta ferli felur í sér í fyrsta lagi að við þurfum að skoða framkomu okkar: að hlusta, að halda fjarlægð frá sjálfum sér, að taka ábyrgð á orðum sínum, að læra að treysta sjálfum sér, þolinmæði.

Í öðru lagi felur ferlið í sér vinnu með heimspekilega færni: röksemdafærslu, túlkun, að greina forsendur, að spyrja réttra spurninga, að hugtaka.

Þessi viðhorf og færni gilda bæði í samskiptum við fullorðna og börn.

Leiðbeinendur námskeiðsins eru:

Oscar Brenifier
http://www.pratiques-philosophiques.fr/en/welcome/

Isabelle Millon
https://isabellemillon-pratique-philosophique.com/en/home/

HUGRÚN – SÖGUR OG SAMRÆÐUÆFINGAR

Bókin er ætluð til heimspekilegrar samræðu með börnum á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla. Í henni eru 19 sögur sem fjalla m.a. um sannleika, skilning, nísku, frelsi, óendanleika, mannlegt eðli, fréttamat, vináttu, kærleik, fegurð og ljótleika. Á eftir hverri sögu er umræðuverkefni. Fremst í bókinni er inntak hverrar sögu kynnt. Bókinni fylgir vinnubók sem hægt er að nota samhliða lestri hennar.

Höfundur er Sigurður Björnsson.

Hér má nálgast rafbókina: https://mms.is/namsefni/hugrun-sogur-og-samraeduaefingar

Eru allir öðruvísi?

Bókin Eru allir öðruvísi? fjallar um ýmsa þætti fjölmenningarsamfélagsins með heimspekilegum hætti. Í henni má finna efni sem hentar fólki á öllum aldrei, börnum, unglingum og fullorðnum. Hún samanstendur af sex köflum sem hver um sig hefur ákveðið þema og eru kaflaheitin þessi: 1. Hverjir eiga heiminn? 2. Hvað er besta tungumál í heimi? 3. Af hverju eru ekki allir eins á litinn? 4. Hvað er í matinn? 4. Hvað með guð? 5. Eru allir útlendingar? Bókina má nota á ýmsan hátt. Hún getur gagnast í kennslu með nemendum á ýmsum aldri og fullorðnum. Hana má einnig nota sér til ánægju í heimahúsum eða í sumarbústaðnum í góðra vina hópi þar sem áhugi er á að ræða og pæla saman. Heimspeki er jú nefnilega líka tómstundagaman.

Höfundur er Jóhann Björnsson.

Hér má nálgast rafbókina: https://verkefnabanki.wordpress.com/2020/07/18/eru-allir-odruvisi-kennslubok-eftir-johann-bjornsson/

68 æfingar í heimspeki

Í bókinni eru 68 fjölbreyttar í heimspeki. Þær má nota í allflestum námsgreinum til þess að spyrja, hugsa og rökræða. Æfingarnar eru í níu efnisflokkum. Í þeim er meðal annars unnið með heimspekilegar upphitunaræfingar, fjallað um siðferðileg álitamál og heimspekilegar hversdagsklípur ásamt því að þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun.

Höfundur er Jóhann Björnsson.

Hér má nálgast rafbókina: https://mms.is/namsefni/68-aefingar-i-heimspeki

Hvað heldur þú?

Námsefninu 𝘏𝘷𝘢ð 𝘩𝘦𝘭𝘥𝘶𝘳 þú? er ætlað að þjálfa gagnrýna hugsun. Að nemendur séu virkir í þekkingarleit og leiti svara og lausna í gagnrýnu samfélagi sínu. Slík vinnubrögð efla læsi og lýðræðislega hugsun, geta af sér fjölmörg tækifæri til skapandi hugsunar og úrvinnslu, gera kröfu um jafnræði meðal nemenda og starfsmanna og stuðla að heilbrigði og velferð nemenda á víðtækan hátt. Efnið samanstendur af rafbók og kennsluleiðbeiningum á vef.

Höfundar eru Brynhildur Sigurðardóttir og Ingimar Waage.

Hér má nálgast rafbókina: https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/hvadheldurthunem/#1

23. Fréttabréf heimspekikennara er komið út

Í nýju Fréttabréfi heimspekikennara er m.a. sagt frá námskeiði í samræðulist og færniþáttum heimspekilegrar samræðu nk. helgi, 25.-26. júní, og birtar æfingar úr Verkefnabanka Heimspekitorgsins.

Í Fréttabréfi heimspekikennara birtast fréttir af starfsemi félagsins og ýmsu öðru sem tengist því sem félagsmenn fást við.

Hér má skoða eldri tölublöð fréttabréfsins.