Heimspekiæfing um blekkingu í leik og starfi

Hvar: Listaháskólinn Laugarnesi 91, 105 Reykjavík, Stofu L210

Hvenær: 18.09.2023 – 19:30-21:00

Að koma auga á ólíkar leiðir til að blekkja

Á mánudag, 18. september 2023, tökum við upp þráðinn og höldum heimspekiæfingum áfram í húsakynnum Listaháskólans í Laugarnesi. Gengið er inn vestan megin, seinni inngangur, eftir að hafa keyrt niður rampinn.

Heimspekiæfingin að þessu sinni kallast Blekking í leik og starfi þar sem við veltum fyrir okkur nokkrum textum og túlkum þá. Markmiðið með æfingunni er að koma auga á ólíkar leiðir til að blekkja.

Umræðustjórnandi: Guðmundur Arnar Sigurðsson, heimspekikennari

Sjá nánar: https://www.facebook.com/events/1030922198265314