Námskeið: Heimspeki í skólastarfi

Heimspeki í skólastarfi

HVAR: LHÍ, Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík

HVENÆR: fimmtudaginn 17. nóvember 2022, kl. 15-18, föstudaginn 18. nóvember 2022, kl. 15-18 og laugardaginn 19. nóvember 2022, kl. 9-12

VERÐ: kr. 15.000 (greiða verður þátttökugjald að fullu fyrirfram, ath. að mörg stéttarfélög endurgreiða kostnað)


Greiðið gjaldið inn á reikning Félags heimspekikennara:
140-26-000584
kt. 671296-3549

og sendið póst á heimspekikennarar@gmail.com


Félag heimspekikennara stendur í samvinnu við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands fyrir námskeiði um heimspeki í skólastarfi undir leiðsögn Isabelle Millon, þar sem þátttakendur þjálfast í heimspeki­legri samræðu og samræðustjórnun.

Isabelle Millon er franskur heimspekingur sem sérhæfir sig í heimspeki fyrir börn og vinnur að framþróun heimspeki í menntakerfinu. Hún er í forsvari fyrir stofnun kennda við heimspekiiðkun: Institute of Philosophical Practice, í París, Frakklandi. Hún hefur stundað rannsóknir og skrifað bækur fyrir unglinga og fullorðna. Í rúma tvo áratugi hefur Isabelle haldið vinnustofur og málþing um gagnrýna hugsun sem heimspekiiðkun, í Frakklandi og fjölmörgum öðrum löndum.

Isabelle Millon lýsir námskeiðinu á eftirfarandi hátt:
           
            Á þessu námskeiði mun ég bjóða þátttakendum að taka þátt í hugsunarferli með ólíkum æfingum sem gerir þeim kleift að taka þátt í samræðum. Þátttakendur geta lært að vera móttækilegir fyrir hugsunum annarra auk þess að átta sig á að eigin orðanotkun hefur merkingu, fyrir þá sjálfa sem og aðra.Hugsunarferlið er tvíþætt. Annars vegar skiptir máli að vinna í sjálfum sér: að vera þolinmóður, hlusta, ná fjarlægð frá sjálfum sér, bera virðingu fyrir því sem aðrir leggja til málanna og að taka ábyrgð á eigin orðanotkun. Hins vegar þarf að þróa hæfileika sína á hugræna sviðinu: að rannsaka merkingu orða, koma auga á vandamál, leggja til rökstudd svör, leggja mat á hlutina, koma með dæmi, að þjálfa gagnrýna hugsun. En heimspekiiðkun felst fyrst og fremst í þeirri ánægjulegu upplifun að hugsa og að njóta frelsisins sem í því felst.

Leiðbeinandi námskeiðsins er:

Isabelle Millon
https://isabellemillon-pratique-philosophique.com/en/home/


Isabelle MILLON is a philosopher-practitioner specialized in philosophy for children and education, director of the Institute of Philosophical Practices (Paris, France) that she co-founded, researcher and author of books for teenagers and adults. For more than twenty years, Isabelle has been working in France and in many countries on the development of critical thinking as philosophical practice, holding workshops and seminars all over the world, focusing more on pedagogical projects in schools with teachers and learners, training of groups to critical thinking, mainly people involved in educational, social, political and cultural domains.

During this seminar, through different exercises, I will invite participants to engage in a thinking process that will allow them to engage in a dialogue, to learn to confront themselves to others’ thoughts, realize that their own speech has meaning not only for them, but also for the others. This process involves both a work on attitudes: being patient, listening, taking distance with oneself, respecting the other’s speech, assuming responsibility for his own speech. And on the cognitive level, it’s necessary to develop various skills: research of the meaning of words, identifying problems, providing reasoned answers, making judgments, giving examples, practicing critical thinking. But above all, it is a matter of making the joyful experience of the thought and the freedom that it represents.