Kvenheimspekingar koma í kaffi

Námsbraut í heimspeki við Háskóla Íslands hóf í janúar fyrirlestraröðina Kvenheimspekingar koma í kaffi. Boðið er upp á erindi um einn kvenheimspeking hverju sinni og kaffi með. Viðburðir fara fram á fimmtudögum kl. 15-16 í stofu 201 í Árnagarði. Allir eru velkomnir.

Nú á fimmtudaginn 14. febrúar mun Gunnar Harðarson kynna Christine de Pizan (1364-1431) sem var skáld, rithöfundur og heimspekingur sem nú er einna þekktust fyrir Bókina um borg kvenna (Le livre de la cité des dames)sem skrifuð var á árunum 1404-1407. Christine de Pizan hrekur þar alls kyns ranghugmyndir um konur sem fram koma í bókmennta- og hugmyndasögunni og sýnir fram á að konur hafi, geti og eigi sjálfar að láta til sín taka á opinberum vettvangi. Continue reading Kvenheimspekingar koma í kaffi

Frjáls félagasamtök

Samtökin Almannaheill og Fræðasetur þriðja geirans við Háskóla Íslands halda fund undir yfirskriftinni Hvaða gagn gera frjáls félagasamtök? Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 12.15-13.45 í fyrirlestrarsal M101 í Háskólanum í Reykjavík. Á fundinum verða flutt erindi um hlutverk félagasamtaka í lýðræðissamfélagi og fundargestum gefst tími til að spyrja fyrirlesara nánar um efnið. Fundurinn er öllum opinn og nánari dagskrá má lesa hér.

Hvað er heimspekikennsla? – Glósur úr fyrirlestri Páls Skúlasonar í Félagi heimspekikennara 30. janúar 2013

Heimspekikennarar á yngri skólastigum velta oft fyrir sér sömu spurningunum: Hvernig er hægt að virkja nemendur? Hvernig er hægt að koma í gang heimspekilegri umræðu í skólastofunni? Er ástæða til að kenna um sögu heimspekinnar, löngu dauða kalla, í grunnskóla og framhaldsskóla? Hvernig á að meta árangur af heimspekikennslunni, hvenær hefur hún heppnast vel og hvenær ekki? Allar spurningarna mætti draga saman í eina: Hvað er eiginlega heimspekikennsla?

Continue reading Hvað er heimspekikennsla? – Glósur úr fyrirlestri Páls Skúlasonar í Félagi heimspekikennara 30. janúar 2013

Kallað eftir innsendu efni

Heimspekitorgið býður starfandi kennurum og öðru áhugafólki um heimspekikennslu að senda inn styttri og lengri hugleiðingar um störf sín og rannsóknarefni, eða jafnvel spurningar sem það langar setja fram.

Með þessu er vonast til að Heimspekitorgið geti orðið lýðræðislegur vettvangur fyrir umræðu um heimspekikennslu og menntaheimspeki. Continue reading Kallað eftir innsendu efni

Fræðslufundur með Páli Skúlasyni

Á vorönn 2013 hrindir Félag heimspekikennara af stað fræðslufundaröð. Á hverjum fundi er gestafyrirlesari fenginn til að ræða tiltekið málefni eða spurningu.

Fyrsti fundurinn verður haldinn í Verzlunarskóla Íslands 30. janúar, kl. 20, en þá hittir Páll Skúlason félagsmenn til að ræða spurninguna „Hvað er heimspekikennsla?“

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Sjá einnig Facebook síðu viðburðarins:
http://www.facebook.com/events/154949081321013/

Fréttabréf janúar mánaðar

Fréttabréf janúar mánaðar er komið út. Fréttabréfið hefur tekið á sig nýtt útlit en er byggt upp á sama hátt og áður. Meðal efnis er auglýsing um fræðslufund félagsins, viðtöl við framhaldsskólakennara og verkefni ætluð til kennslu í framhaldsskólum, fréttir af degi heimspekinnar og ábendingar um ýmislegt fleira sem tengist heimspekikennslu.

Innleiðing aðalnámskrár

Innleiðingarferli aðalnámskrár 2011 er í fullum gangi. Í skólum er rýnt í grunnþætti menntunar, metið hvort og hvernig gera þurfi breytingar á skólanámskrá, kennsluhættir og námsmat tekið til endurskoðunar. Hópar kennara og skólastjórnenda funda og vinna saman á ýmsan hátt. Heimspekikennarar hafa margt fram að færa í þessu innleiðingarferli því ljóst er að ástundun heimspekilegrar samræðu stefnir að þjálfun margra þeirra hæfniþátta sem aðalnámskráin leggur áherslu á. Brynhildur Sigurðardóttir heimspekikennari í Garðaskóla lýsir tengslum heimspekilegrar samræðu við grunnþætti menntunar í glæru sem má skoða hér. Continue reading Innleiðing aðalnámskrár