Námsbraut í heimspeki við Háskóla Íslands hóf í janúar fyrirlestraröðina Kvenheimspekingar koma í kaffi. Boðið er upp á erindi um einn kvenheimspeking hverju sinni og kaffi með. Viðburðir fara fram á fimmtudögum kl. 15-16 í stofu 201 í Árnagarði. Allir eru velkomnir.
Nú á fimmtudaginn 14. febrúar mun Gunnar Harðarson kynna Christine de Pizan (1364-1431) sem var skáld, rithöfundur og heimspekingur sem nú er einna þekktust fyrir Bókina um borg kvenna (Le livre de la cité des dames)sem skrifuð var á árunum 1404-1407. Christine de Pizan hrekur þar alls kyns ranghugmyndir um konur sem fram koma í bókmennta- og hugmyndasögunni og sýnir fram á að konur hafi, geti og eigi sjálfar að láta til sín taka á opinberum vettvangi. Continue reading Kvenheimspekingar koma í kaffi