Næsti kvenheimspekingur sem verður kynntur í röðinni „Kvenheimspekingar koma í kaffi“ er Annette Bayer (1929-2012). Róbert Haraldsson mun kynna þennan fyrrum kennara sinn næsta fimmtudag, 11. apríl, kl. 15 í Árnagarði 201.
Annette Bayer var siðfræðingur og Hume-sérfræðingur sem fékkst m.a. við sálfræði siðferðis. Hún var þeirrar skoðunar að konur og karlar felli siðadóma á grundvelli ólíks gildismats. Karlar séu réttlætismiðaðri en konur hugi frekar að umhyggju og trausti. Saga/kanóna heimspekinnar hefur að mestu verið verk karla sem hefur leitt til þess að hlutverk umhyggju og trausts hafa verið vanrækt innan heimspekinnar.




Í þessari grein reifa ég hugleiðingar um bók Ólafs Páls Jónssonar Lýðræði, réttlæti og menntun frá árinu 2011. Fyrst kynni ég helstu viðfangsefni bókarinnar en get jafnframt bókfræðilegra upplýsinga í neðanmálsgrein (utan blaðsíðufjölda og leturgerðar sem koma fram í lok greinarinnar). Síðan nefni ég athyglisverða og mikilvæga gagnrýni á Aðalnámskrá grunnskóla sem Ólafur Páll setur fram, til handa núverandi umræðu um menntamál. Að lokum nefni ég dæmi um ósvaraða spurningu sem þarft væri að glíma við í kjölfar þeirrar umræðu.