Næstkomandi miðvikudag, 14. nóvember, klukkan 16:30 í stofu 11 í MH er boðað til opins fundar fyrir kennara í samfélagsgreinum í framhaldsskólum.
Tilefnið er að ráðuneytið hefur látið vinna viðmiðunarramma fyrir félagsgreinar, svipuðum þeim sem finna má í lok Aðalnámskrár fyrir íslensku, stærðfræði og erlend tungumál (bls. 91 og áfram). Að þessu starfi hafa komið kennarar ólíkra félagsgreina auk fulltrúa úr nefnd sem skrifaði sambærilegan kafla í Aðalnámskrá grunnskólanna.
Á fundinum verða lögð fram fyrstu drög að þessum hæfniviðmiðum og rýnt í þau en 1. desember er stefnt að því að þessari vinnu ljúki. Betur sjá augu en auga og mikilvægt að fá sem flest sjónarmið fram á þessu stigi málsins. Útkoman verður notuð til leiðbeininga við áfangagerð og þrepaskiptingu áfanga og viðmiðunar fyrir ráðuneytið þegar áfangalýsingar verða metnar.
Allir hvattir til að mæta og nota tækifærið til að hafa áhrif á mótun hæfniviðmiðanna.