Fyrirlestraröðin um kvenheimspekinga heldur áfram. Á hverjum fimmtudegi er sjónum beint að kvenheimspekingi úr sögu heimspekinnar. Næst mun Þóra Björg Sigurðardóttir tala um heimspeki Elísabetar frá Bæheimi. Fyrirlesturinn verður fluttur í dag, fimmtudaginn 21. mars, í Árnagarði, stofu 201 kl. 15:00.
Continue reading Kvenheimspekingar koma í kaffi: Elísabet prinsessa af Bæheimi
Author: Kristian Guttesen
Kvenheimspekingar koma í kaffi, fimmtudaginn 14. mars
Nýlega hófst röð erinda til kynningar á kvenheimspekingum í sögu og samtíð.
Næsti kvenheimspekingur sem verður kynntur í röðinni „Kvenheimspekingar koma í kaffi“ er Mechthild von Magdeburg (1207/10 – 1282/1294). Mechthild er einn af stóru dulspekingum miðalda. Hún var begína, en samfélög begína og nunnuklaustur buðu helst upp á möguleika fyrir konur til þess að stunda fræðistörf á þessum tíma. Mechthild gaf út margra binda verk, „Hið flæðandi ljós guðdómsins“, þar sem hún lýsir sambandi sálarinnar við guð m.a. sem erótísku ástarsambandi.
Skúli Pálsson mun fjalla um heimspeki Mechthild von Magdeburg. Verið velkomin í Árnagarð 201, kl. 15 á fimmtudag (14. mars). Aðgangur er ókeypis.
Einnig er hægt að fletta viðburðinum upp á fésbókinni þar sem einnig berast áminningar og frekari upplýsingar reglulega.
Rökræður eða rifrildi? Opinn fyrirlestur föstudaginn 8. mars
Harvey Siegel, prófessor í heimspeki við University of Miami og einn þekktasti fræðimaður heims um gagnrýna hugsun, heldur erindi um ágreining og rökræður föstudaginn 8. mars klukkan 13:20 – Aðalbyggingu, stofu 225.
Continue reading Rökræður eða rifrildi? Opinn fyrirlestur föstudaginn 8. mars
Fyrirlestur Mikaels Karlssonar 1. mars: Siðasúpan
Siðasúpan: skilaboð til þeirra sem sitja í súpunni
Fyrirlestur Mikaels M. Karlssonar, prófessors, á vegum Siðfræðistofnunar og Heimspekistofnunar föstudaginn 1. mars 2013 kl. 15 í Lögbergi 103
Siðfræði er greinandi heimspekileg umfjöllun um siðferði. En hvað er siðferði? Um það er engin ein viðtekin skoðun heldur ýmsar ólíkar skoðanir, margar þeirra vanhugsaðar eða byggðar á misskilningi að því er virðist. Einnig eru nokkrar ólíkar siðfræðikenningar eða tegundir kenninga sem greina og lýsa siðferði—rótum og kröfum þess—með ólíkum hætti. Continue reading Fyrirlestur Mikaels Karlssonar 1. mars: Siðasúpan
Hugleiðingar í formi síðbúinnar ritfregnar um Lýðræði, réttlæti og menntun eftir Ólaf Pál Jónsson
Í þessari grein reifa ég hugleiðingar um bók Ólafs Páls Jónssonar Lýðræði, réttlæti og menntun frá árinu 2011. Fyrst kynni ég helstu viðfangsefni bókarinnar en get jafnframt bókfræðilegra upplýsinga í neðanmálsgrein (utan blaðsíðufjölda og leturgerðar sem koma fram í lok greinarinnar). Síðan nefni ég athyglisverða og mikilvæga gagnrýni á Aðalnámskrá grunnskóla sem Ólafur Páll setur fram, til handa núverandi umræðu um menntamál. Að lokum nefni ég dæmi um ósvaraða spurningu sem þarft væri að glíma við í kjölfar þeirrar umræðu.
Kallað eftir innsendu efni
Heimspekitorgið býður starfandi kennurum og öðru áhugafólki um heimspekikennslu að senda inn styttri og lengri hugleiðingar um störf sín og rannsóknarefni, eða jafnvel spurningar sem það langar setja fram.
Með þessu er vonast til að Heimspekitorgið geti orðið lýðræðislegur vettvangur fyrir umræðu um heimspekikennslu og menntaheimspeki. Continue reading Kallað eftir innsendu efni
Hæfniþrep samfélagsgreina í framhaldsskólum
Næstkomandi miðvikudag, 14. nóvember, klukkan 16:30 í stofu 11 í MH er boðað til opins fundar fyrir kennara í samfélagsgreinum í framhaldsskólum.
Tilefnið er að ráðuneytið hefur látið vinna viðmiðunarramma fyrir félagsgreinar, svipuðum þeim sem finna má í lok Aðalnámskrár fyrir íslensku, stærðfræði og erlend tungumál (bls. 91 og áfram). Að þessu starfi hafa komið kennarar ólíkra félagsgreina auk fulltrúa úr nefnd sem skrifaði sambærilegan kafla í Aðalnámskrá grunnskólanna.
Á fundinum verða lögð fram fyrstu drög að þessum hæfniviðmiðum og rýnt í þau en 1. desember er stefnt að því að þessari vinnu ljúki. Betur sjá augu en auga og mikilvægt að fá sem flest sjónarmið fram á þessu stigi málsins. Útkoman verður notuð til leiðbeininga við áfangagerð og þrepaskiptingu áfanga og viðmiðunar fyrir ráðuneytið þegar áfangalýsingar verða metnar.
Allir hvattir til að mæta og nota tækifærið til að hafa áhrif á mótun hæfniviðmiðanna.