Félag heimspekikennara auglýsir námskeið helgina 13.–15. september 2019
Leiðbeinendur:
Guro Hansen Helskog
Michael Noah Weiss
Í þriggja daga vinnustofu munu Guro og Michael leiða samræður um heimspekilegar spurningar sem snerta okkur persónulega. Þau munu kynna mismunandi aðferðir til að nálgast viðfangsefnin.
Námskeiðið nýtist kennurum sem vilja innleiða samræðu í kennslustofunni. Samræða eflir sjálfstraust, æfir tjáningu og stuðlar að lýðræðislegum skóla. Aðferðirnar sem kynntar eru í vinnustofunni nýtast þó alls staðar þar sem hópar koma saman, hvort sem það er í fjölskyldu, atvinnulífi eða félagasamtökum.
Guro er dósent við Universitetet i Sørøst-Norge (USN). Hún hefur langa reynslu af iðkun heimspekilegrar samræðu og er höfundur bókarinnar Philosophising the Dialogos Way towards Wisdom in Education gefin út af Routledge 2019.
Michael er dósent við sama háskóla. Hann hefur þróað hugleiðsluaðferð sem hann kallar guided imagery.
Svona lýsir Guro nálgun sinni:
„Dialogos-vinnustofa eða dialogos-samræður þýðir að við fáumst við heimspekilegar hugmyndir og hugtök bæði út frá reynslu og út frá röklegum, tilfinningalegum, tilvistarlegum og andlegum forsendum. Þungamiðja aðferðarinnar er sameiginleg rannsókn á fyrirbærum í lífslistinni. Meðal æfinga sem við gerum má nefna sókratíska samræðu, hugleiðslu, rök með og móti, heimspekilegar gönguferðir, æfingar um líkama og huga sem og samræður sem ganga út frá texta og tilfinningum. Diologos stendur fyrir uppeldislega og heimspekilega vinnu sem miðar að því að næra innra líf okkar og tengsl við aðra með því að leita í sameiningu að visku eftir mismunandi leiðum.“
Námskeiðið fer fram á ensku.
Staður:
Réttarholtsskóli
Tími: 13.–15. september (föstudagur kl. 17–20, laugardagur kl. 9–12 og 13–15, sunnudagur 11–14)
Þátttökugjald: 20.000 kr.
Þátttaka tilkynnist í tölvupósti á heimspekikennarar@gmail.com
Þátttaka er staðfest með því að greiða námskeiðsgjaldið:
kt. 671296-3549
rn. 140-26-000584