Ráðstefna um heimspekilega samræðu og listaverk sem námsefni

Diologue, Arts, and Character Education

HVAR: Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Stakkahlíð

HVENÆR: fimmtudaginn 9. júní og föstudaginn 10. júní 2022

Félag heimspekikennara stendur í samvinnu við Menntavísindasvið HÍ fyrir ráðstefnu þ. 9.-10. júní 2022 um heimspekilega samræðu og lista­verk sem námsefni.

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að heimspekilegri samræðu sem kennsluaðferð, listaverkum sem kennsluefni, heimspekilegri og menntunarfræðilegri undirstöðu siðferðilegrar menntunar, þverfaglegum tengingum milli ólíkra sviða mannlífsins, sem og listum og bókmenntum sem efnivið fyrir gagnrýna hugsun um siðferðileg málefni.

Hér með er kallað eftir erindum og skulu ágrip berast eigi síðar en 31. mars 2022, í netfangið heimspekikennarar@gmail.com.