Heimspekikennarar láta heyra í sér

Elsa Haraldsdóttir og Kristian Guttesen skrifuðu nýlega grein sem birtist á Visir.is. Í greininni kalla þau eftir sterkari stöðu heimspekinnar í nýjum aðalnámskrám og vísa sérstaklega til kaflans um samfélagsfræðikennslu í grunnskólum. Félag heimspekikennara minnir á að frestur til að senda inn athugasemdir um námsgreinahluta aðalnámskrár grunnskóla rennur út 7. september næstkomandi. Félagið heldur uppi umræðu um nýju námskrána á Facebook.

Ný grein um heimspekikennslu á Íslandi

Í nýlegri grein Henrys Alexanders Henryssonar og Elsu Haraldsdóttur sem birtist í veftímaritinu Netlu er leitast við að skýra stöðu heimspekikennslu og gagnrýnnar hugsunar í íslenska skólakerfinu. Hugmyndir Íslendinga um stöðu heimspekinnar eru ræddar með hliðsjón af könnun sem gerð var á vegum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Spurt er hverjar séu raunhæfar vonir og væntingar um eflingu gagnrýnnar hugsunar og heimspeki í íslenskum skólum.

Ný Aðalnámskrá til umsagnar

Kæru félagar,

Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis hafa verið birt drög að
námssviða- og námsgreinahluta nýrrar aðalnámskrár grunnskóla.
Ég hvet félagsmenn til að kynna sér þau, og legg til að markvisst verði
efnt til umræðu um þau á fundum félagsins í sumar. Continue reading Ný Aðalnámskrá til umsagnar

Málþing 1. október: Kennsla í gagnrýninni hugsun og siðfræði

Opið málþing verður haldið í Odda, Háskóla Íslands á laugardaginn næstkomandi kl. 10-15. Viðfangsefni málþingsins er kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði á öllum skólastigum. Á dagskrá eru fræðilegir fyrirlestrar, reynslusögur kennara og gagnrýnin umræða um skólastarf. Málþingið er samstarfsverkefni Rannsóknarstofu um háskóla, Heimspekistofnunar og Félags heimspekikennara.

Continue reading Málþing 1. október: Kennsla í gagnrýninni hugsun og siðfræði