UA-33608878-1

«

»

Feb 12

Print this Post

Kvenheimspekingar koma í kaffi

Námsbraut í heimspeki við Háskóla Íslands hóf í janúar fyrirlestraröðina Kvenheimspekingar koma í kaffi. Boðið er upp á erindi um einn kvenheimspeking hverju sinni og kaffi með. Viðburðir fara fram á fimmtudögum kl. 15-16 í stofu 201 í Árnagarði. Allir eru velkomnir.

Nú á fimmtudaginn 14. febrúar mun Gunnar Harðarson kynna Christine de Pizan (1364-1431) sem var skáld, rithöfundur og heimspekingur sem nú er einna þekktust fyrir Bókina um borg kvenna (Le livre de la cité des dames)sem skrifuð var á árunum 1404-1407. Christine de Pizan hrekur þar alls kyns ranghugmyndir um konur sem fram koma í bókmennta- og hugmyndasögunni og sýnir fram á að konur hafi, geti og eigi sjálfar að láta til sín taka á opinberum vettvangi.

Fyrirlestrarröðin hófst fimmtudaginnn 7. febrúar þegar Eyja Margrét Brynjarsdóttir flutti erindi um Mary Wollstonecraft. Vegna mikils áhuga var ákveðið að opna fyrirlestrana öllum áhugasömum.

Permanent link to this article: http://heimspekitorg.is/kvenheimspekingar-koma-i-kaffi/