Kynningarefni um heimspeki

Sumarið 2012 vann Kristian Guttesen átaksverkefni fyrir Vinnumálastofnun sem starfsmaður Heimspekistofnunar Háskóla Íslands. Verkefni fól í sér gerð kennslu- og kynningarefnis um heimspeki fyrir elstu bekki grunnskóla. Efnið byggði meðal annars á verkefnum sem hann vann ásamt Ylfu Jóhannesdóttur í Háskóla unga fólksins þá um sumarið. Markmið verkefnisins var að setja saman sjálfstæða kynningarpakka um þætti úr fræðum heimspekinnar. Continue reading Kynningarefni um heimspeki

Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu

Í vorhefti tímaritsins Uppeldi og menntun á þessu ári birtist grein eftir Kristian Guttesen undir heitinu „Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu“. Þetta hefti hefur nú verið gert aðgengilegt á Skemmunni og Tímarit.is, og hefur höfundur því brugðið á það ráð að gera greinina aðgengilega á vefsvæðinu Academia.edu.
Continue reading Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu

Hildigunnur Sverrisdóttir með ókeypis námskeið

Hildigunnur SverrisdóttirNæstkomandi sunnudag verður Hildigunnur Sverrisdóttir, aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr, með ókeypis, sjálfstætt framhaldsnámskeið á vegum Félags heimspekikennara. Í maí síðastliðnum hélt hún vel heppnað námskeið á aðalfundi Félags heimspekikennara undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“

Þátttakendur óskuðu eftir framhaldi þar sem möguleiki væri á að rýna frekar í efnið. Hildigunnur lumar einnig á viðbótarefni sem þátttakendur á framhaldsnámskeiðinu fá að njóta, og verður nægur tími fyrir umræður um efnið. Allir eru velkomnir.

Hægt er að senda tölvupóst á sigurlh@simnet.is og biðja um að fá sent lesefni um efnið, ef áhugi er fyrir hendi. Continue reading Hildigunnur Sverrisdóttir með ókeypis námskeið

Grein um heimspekikennslu í tímaritinu Uppeldi og menntun

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Kristian Guttesen

Mig langar að benda á vekjandi grein eftir Kristian Guttesen, formann Félags heimspekikennara, sem birtist í tímaritinu Uppeldi og menntun, 22. árgangur, 1. hefti 2013, og var að koma út rétt í þessu. Greinin heitir „Um lifandi og dauða þekkingu: Kenning um heimspekikennslu“. Þar bendir hann bæði á efni sem hægt er að nýta til heimspekikennslu sem og stúderar aðferðir til þess að gera kennsluna lifandi gagnvart nemendum.

Kristian tekur fyrir þrjár kennslubækur í heimspekikennslu sem hægt er að nýta á mismunandi hátt í kennslu. Hann ber saman ólík efnistök bókanna og bendir á hvernig þær nýtast í kennslu; hversu lifandi efni þeirra er gagnvart nemendum eða dautt; og hvernig væri hægt að lífga það við í augum nemenda. Til þess notar hann starfskenningu sína sem er töluvert nemendamiðuð. Continue reading Grein um heimspekikennslu í tímaritinu Uppeldi og menntun

Sjónarhornið

Hugleiðingar um fyrirlestur Hildigunnar Sverrisdóttur „Skapandi dvelur manneskjan: er hægt að kenna henni það?“ á aðalfundi Félags heimspekikennara, 25. maí 2013

eftir Elsu Haraldsdóttur

Á aðalfundi Félags heimspekikennara, þann 25. maí síðastliðinn, var boðið upp á námskeið undir leiðsögn Hidigunnar Sverrisdóttir, arkitekts og aðjúnkts við Listaháskóla Íslands. Námskeiði var í fyrirlestrarformi og bar heitið „Skapandi dvelur manneskjan: er hægt að kenna henni það?“ en tititillinn vísar í ritgerð þýska heimspekingsins Heideggers, „“…Poetically man dwells…”“. Í fyrirlestrinum tók Hildigunnur hvert hugtak titilsins fyrir sig, „manneskjan“, „dvelur“ og „skapandi“ og varpaði þannig ljósi á hugmyndafræðina sem þar liggur að baki og samtímis reyndi að tengja þau saman í heildstæða mynd. Markmið námskeiðsins var að kynna fyrir þátttakendum ákveðna hugmyndir um manneskjuna og samfélagið í anda gagnrýninnar kenningar. Fyrirlesturinn var mjög efnismikill og heljarinnar ferðalag í gegnum tiltölulega flókið hugmyndakerfi en hin þverfaglega nálgun á viðfangsefnið var einkum áhugaverð. Fyrirlesturinn, í anda viðfangsefnis síns, vakti fleiri spurningar en svör en fyrir vikið væri einkar áhugvert að taka upp þráðinn og gefa kost á ítarlegri umræðum um efnið ef áhugi er fyrir því á meðal aðstandenda.

Continue reading Sjónarhornið

Námskeið um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar á vegum Félags heimspekikennara

eftir Sigurlaugu Hreinsdóttur

Grunnþættir menntunarÉg hef nýlokið við að sitja námskeiðið „Gagnrýnin hugsun og grunþættir menntunar“ í Endurmenntun HÍ á vegum Félags heimspekikennara, dagana 31. maí – 3. júní, og langar að deila reynslu minni með lesendum Heimspekitorgs.

Þetta námskeið var skipulagt af formanni félagsins, Kristian Guttesen, á alveg listilegan hátt en hann var umsjónarmaður þess. Bæði heildarmyndin og bútarnir sem hún var samansett úr komu mér þægilega á óvart. Ég fylgdist með skipulaginu úr fjarlægð og verð að segja að ég er full aðdáunar.

Þarna voru samankomnir sex sérfræðingar innan okkar raða sem voru hver öðrum flinkari við að kveikja áhuga þátttakenda og vekja þá til umhugsunar. Hver einasti tími fangaði áhuga minn og athygli. Þá bar samfellan á milli framlags sérfræðinganna vott um bæði óeigingirni og umhyggju þeirra fyrir bæði heildarmyndinni og kollegum sínum. Allir virtust svo vel meðvitaðir um staðsetningu sína innan heildarmyndarinnar.

Continue reading Námskeið um gagnrýna hugsun og grunnþætti menntunar á vegum Félags heimspekikennara

Hvað er heimspekikennsla?

Flutt á fundi Félags heimspekikennara 30. janúar 2013

eftir Pál Skúlason

Byrjum á að brjóta upp spurninguna. Hvað er heimspeki? Hvað er kennsla? Og hvernig tengist þetta tvennt? Kennsla getur augljóslega verið viðfang heimspeki, því heimspekin getur fjallað um hvað sem er og allt í heild sinni. En er víst að heimspeki geti verið viðfang kennslu? Ég hef verið lektor í heimspeki – sá sem les heimspeki fyrir aðra – og prófessor í heimspeki – sá sem játast heimspeki og hefur það hlutverk að breiða hana út. En eru fyrirlesturinn og það að játast faginu – annað hvort eða hvorttveggja – réttnefnd heimspekikennsla? Continue reading Hvað er heimspekikennsla?