Sumarnámskeið IAPC í Mendham, NJ

Árlegt sumarnámskeið IAPC (Institute for the Advancement of Philosophy for Children) verður haldið 4. -11. ágúst 2012. Námskeiðin eru haldin í gömlu klaustri í dreifbýli New Jersey og óhætt er að segja að þátttaka í þeim sé góð næring fyrir líkama og sál auk þess að vera góð þjálfun fyrir þá sem vilja styrkja færni sína í heimspekilegri samræðu og samræðukennslu.

Á námskeiðunum er námsefni eftir Matthew Lipman og félaga notað til að þjálfa þátttöku í heimspekilegu samræðufélagi og samræðustjórnun. Þátttakendur fá þjálfun í að greina heimspekileg hugtök og að finna heimspekilegar áherslur í námsefni og daglegri umræðu. Fræðilegar undirstöður heimspeki með börnum eru einnig til umfjöllunar.

Nokkrir íslenskir kennarar og heimspekingar hafa á undanförnum árum tekið þátt í námskeiðunum í Mendham og mæla eindregið með þeim. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu IAPC og í sérstakri auglýsingu um námskeiðið sumarið 2012.

Heimspeki í leik- og grunnskólum: Fyrstu skrefin

Félag heimspekikennara og þróunarhópur um heimspekilega samræðu í skólum Garðabæjar heldur námskeið 9. og 10. mars 2012 í Garðaskóla, Garðabæ. Gestakennari á námskeiðinu verður Liza Haglund heimspekingur og kennari sem starfar við kennaradeild Södertörns Högskola í Stokkhólmi. Dagskráin hefst kl. 13.00 föstudaginn 9. mars á fyrirlestrinum „Réttur barna og unglinga til að hugsa saman – heimspekileg samræða á öllum sviðum menntunar.“ Allir eru velkomnir.

Nánari upplýsingar má sjá í auglýsingu.

Dagskrá námskeiðsins:

Continue reading Heimspeki í leik- og grunnskólum: Fyrstu skrefin

Málþing 1. október: Kennsla í gagnrýninni hugsun og siðfræði

Opið málþing verður haldið í Odda, Háskóla Íslands á laugardaginn næstkomandi kl. 10-15. Viðfangsefni málþingsins er kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði á öllum skólastigum. Á dagskrá eru fræðilegir fyrirlestrar, reynslusögur kennara og gagnrýnin umræða um skólastarf. Málþingið er samstarfsverkefni Rannsóknarstofu um háskóla, Heimspekistofnunar og Félags heimspekikennara.

Continue reading Málþing 1. október: Kennsla í gagnrýninni hugsun og siðfræði

Margt á döfinni næsta vetur

Útlit er fyrir að mikil gróska verði í heimspekikennslu á Íslandi næsta vetur. Félag heimspekikennara undirbýr sína dagskrá í sumar um mun leggja áherslu á mánaðarlegar uppákomur þar sem heimspekilegar samræðuæfingar spila stórt hlutverk. Kennarar geta sótt námskeið og ráðstefnur um heimspekikennslu bæði að hausti og vori, skólanámskrár eru í þróun og tvær heimasíður tengdar heimspekikennslu eru í mótun.

Continue reading Margt á döfinni næsta vetur

SOPHIA: samtök barnaheimspekinga í Evrópu

SOPHIA eru evrópusamtök barnaheimspekinga og starfsemi þeirra má kynna sér á heimasíðunni http://sophia.eu.org/. Samtökin halda árlega samstarfsfundi þar sem heimspekikennarar hittast, segja frá verkum sínum og styrkja tengslin við aðra kennara. Næsti samstarfsfundur verður haldinn í Istanbul 30. september – 1. október 2011 og það er Dr. Nimet Kucuk  sem er gestgjafi.