Fimmtudaginn 7. mars verður heimspekileg uppákoma á vegum Félags áhugamanna um heimspeki á veitingahúsinu Sólon í Bankastræti. Þrír fyrirlesarar munu setja fantasíur, furðusögur og vísindaskáldskap í heimspekilegt og fræðilegt samhengi og væntanlega fá gestir tækifæri til að bregðast við. Fyrirlesararnir eru Arnar Elísson heimspekingur, Arngrímur Vídalín íslenskufræðingur og Nanna Hlín Halldórsdóttir heimspekingur. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu viðburðarins.
Tag: heimspeki
Fyrirlestraröð um kvenheimspekinga: Damaris Masham
Fimmtudaginn 7. mars kl. 15 í Árnagarði stofu 201 kynnir Henry Alexander Henryson heimspekinginn Damaris Masham (fædd Cudworth) (1658-1708). Hennar er minnst í samtímanum fyrir að hafa verið fyrsta konan á Bretlandseyjum til að gefa út heimspekileg verk en þau voru prentuð undir nafnleynd um aldamótin 1700. Hennar er einnig minnst fyrir nána vináttu hennar við John Locke og bréfaskipti við Leibniz. Í erindinu fjallar Henry um helstu einkenni hugsunar Damaris og þau áhugaverðu tengsl sem hún hafði við heimspekiþróun á seinni hluta sautjándu aldar og í byrjun þeirrar átjándu.
Kvenheimspekingar koma í kaffi
Námsbraut í heimspeki við Háskóla Íslands hóf í janúar fyrirlestraröðina Kvenheimspekingar koma í kaffi. Boðið er upp á erindi um einn kvenheimspeking hverju sinni og kaffi með. Viðburðir fara fram á fimmtudögum kl. 15-16 í stofu 201 í Árnagarði. Allir eru velkomnir.
Nú á fimmtudaginn 14. febrúar mun Gunnar Harðarson kynna Christine de Pizan (1364-1431) sem var skáld, rithöfundur og heimspekingur sem nú er einna þekktust fyrir Bókina um borg kvenna (Le livre de la cité des dames)sem skrifuð var á árunum 1404-1407. Christine de Pizan hrekur þar alls kyns ranghugmyndir um konur sem fram koma í bókmennta- og hugmyndasögunni og sýnir fram á að konur hafi, geti og eigi sjálfar að láta til sín taka á opinberum vettvangi. Continue reading Kvenheimspekingar koma í kaffi
Vísindavefurinn leitar samstarfs
Félagi heimspekikennara barst bréf frá Henry Alexander Henryssyni sem starfar í haust sem gestafræðimaður hjá Vísindavef Háskóla Íslands. Henry Alexander hefur áhuga á að stækka heimspekihluta Vísindavefsins og kallar eftir samstarfi við heimspekikennara við þá uppbyggingu. Í bréfi sem við birtum hér að neðan biður hann kennara sem hafa nýtt Vísindavefinn í kennslu eða hafa áhuga á að gera það að koma til samstarfs um uppbyggingu á spurningum og svörum um heimspekileg efni. Einnig óskar hann eftir hugmyndum um hvernig hægt sé að nýta Vísindavefinn í kennslu. Heimspekitorgið veit til þess að heimspekikennarar hafa nýtt efni á Vísindavefnum með nemendum og við hvetjum viðkomandi til að setja sig í samband við Henry. Continue reading Vísindavefurinn leitar samstarfs
Sísyfos heimspekismiðja
Félag heimspekikennara mælir með því að þið lítið við á Sísyfos heimspekismiðju sem er vettvangur og upplýsingamiðill fyrir heimspekilega ástundun Jóhanns Björnssonar. Sísyfos heimspekismiðja býður upp á námskeið, kennsluráðgjöf og fyrirlestra í heimspeki og heimspekikennslu. Á heimasíðu heimspekismiðjunnar gefurJóhann auk þess innsýn í kennsluna hjá sér, segir frá verkefnum og vitnar í nemendur.
Heimspekikaffihúsið
Heimspekikaffihúsið í Reykjavík fer ekki í sumarfrí. Næsti fundur er laugardaginn 4. ágúst kl. 14-16 og þá verður rædd spurningin Hvað eru skilningarvit? Allir eru velkomnir á heimspekikaffihús.