Ný Aðalnámskrá til umsagnar

Kæru félagar,

Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis hafa verið birt drög að
námssviða- og námsgreinahluta nýrrar aðalnámskrár grunnskóla.
Ég hvet félagsmenn til að kynna sér þau, og legg til að markvisst verði
efnt til umræðu um þau á fundum félagsins í sumar. Continue reading Ný Aðalnámskrá til umsagnar

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur félags heimspekikennara var haldinn í Verzlunarskóla Íslands laugardaginn 9. júní. Félagið vex hægt og þétt og Ármann Halldórsson fráfarandi formaður þakkaði það góðu félagsstarfi og vexti í heimi heimspekikennslunnar á Íslandi. Fundurinn hófst með skemmtilegu námskeiði Jóhanns Björnssonar sem miðlaði af fjölbreyttri reynslu sinni af heimspekikennslu.

Helstu fréttir af aðalfundinum eru þessar:

  • Ármann Halldórsson flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári og sagði síðan af sér formennsku. Í stað hans var Kristian Guttesen kosinn formaður. Félagsmenn þakka Ármanni vel unnin störf. Hann á mestan heiður að því að endurvekja starfsemi félagsins og halda henni gangandi síðustu ár. Á síðasta ári ber hæst að félagið hélt heimspekilegar æfingar sem eru vettvangur til að æfa sig í samræðu. Félagið hélt heimspekikvöld með Hauki Inga Jónassyni og tók þátt í framkvæmd tveggja námskeiða fyrir heimspekikennara sem haldin voru í Garðabæ. Stjórn félagsins gaf umsögn um umsóknir í þróunarsjóð námsgagna og er ánægð með útkomuna úr sjóðnum en tveir aðilar fengu styrk til námsefnisgerðar fyrir heimspekikennslu.

Continue reading Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur 9. júní

Aðalfundur félags heimspekikennara verður haldinn laugardaginn 9. júní 2012 kl. 13.00-16.30 á kennarastofu Verzlunarskóla Íslands, Ofanleiti 1 í Reykjavík. Dagskrá hefst með námskeiði Jóhanns Björnssonar heimspekikennara í Réttarholtsskóla. Eftir kaffihlé verður síðan aðalfundur haldinn með hefðbundinni dagskrá.

Continue reading Aðalfundur 9. júní

Fréttabréf

Í vor hefur ritstjórn Heimspekitorgsins gert tilraun við að setja upp tölvupóst fréttabréf fyrir heimspekikennara. Fréttabréfið er sent út í upphafi hvers mánaðar og segir fréttir af starfi félags heimspekikennara. Í hverju fréttabréfi eru líka tenglar inn á verkefnabanka Heimspekitorgsins sem geymir heimspekiverkefni fyrir nemendur á öllum aldri og kennsluleiðbeiningar af ýmsu tagi. Fyrsta fréttabréfið má skoða hér og tengla inn á gömul fréttabréf má alltaf nálgast á heimspekitorginu.

Hér má skrá sig í áskrift að fréttabréfinu. Það kostar ekki neitt og auðvelt er að skrá sig úr áskrift ef þess er óskað seinna meir.

Heimspekileg æfing 11. apríl – allir velkomnir

Félag heimspekikennara býður til heimspekilegrar samræðu 11. apríl kl. 20.00 á kennarastofu Verzlunarskóla Íslands. Stjórnandi æfingarinnar er Ármann Halldórsson, formaður félags heimspekikennara og kennari við VÍ.

Viðfangsefni samræðunnar verður samræðan sjálf, eðli hennar og strúktúr. Spurningar sem lagt verður upp með:

  • hlutverk stjórnandans
  • tilfinningar og trúnaður í samræðu
  • er samræðan leikur?
  • hvert er hlutverk kímni í samræðunni?

Haft verður fremur frjálst og flæðandi form á samræðunni og mun hún þá lúta þeim hugmyndum sem fram koma í henni sjálfri.

Allir velkomnir!

Heimspeki í leik- og grunnskólum: Fyrstu skrefin

Félag heimspekikennara og þróunarhópur um heimspekilega samræðu í skólum Garðabæjar heldur námskeið 9. og 10. mars 2012 í Garðaskóla, Garðabæ. Gestakennari á námskeiðinu verður Liza Haglund heimspekingur og kennari sem starfar við kennaradeild Södertörns Högskola í Stokkhólmi. Dagskráin hefst kl. 13.00 föstudaginn 9. mars á fyrirlestrinum „Réttur barna og unglinga til að hugsa saman – heimspekileg samræða á öllum sviðum menntunar.“ Allir eru velkomnir.

Nánari upplýsingar má sjá í auglýsingu.

Dagskrá námskeiðsins:

Continue reading Heimspeki í leik- og grunnskólum: Fyrstu skrefin